Smæð Íslands - blessun og bölvun

Það er jákvætt við íslenskt samfélag að fólk sýnir samúð með þeim sem þurfa að glíma við persónuleg áföll og erfið veikindi. Á slíkum stundum sést að í okkar litla samfélagi stöndum við saman og erum sem ein fjölskylda. Við skiljum vel að ráðamenn eru manneskjur rétt eins og við.

Þessi smæð og nánd býr hins vegar líka til vanda. Allir þekkja alla, menn halda í vinasambönd og tengslanet sem myndast snemma á lifsleiðinni. Vinir og samherjar standa saman í gegnum sætt og súrt og styðja hver annan. Jákvætt? Upp að vissu marki. En líka varasamt. Vinasambönd er jákvætt orð en ef vinasambönd ráða of miklu í samfélaginu erum við komin útí klíkuskap. Klíkuskapur getur valdið því að fagmennska ræður því ekki hverjir sitja í mikilvægum embættum og stjórna stofnunum og fyrirtækjum. Það þarf ekki að nefna nein dæmi.

Þessi vandi verður auðvitað áfram með okkur, íslenskt samfélag verður áfram fámennt, með þeim kostum og göllum sem því fylgir. Ein af fjölmörgum áskorunum framtíðarinnar er að horfast í augu við og viðurkenna vandann - og ráðast að honum.

Nútímasamfélagið er flókið og krefst mikillar sérhæfingar. Því er oft erfitt að manna ábyrgðarstöður og finna réttu manneskjurnar í okkar litla samfélagi. Það gerir illt verra, að ekki skuli ávallt lagt faglegt mat til grundvallar. Í ofanálag eru vanhæfir ekki látnir sæta ábyrgð á mistökum og vangá. Klíkuskapurinn veikir okkar samfélag.

Ég þekki Geir Haarde ekki persónulega. Að sjálfsögðu vona ég að hann vinni bug á sínum sjúkdómi og nái sem fyrst fullri heilsu, og finni gott og farsælt starf við hæfi.


mbl.is Veikindi Geirs mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband