"Deilt um hvað skyldi kalla trúboð"

Það er vissulega deilt um það, hvað skuli kalla trúboð. Ég og fleiri köllum það trúboð þegar prestar heimsækja leikskóla mánaðarlega og segja frá Jesú og kenna börnum að syngja sálma og biðja bænir. Man eftir baksíðumynd aftan á Mogga fyrir fáeinum misserum þar sem 3-5 ára leikskólabörn sátu með spenntar greipar og lokuð augu og báðu ákaft. Í opinberum leikskóla. Það er líka trúboð þegar félagasamtök fá að koma í tíma og dreifa biblíum, eða þegar allir skólabekkir fara í jólamessu á skólatíma, nema foreldrar sæki sérstaklega um leyfi.

Samt hef ég ekki séð einn einasta prest viðurkenna að trúboð sé stundað í leik- og grunnskólum.

Bloggpresturinn Þórhallur Heimsson sagði meðal annars þetta um málið:

Þetta er nú orðið dulítið þreytandi þegar endurtaka þarf allt 100 sinnum.

Trúboð er ekki stundað í skólum Valgerður.

Enginn vill trúboð í skólum.

Ég spurði hann kurteislega hvort hann undanskyldi leikskóla, eða hvort formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara færi með staðlausa stafi þegar hún sagði í viðtali "þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað".Ég ítrekaði líka spurningu til Þórhalls sem hann hafði ekki gefið sér tíma til að svara, hvort honum finndist að ég mætti predika mínar skoðanir um trúmál í leikskóla barna hans.

En séra Þórhallur heimilaði ekki birtingu athugasemdarinnar. 

 

 


mbl.is Áfram samstarf kirkju og skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðing

Ég á þó nokkra trúrækna vini og kunningja, fólk sem starfar í kirkjum, sem organistar, í kirkjukór, í sóknarnefndum og æskulýðsstarfi. Ég kynntist líka í námi mínu í Bandaríkjunum góðum vinum og vinnufélögum sem sóttu kirkju flesta sunnudaga. Ég ber virðingu fyrir trúarlegum gildum alls þessa góða fólks. Trúarleg viðhorf og gildi getur verið erfitt að skýra eða skilgreina, en þau geta skipt okkur miklu máli. Þau eru persónuleg, eitthvað sem við eigum ekkert að þurfa að flíka, frekar en við kjósum.

Þú verður að passa að stuða ekki fólk með þessu trúartali“, sagði trúnaðarvinur við mig. Ég vona svo sannarlega að ég hafi ekki gert það, með pistlum hér, eða kommentum og gagnrýni á Þjóðkirkju og þjóna hennar annars staðar. Það er mér ekkert gamanmál að opinbera mig með þessum hætti, mínar skoðanir og lífsviðhorf um viðkvæm mál. En í mínum huga snýst umræðan um virðingu. Ég fer einungis fram á að mínum grundvallarlífsviðhorfum sé sýnd sama virðing og ég sýni slíkum viðhorfum annarra. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra” sagði vitur og góður maður.

Meira HÉR


Á meirihlutinn alltaf að ráða?

Í einbýlishúsahverfinu Arnarnesi í ímyndaða svefnbænum Arfabæ býr gott og fallegt fólk í glæsilegum húsum. Um 78% íbúa í Arnarnesi eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Það er með öðrum orðum “norm” á Arnarnesi í Arfabæ að vera í Sjálfstæðisflokknum og styðja hann.

Fyrir því er löng hefð að skrifstofustjóri hverfafélags flokksins komi í skólann og sinni kennslu í samfélagsfræði. Í þeirri kennslu er stefnu Sjálfstæðisflokksins hampað og saga helstu máttarstólpa hans sögð í fögru ljósi. Nemendur fá myndir, svipaðar fótboltaspjöldum, af þeim Ólafi Thors, Bjarna Ben og Jóni Þorlákssyni. Yngri bekkirnir lita myndir af Perlunni, Viðeyjarstofu og Þingvöllum sem kynntir eru sem helgir staðir og þeim er kennt að traust og gott siðferði Arfbæinga, og í raun allt gott siðferði, sé sprottið frá Sjálfstæðisflokknum.

Meira HÉR


Já takk, kannski!

kannski.jpg

Verið að færa til fyrra horfs

Það mætti koma fram í fréttinni að með þessari launabreytingu e verið að færa laun fyrstu varaborgarfulltrúa til fyrra horfs, svo það er hálfskrýtið að fyrrverandi borgarstjóri skuli vera svo mótfallinn þessu. Fyrstu varamenn hvers lista voru einmitt með 70% af launum fastafulltrúa þar til um síðustu áramót, en fengu í staðinn ekki aukalega grett fyrir nefndarsetu, sjá þessar t.d. þessar frétt frá 7. jan. 2010Greiðslur til borgafulltrúa lækkaðar

og þessa frétt frá 12. nóv. 2009: Margsamsett laun borgarfulltrúa.


mbl.is Fimm milljónir í vasa varaborgarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpisk hegðun stjórnmálamanns?

