'Karlar sem hata konur' og stóra millifærslumálið

***WARNING: THIS POST MAY CONTAIN A SPOILER***

 

Sérkennilegt þetta tiltekna mál. Stöð 2 kemur með þessa svaka hasarfrétt, þrír stórlaxar nafngreindir, aflandseyjar, hundruð reikninga, og margar risa-millifærslur.

Stórlaxarnir bregðast hinir verstu við, sárir og svekktir, þetta sé allt haugalygi og standi ekki steinn yfir steini. Hóta málaferlum og allt hvað eina.

Fréttin sú arna raunar mjög ónákvæm eins og hún birtist á visir.is, lítið um konkret upplýsingar og í raun ekkert sagt hver nákvæmlega gerði hvað. Eins og einhver einn heimildamaður hafi sagt frá eða sýnt upplýsingar, en ekki látið neitt efni í té.

Eitthvað virðist svo frekar hafa fjarað undan þessari frétt, skiptastjóri Samson kannaðist ekki við millifærslurnar eða FME. Forsvarsmenn Straums neita sömuleiðis öllu.

Ég las í vor sænsku spennusöguna Karlar sem hata konur, hörkufínn reyfari. Á eftir að sjá myndina sem nú er sýnd. Nú vil ég ekki spilla fyrir þeim sem eiga eftir að fara í bíó eða lesa bókina, en get þó greint frá einu atriði sem ekki spillir fyrir spennunni. Í upphafi bókarinnar er önnur söguhetjan, viðskiptablaðamaður, í mikilli kreppu, því hann var mataður á röngum fölsuðum upplýsingum um meinta spillingu mikils viðskiptajöfurs, sá kærði hann fyrir meiðyrði og blaðamaðurinn skíttapaði málinu og trúverðugleika sínum.

Þetta eru  bara svona sakleysislegar hugrenningar... en stundum er raunveruleikinn lygilegri en skáldskapur.

2504262197

 


mbl.is Yfirlýsing frá Karli Wernerssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband