Brynjar Níelsson ruglar

Brynjar Níelsson Alþingismaður og hæstaréttarlögmaður hefur tekið að sér að verja kristni gegn meintum árásum og ágangi trúlausra. Brynjari ferst þetta ekki vel úr hendi.

Brynjar nálgast málið eins og verjandi í dómstól. Hann tekur alfarið stöðu með sjónarmiðum öðru megin í rökræðum kirkjusinna og veraldlega þenkjandi fólks og neitar að horfa hlutlægt á málið. Það finnst mér slæmt fyrir þingmann, enda efast ég um að allir kjósendur hans taki undir íhaldssöm og illa rökstudd sjónarmið hans.

Kryfjum seinasta útspil Brynjars sem má lesa hér: Svar Til Sigurðar Hólm.

Í hvert sinn sem ég tjái mig um kristna trú og kristindóm rjúka æðstuprestar Vantrúar og Siðmenntar til og senda mér bréf. 

Ætli það sé ekki af því að í hvert sem Brynjar tjáir sig um kristna trú ræðst á aðrar lífsskoðanir og fer með rangfærslur og bull.

Það virðast margir halda að í trúfrelsi felist að stjórnvöld verði að gæta jafnræðis milli trúarbragða ...

Já það halda það margir! Stjórnvöld í trúfrjálsu ríki eiga ekki að hampa einni trú umfram aðra eða einhver einn Guð sé sannur og réttur, eða einhver ein tiltekin trú á æðri máttarvöld.

... og því megi ekki fræða nemendur um kristin fræði umfram önnur trúarfræði eða lífsskoðanir. 

eeehh ... Nei. Ég þekki engan sem er á móti því að fræða börn um trúarbrögð og "kristin fræði", ekki heldur kannast ég við að neinn hafi viljað sérstakan kvóta á fræðslu um kristindóm, að hún megi alls ekki vera meiri en um einhver önnur trúarbrögð. En margir telja að gera verði greinarmun á fræðslu og trúboði. 

Það er því ekkert að því að skólabörn séu frædd um kristni og kristindóm í kirkjum og skólum.  Í mínum huga er það beinlínis skylda ...

Af hverju vill Brynjar að börn séu frædd um kristni í kirkjum? Er það ekki pínu eins og að fræða börn um stjórnmál á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll?

Hvað skyldi Sigurðar kalla kennslu um helstu stjórnmálastefnur og lífskoðanir? Trúboð eða innrætingu?

Því verður Sigurður að svara, en það hlýtur að fara eftir því hver fræðir, hvort sá hafi hlutlausa afstöðu til kennsluefnisins. Hvað myndi Brynjar kalla kennslu um samkennd og mannkærleik í sósíaldemókratískri hugmyndafæði, kennda af Össuri Skarphéðinssyni á skrifstofu Samfylkingarinnar?

Hér á landi er ríkisvaldið ekki að skipta sér af trúarskoðunum fólks.

JÚ! A.m.k. einn þingmaður, Brynjar Níelsson, vill að öll börn fái sérstaka fræðslu um tiltekna trúarskoðun í kirkjum landsins!

Ríkisvaldið bannar ekki skoðanir og boðar ekki skoðanir öðruvísi en fram kemur í lögum.

Brynjari finnst í lagi að boða tiltekna skoðun, ef lögin segja það. Verðum við nú ekki að geta rökstutt að eitthvað sé í eðli sínu rétt, sanngjarnt og skynsamt, án þess bara að segja "lögin segja það". Hljómar pínu eins og "pabbi segir það"

Ég hef aldrei sagt að forsenda fyrir æðruleysi, kærleika og fyrirgefningu sé kristin trú

En þú hefur sagt að ef kristin trú hverfur sé hætt við að þessi gildi glatist. Ertu þá ekki að segja að þessi siðferðisgildi séu háð kristinni trú?

Sorrý, Brynjar. Ef þú værir að verja mig í Hæstarétti vona ég að þú rökstyðji mál þitt betur en þetta. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta stílbragð, að nefna eitthvað ótilgreint fólk og eigna því einhverjar rugl-skoðanir sem andmælandinn hefur aldrei haldið fram, er ansi ömurlegt. Brynjar gerir þetta "Það virðast margir halda..." Kannski ætti að nota sama bragð þegar Brynjari er svara: "Það virðast margir halda að það eigi að neyða börn til þess að fara með bænir í grunnskólum og banna félög trúleysingja." ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.1.2014 kl. 20:09

2 identicon

Ríkjandi siðferði, sem kemur siðsemi eða því hvað er siðlegt ekki endilega mikið við (eins og siðfræðin kennir okkur), kemur já að stórum hluta úr trúarbrögðum. Það eru aðallega rannsóknir trúlausra félagsvísindamanna af ýmsu tagi sem hafa varpað ljósi á þá staðreynd. Eins þó það að þó trúarbrögðin gufi upp, gerir siðferði þeirra það ekki, heldur þvert á móti styrkist. Sem sagt, ef trúarbrögðin tapa, þá fyrst byrja þau að vinna og hafa afgerandi áhrif á allan þankagang manna og hegðun. Max Weber hefði sagt dauðar dáinna trúarbragða stjórni siðferði okkar, og allri uppbyggingu menningar okkar. Hann var bara á svipuðu róli með það og flestir sem skoða þessi mál. Durkheim, sem var algjörlega trúlaus, taldi trúarbrögð nauðsynleg þessara hluta vegna. En siðferði kemur "gott" og "illt" ekki við, heldur bara hugmyndum manna um þessi concept. Að komast að því hvað þau þýði í alvörunni, það er siðfræðin sem gerir það. En eins og allt í okkar menningu er siðfræðileg umræða að stóru leyti undir kristnum áhrifum. Að halda lífi í fötluðum og sjúkum eins lengi og er hægt, að sjá til þess landeyða hafi samt eitthvað að borða, hafa atvinnuleysisbætur og velferðarkerfi, þetta er "alien" hugsunarháttur sem var algjörlega framandi okkar menningu og sálarlíf áður en Kristindómurinn kom hingað. Það þýðir ekki forfeður okkar hafi ekki haft "siðferði". Þeir höfðu bara annað siðferði en við. Og siðferði er enginn mælikvarði á gott og illt, þar sem það mótast fremur af venjum og siðum en sannleiksleit.

Friðrik (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 21:30

3 identicon

Svar Brynjars opinberar fáfræði hans og einfeldni. Hann fullyrðir meðal annars að Guð sé skapari himins og jarðar, en ekki einu sinni klerkar okkar á klakanum trúa því. Því er „morality“, siðferði orðin helsta réttlæting trúarinnar, svið sem þeir eigna sér og trúnni, sem er tómt rugl.

Vísindin gera trú á „creator“ óþarfa með öllu. Við verðum að sætta okkur við náttúruna og lögmála hennar. Þar er ekkert pláss fyrir drauma og óskhyggju.

Í upptalningu sinni úr námsskrá, sleppir Brynjar líklega vísvitandi efna- og eðlisfræði, og þar með þróunarkenningunni.

 

Brynjar er ignorant bókstafstrúarmaður eins og „Tea Party“ bræður hans fyrir vesta haf.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband