21.1.2009 | 12:07
Hvar varst þú í janúaruppreisninni 2009?
þegar seinþreytt þjóð knúði sambands- og umboðslausa ríkisstjórn til að horfast í augu við og axla ábyrgð á mestu stjórnvaldsmistökum Íslandssögunnar og víkja, spyrja barnabörnin eftir 40 ár.
Er málið að þingið samþykki í einum grænum frumvarp Helga Hjörvar og félaga, um að þjóðin geti knúið fram kosningar með undirskriftasöfnun, svo söfnum við undireins 150 þúsund undirskriftum?
Ég býð mig fram.
Mótmæla aftur í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var á Austurvelli í gærkvöldi, og stoltur af því!
Við þurfum ekkert endilega að bíða eftir Helga Hjörvar & co. til að hefja undirbúning, undirskriftasöfnun er þegar hafin á kjosa.is. Þar getum við safnað í sarpin og haft listann tilbúinn þegar frumvarpið verður lagt fyrir.
Byltingin er hafin. Lengi lifi byltingin!
Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2009 kl. 13:22
Ég var á austurvelli og í bakgarði alþingis þann 20. Janúar 2009.
ég tók þátt í þeirri byltingu sem boðuð var og er vonandi hafin, ef ekki verður hlustað á fólkið sem vill breytingar í átt til ALVÖRU lýðræðis....þá verður fjandin laus
Viva´la revulotion
Sigurður H (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.