Sóknargjöld eru ríkisstyrkur

Ef trú­fé­lagið Zú­ist­ar á Íslandi greiðir rík­is­styrk sinn út til fé­lags­manna sinna þurfa þeir að greiða tekju­skatt af fénu, að sögn rík­is­skatt­stjóra.

 

Sem sagt, ríkiskattstjóri staðfestir að sóknargjöld eru RÍKISSTYRKUR, ekki "félagsgjöld" sem ríkið innheimtir fyrir skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Réttara væri að kalla sóknargjöld sóknarstyrk.

 


mbl.is Greiða tekjuskatt af sóknargjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá hljóta sóknargjöld jafnframt að vera skattur.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2015 kl. 22:40

2 Smámynd: Einar Karl

Já og nei. Sóknargjöldin greiðast úr ríkissjóði og ríkissjóður þarf aðvitað með einhverjum hætti að afla þess fjár. Það er gert með almennri skattheimtu. Sóknargjöld eru ekki innheimt sem sérstakur skattur. 

Einar Karl, 20.11.2015 kl. 23:04

3 identicon

að sögn rík­is­skatt­stjóra. Blaðamaðurinn leggur sinn skilning í það sem ríkisskattstjóri segir og túlkar það oní þig. Enda segir á öðrum stað:
Skúli Eggert Þórðar­son, rík­is­skatt­stjóri, seg­ir að ef fé­lag af­hendi greiðslur til fé­lags­manna sinna... Það er hæpið að draga ályktanir og telja að um einhverja staðfestingu sé að ræða þegar ekki er vitnað orðrétt í ríkisskattstjóra.

Svo mætti horfa á það þannig að fyrst ríkið tók að sér að greiða sóknargjöldin fyrir okkur þá séu það við sem erum að fá þennan ríkisstyrk í formi þess að þurfa ekki að greiða eins og áður. Kirkjan er að fá sín sóknargjöld eins og alltaf hefur verið en ríkið tók að sér að styrkja greiðendur með því að greiða fyrir þá. Ef einhver ákveður að greiða fyrir þig matarkörfuna þá er það ekki styrkur til verslunarinnar.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 01:07

4 Smámynd: Einar Karl

Ef einhver ákveður að greiða fyrir þig matarkörfuna þá er það ekki styrkur til verslunarinnar.

Ehh ... jú embarassed

Sérstaklega ef verslunin fær greitt fyrir "matarkörfu" hvort sem þú sækir þangað mat eða ekki, aðallega af því þú ert skráður viðskiptavinur af því mamma þín verslaði þar endrum og eins í gamla daga. Og kannski myndirðu vilja greiða aðeins minna í skatt og gera eitthvað annað við þann pening en ða kaupa matarköfur með engu nema reykelsi og myrru.

Einar Karl, 21.11.2015 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband