1.5.2009 | 13:50
JÖKLABRÉF - hver skilur þau??
Eðalbloggarinn Lára Hanna kynnti skemmtilega nýjung á bloggsíðu sinni fyrir tveimur dögum, þar sem hagfræðingurinn Haraldur Líndal Haraldsson svaraði spurningum frá lesendum í athugasemdunum í blogginu, í kjölfar greinargóðs erindis sem Haraldur flutti á fundi Félagi viðskipta- og hagfræðinga undir yfirskriftinni "Hver er staða þjóðarbúsins? Er Ísland gjaldþrota?" Fundinum er lýst hér af Marínó Erni, en erindi Haraldar þótti vel rökstutt og greinargott, þó svo menn séu ekki alveg sammála hvernig réttast sé að skýra frá skuldastöðu þjóðarinnar
Haraldur var m.a. spurður á bloggi Láru Hönnu - "Hvað með jöklabréfin? Hvernig falla þau inn í myndina?"
og svarar:
Ég átta mig ekki á þessum svo kölluðum jöklabréfum. Hver eða hverjir eiga þessi bréf og hverjir skulda þau?
Ég held að Haraldur sé alls ekki vitlaus, tek ofan af fyrir honum, fyrir að viðurkenna að hann átti sig ekki á þessari flækju! Ætli t.d. þingmenn og blaðamenn geri það nokkuð frekar? Ég hef einmitt spurt fleiri um þennan jökabréfavanda og fáum tekst að skýra þetta svo skiljist. Á Vísindavefnum er raunar svar við spurningunni "Hvað eru jöklabréf?" Svarið, skrifað af núverandi viðskiptaráðherra, er greinargott svo langt sem það nær, skýrir ekki þann vanda sem þessi bréf virðast vera að valda nú.
Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað í mínum huga:
- Hver skuldar hverjum?
- Hver er aðkoma Seðlabankans að þessum bréfum?
- Er íslenska ríkið að greiða eigendum bréfanna vexti, einsog oft virðist gefið í skyn í fjölmiðlum?
- Ef þessi jöklabréf tengjast skuldum bankanna, af hverju eru þau ekki bara inni í allsherjarsúpunni í gömlu bönkunum?
Ef einhver sem les þetta veit svörin, eð veit hvar greinargóðar upplýsingar er að finna, væri það vel þegið!
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Pepsi-deildin, Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2009 kl. 19:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.