Gleði og von í Egyptalandi

Það er ekki annað hægt en að hrífast með fagnaðarlátum og taumlausri gleði Egypta, sem braust út föstudagskvöld og stóð fram eftir nóttu, eftir að leiðtogi landsins hrökklaðist frá völdum, hrakinn frá með friðsamlegum mótmælum. Auðvitað er langur vegur til lýðræðis og langt í frá ljóst hvað gerist í landinu næstu daga, vikur og misseri. Lýðræði er er verkefni sem er aldrei lokið. Hvað svo sem gerist nú er tvennt sem stendur upp úr: Almenningur í Egyptalandi og nágrannalöndum hafa öðlast von, eftir áratuga ófrelsi og stöðnun. Í öðru lagi hafa vonandi augu margra Vesturlandabúa opnast fyrir því að fólk í þessum heimshluta hefur sömu væntingar og þrár og annars staðar, að lifa án ógnar og kúgunar og sjá samfélag sitt þróast og blómstra, hlakka til framtíðarinnar.

Meira HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Bergmann Davíðsson

Einar takk fyrir góð skrif.

Davíð Bergmann Davíðsson, 13.2.2011 kl. 11:54

2 Smámynd: Davíð Bergmann Davíðsson

Einar hér er góð mynd sem þú ættir að sjá

http://topdocumentaryfilms.com/shape-future/

Davíð Bergmann Davíðsson, 13.2.2011 kl. 13:38

3 Smámynd: Einar Karl

Takk fyrir tippsið, Davíð.

Lítur mjög áhugaverð út, ætla að gefa mér tíma til að horfa við tækifæri.

Einar Karl, 13.2.2011 kl. 18:39

4 identicon

Þettað er það sem við ´´hugsandi,,íslendingar þurfum að gera að taka  KAIRÓ  aðferðina á Alþingi Íslendinga,,,,hreinsa út algjörlega.  VERNDUM SJÁLFSTÆÐI ÞJÓÐARINNAR OG SEGJUM  NEI VIÐ ICESAVE OG HVAÐ ÞÁ OG EINNIG HRYÐJUVERKABANDALAGINU SEM  ESB ER.

Númi (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband