18.7.2011 | 23:27
Laskað orðspor??
Það má velta því fyrir sér hvað hafi fengið utanríkisráðherra Íslands, fámennrar þjóðar með laskað alþjóðlegt orðspor, til að koma til Miðausturlanda og haga sér eins og hann gerði."
Laskað orðspor?
Laskað orðspor??
LASKAÐ ORÐSPOR??
Oggopínulítið fyndið, úr munni Ísraelsmanns.
Slæm samskipti Íslands og Ísraels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2011 | 18:35
Þjóðkirkjan var ríkisvædd á 20. öld
Enn og aftur sprettur upp umræða um hvort aðskilja skuli ríki og kirkju, nú í tengslum við stjórnlagaráð. Og eins og vanalega svara margir kirkjunnar þjónar að slíkt sé í raun formsatriði, þar sem kirkjan sé þegar sjálfstæð stofnun, óháð ríkisvaldinu. Sumir þeirra virðast taka undir aðskilnað, eins og séra Örn Bárður Jónsson, stjórnlagaráðsfulltrúi. Hann segir að þar sem kirkjan sé ekki háð ríkisstyrkjum ætti hún að vera sjálfstæð og óháð ríkisvaldinu með öllu. Örn Bárður virðist styðja að taka megi út ákvæði í stjórnaskrá um Þjóðkirkjuna, þar sem hún þurfi ekki "stjórnarskrárvernd" (hvað sem það nú þýðir...)
Frétt visir.is frá 8.7. sl. hefur eftir Erni Bárði að ríki og kirkja hafi gert með sér samning árið 1997 sem í raun hafi aðskilið ríki og kirkju. Sá samningur aðskildi í raun og veru ríki og kirkju. Hann er mjög áþekkur, er mér sagt, þeim samningi sem gerður var í Svíþjóð árið 2000 og Svíar kalla aðskilnað ríkis og kirkju,
Hjalti Hugason prófessor skrifar grein 14.7. sl. þar sem hann tekur ekki undir að kirkjan sé þegar í raun aðskilin frá ríkinu. Hjalti segir þó að:
... frá 1998 má segja að þessar tvær stofnanir séu að fullu aðgreindar stofnunarlega séð. Þjóðkirkjan er nú skilgreind sem sjálfstætt trúfélag og persóna að lögum með sjálfstæða eignhelgi. Þá hefur fjárhagsleg aðgreining ríkis og kirkju einnig átt sér stað miðað við það sem var ungann úr 20. öldinni. Sú aðgreining varð með samningi um afsal fornra kirkjueigna í hendur ríkisvaldsins gegn því að það standi skil á launagreiðslum tiltekins fjölda kirkjulegra starfsmanna að teknu tilliti til fjölda þeirra sem í þjóðkirkjunni eru. Þetta þýðir ekki að aðskilnaður hafi orðið. Til þess að svo verði þarf ekki aðeins að fella niður 62. gr. stjórnarskrárinnar heldur og að nema úr gildi sérstök lög um þjóðkirkjuna og fella hugtakið þjóðkirkja almennt úr lögum.
Það er ósköp lítill blæbrigðamunur á skoðun Arnar Bárðar og Hjalta. Báðir telja þeir hálfgert formsatriði að aðskilja að fullu Þjóðkirkju frá ríki og minnast báðir á fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar, og samning kirkjunnar og ríkisins frá 1997 sem tryggði þetta sjálfstæði. Þennan samning segir Örn Bárður að sé samningur tveggja lögaðila sem hvorugur geti sagt upp einhliða. Sem sagt, samkvæmt Erni Bárði getur ríkið ekki sagt þessum samningi upp, nema með samþykki kirkjunnar, hún hafi þannig tryggt sitt fjárhagslega sjálfstæði um aldur og ævi!
Það er rétt að rýna betur í þennan merka samning. Hvert var andlag hans? Jú, eins og fram kemur að ofan voru kirkjujarðir færðar til eignar ríkisins, gegn því að ríkið skyldi standa straum af launakostnaði presta. Hversu mikil upphæð er það, sem ríkið greiðir samkvæmt þessum samningi á ári hverju? Samkvæmt fjárlögum eru það alls um 1.278 milljónir* (1,278 milljarður) sem renna úr ríkissjóði til Þjóðkirkjunnar (*sóknargjöld ekki meðtalin).
Kirkjujarðirnar sem runnu til ríkisins hljóta að vera mikils virði, til að standa undir árlegri arðgreiðslu upp á meira en milljarð. Hversu mikils voru þær metnar, árið 1997 þegar samningurinn var gerður?
Það var ekki skoðað.
Ótrúlegt? Svona var það nú samt. Þrír þingmenn, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir og Ögmundur Jónasson, lögðu fram breytingatillögu þess efnis að þingið skyldi binda þenna samning til 15 ára, meðal annars til að nota mætti þann tíma til að verðmeta þær eignir sem um var að ræða. En meirihluti þingmanna vildi ekki gera það.
Meira HÉR
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2011 | 22:10
Vantar í fréttina - tveggja mánaða eyðing!
Eyðing regnskóganna sexfaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2011 | 16:28
Ég styð Krossinn!
Ég styð trúarsöfnuðinn Krossinn, sem til skamms tíma var leiddur af karismatíska trúarleiðtoganum Gunnari Þorsteinssyni. Krossinn aðhyllist ítarlega trúarjátningu, sóknarbörnin eiga samkvæmt henni á að trúa á endurkomu Krists, þúsund ára ríkið, og svo heppilega vill til fyrir fjárhag safnaðarins að það er partur af trúarjátningunni að trúa því að tíund sé "áætlun Guðs til að mæta efnislegum þörfum safnaðarins."
Ég styð fleiri sértrúarsöfnuði, svo sem söfnuðinn "Catch the Fire", skammstafað CTF. ...
Framhald HÉR.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2011 | 19:30
Icesave umræðan með rósrauðum gleraugum
Bý ég í sama landi og þessi maður??
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði að sér hefði þótt þjóðfélagsumræðan í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin efnisríkari, málefnalegri og víðtækari en hann hefði séð áður.
Auðvitað féllu stór orð og mönnum var heitt í hamsi. En aldrei fyrr hefur jafnmikill fjöldi venjulegs fólks (...) komið fram á völlinn og skrifað alveg frábærar greinar," sagði Ólafur Ragnar.
Hann sagði að hingað til hefði slík umræða einskorðast við þá sem væru í pólitískri forustu í landinu. En umræðan nú sýndi gríðarlegt þroskamerki meðan þjóðarinnar og hún hefði dregið fram á völlinn stóran hóp af fólki, sem hefði haft mikil áhrif á umræðuna og skapað ný viðmið ...
Gríðarlegt þroskamerki í umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2011 | 18:49
Ólafur hagræðir sannleikanum
Það er alveg óþarfi fyrir okkur hér heima að tala þannig eins og við séum eitthvað samviskulaust sem ætlar ekki að borga neitt. Það er verið að borga út úr þrotabúi Landsbankans á næstu mánuðum líklega um 300 milljarða. sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti á blaðamannafundi á Bessastöðum síðdegis.
Ólafur sagðist einnig undraðist það mjög að staðreyndinni um að Ísland myndi borga þessa upphæð hafi ekki verið haldið á lofti í umræðunni í aðdraganda kosninganna.
Af hverju talar Ólafur þannig, eins og við - íslenska þjóðin - séum að borga, þegar kröfuhafar eru að fá tilbaka uppí kröfur sínar, úr þrotabúi bankans sem lagðist á hlið fyrir tveimur og hálfu ári? Eru þetta okkar peningar, sem "við" erum nú að fara að borga??
Er ekki réttara að segja, að fólk sé nú loks að fá tilbaka sína peninga?
Eða vill Ólafur endanlega þjófkenna alla þjóðina, og tala þannig eins og allir peningar fólks, sem soguðust inn í Landsbankann, séu "okkar" peningar, bara af því að meirihluti þjóðarinnar telur að við séum einráð um það hvernig megi ráðstafa þeim peningum?
Risavaxnar upphæðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 09:22
Upplýst lýðræði?
Hvernig væri, í komandi þjóðaratkvæðagreiðslum um svona flókin mál, að á kjöseðlinum væri höfð með ein eða fleiri einfaldar spurningar, til að kanna hvort kjósandinn skilji málið sem um er kosið.
Ein spurning á kjörseðlinum í gær hefði geta verið:
Veist þú hvernig Íslendingar tryggðu íslenskar innstæður 100% þegar Landsbankinn féll?
a) Þær voru tryggðar af því Geir Haarde sagði það.
b) Þær voru ekki tryggðar, það stendur ekki í Neyðarlögunum.
c) Þær voru tryggðar með skattpeningum úr ríkssjóði.
d) Þær voru tryggðar með því að færa peningalegar eignir út úr þrotabúi gamla Landsbankans yfir í nýja Landsbankann.
Aðeins þeir kjörseðlar sem gæfu rétt svar væru teknir gildir. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti þeirra sem svöruðu Nei í gær hafi ekki skilið ýmis grundvallaratriði málsins.
PS Rétt svar er (d), innistæður Íslendinga voru tryggðar, með því að eignir voru teknar úr þrotabúinu til að dekka innistæðurnar. Sem þýðir að það er minna til skiptanna fyrir aðra kröfuhafa, svo sem Icesave innistæðueigendur.
Til hamingju með sigurinn, Davíð Oddsson!
Afgerandi nei við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2011 | 09:38
Lagalegu rökin eru alls ekki öll okkar megin!
"Okkur ber engin lagaskylda til að borga"
segja Advice.
Þetta er óskhyggja. Það eru alls ekki öll lögfræðileg rök í þessu máli okkar megin. Fullyrðing Advice manna byggir á lögfræðilegri túlkun, túlkun þar sem horft er fram hjá ýmsum mikilvægum atriðum.
Allt eins má segja:
Okkur ber lagaleg skyld til að borga
Sú fullyrðing er alveg jafn "rétt".
Svokölluð dómstólaleið er feigðarflan og margra ára ganga í kviksyndi. Innistæðueigendum var mismunað við stofnun Nýja Landsbankans. Það vita Advice menn, þó þeir láti eins og það skipti ekki máli. Íslenskar innstæður í Landsbankanum voru ekki tryggðar með skattpeningum, eins og Frosti Sigurjónsson ranglega sagði í Sjónvarpinu í gærkvöldi, heldur voru eignir færðar (með ríflegum afslætti) úr gamla bankanum í þann nýja til að dekka okkar innistæður.
Af þessum ástæðum er mín bjargfasta trú að um þetta mál skuli semja.
Sá samningur sem nú liggur fyrir er vel ásættanlegur og dreifir ábyrgð og kostnaði vegna innistæðna þeirra bresku og hollensku sparifjáreigenda, sem trúðu íslenskum banka fyrir peningum sínum.
Segjum JÁ.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2011 | 09:19
NEI þýðir að Ísland verður fátækara
Hvað þýðir það ef NEI verður ofan á?
Ísland verður fátækara. Og leiðinlegra. Og einangraðra.
Við munum eyða dýrmætri orku í þetta mál næstu árin, orku sem gæti nýst í uppbyggingu og framfarir.
Það verður líklegra en ella, að fyrirtæki eins og Orkuveita Reykjavíkur tapist í hendur erlendra lánadrottna.
Ef NEI verður ofan á, þýðir það að meirihluti landsmanna hefur ekki skilið hvernig Nýi Landsbankinn var búinn til úr þeim gamla, hvernig innistæður Íslendinga voru teknar út úr þrotabúinu (ekki úr ríkissjóði!) þrotabúi sem sumir vilja svo láta Bretum og Hollendingum eftir, þegar við erum búin að taka það sem okkur hentar.
Nei þýðir stöðnun.
Nei þýðir að hér ríkir stjórnlagakreppa, Ísland er land sem ekki er hægt að semja við, því enginn veit hver ræður. Ekki er hægt að treysta loforðum og samþykktum lýðræðislega kjörins meirihluta Alþingis.
Nei þýðir afturför.
Ég segi JÁ - fyrir framtíðina. Fyrir Ísland. Fyrir samvinnu þjóða.
3.4.2011 | 22:33
Brynjar Níelsson með klén rök til að réttlæta mismunun
... jafnvel þótt einhvers konar óbein mismunun teldist hafa átt sér stað þá verður hún réttlætt með því neyðarástandi sem brugðist var við.
Vissulega réttlætti hætta á neyðarástandi í byrjun október 2008 róttækar aðgerðir. En réttlætir sú hætta sem þá var var talin fyrir hendi, að mismunun sé enn réttlætanleg og skuli staðfest, 9. apríl 2011, þegar hættuástandið frá því í október 2008 er löngu liðið??
Meira hér: Hraðbankavörnin: NEI-lögfræðingar viðurkenna mismunun