Á visir.is er haft eftir Sigmundi Davíð:
Vextir voru alltaf vandamálið. Nú höfum við ekki verið að greiða vextina í tvö ár og því sparað um 70 milljarða,

Nú er það svo að samkvæmt Icesave lánasamningnum, (bæði I og II) áttu vextir ekki að greiðast fyrr en eftir á. Og þó svo samningar hafi dragist á langinn er furðulegt að túlka það sem svo að gagnaðili sé þar með búinn að samþykkja að sleppa vöxtum síðustu tvö ár, hvað svo sem um semst á endanum.

Þetta veit auðvitað Sigmundur Davíð. Hann gjörþekkir málið, maðurinn er starfandi Alþingismaður. Spurning af hverju hann segir ósatt, til að slá ryki í augu almennings?

Ósköp finnst mér dapurlegt þegar stjórnmálamenn vísvitandi fara með rangt mál og ljúga að almenningi, til að upphefja sjálfa sig og ná lýðhylli.


Ósamkvæmni NEI-sinna í Icesave máli

Af hverju heyri ég engan kyrja rulluna "Almenningur á ekki að borga skuldir einkabanka" í sambandi við innlán Íslendinga í hinum gjaldþrota gamla Landsbanka?

Þau innlán eru jú alveg jafnmiklar skuldir einkabanka.

Ég átti ekki krónu í Landsbankanum. Samt tryggir ríkið 100% innstæður annarra, með mínum skattgreiðslum.

Þetta minnast NEI-sinnar aldrei á.

Punkturinn minn er sá að að röksemdin um að Icesave "komi okkur ekki við" af því um sé að ræða einkafyrirtæki er ótæk, ein og sér. Banki sem varðveitir sparifé fjölda fólks og jafnvel aleigu er alls ekki sambærilegt fyrirtæki og tískubúð, heildsala eða hvert annað einkafyrirtæki.

Þess vegna er sorglegt að Ólafur Ragnar Grímsson kyrji þessar of-einfölduðu grunnhyggnu röksemdir úti í heimi, án þess að minnast einu orði á að málið á sér svo sannarlega fleiri hliðar. Slíkt leyfi ég mér að kalla lýðskrum. En hann þarf heldur ekkert að hugsa um þær hliðar, hann þarf ekki að bera ábyrgð á því að leysa málið


Brýtur Ólafur stjórnarskrá?

Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og skýrri stjórnskipun felur Forseti Íslands ráðherrum vald sitt. Forsetinn er þjóðhöfðingi með afar takmarkað pólitískt vald.

Milliríkjasamningar og pólitískar deilur eru klárlega á forræði ríkisstjórnar og ráðherra. Nú fer Ólafur út um víðan völl með pólitískar yfirlýsingar um mál sem er viðkvæmt og erfitt og samningar standa yfir um.

Eru yfirlýsingar Forseta í samræmi við stefnu ríkisstjórnar landsins? Hefur hann borið ummæli sín undir þann ráðherra sem ber ábyrgð á samningum um Icesave?

Er Ólafur að tala í umboði íslenskra stjórnvalda? Eða er hann talsmaður "þjóðarinnar" en án nokkurs sambands við þau stjórnvöld sem stjórna landinu eða umboðs frá þeim?

Hvað finndist okkur ef Karl Bretaprins eða Beatrix Hollandsdrottning væri að tjá sig um þessa deilu við Íslendinga, eða önnur viðkvæm milliríkjapólitísk mál í sínum löndum, án nokkurs samráðs við ríkisstjórnir sinna landa?


mbl.is Ósanngjarnar kröfur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjur af mannréttindum

Margir hafa áhyggjur af mannréttindum sakborninga í helsta dómsmáli hrunsins, og óttast að verið sé að lögsækja hóp fólks á pólitískum forsendum og mörgum þykja ákærur vafasamar. Kært er á grundvelli laga sem ekki hefur áður reynt á og hörð lágmarksrefsing fylgir ef kveðin verður upp sekt. Hér á ég að sjáfsögðu við málssóknina gegn nímenningunum svokölluðu, sem ákærð eru fyrir að hafa ráðist gegn Alþingi.

Nú er nýtt hrun-mál í uppsiglingu, hugsanleg ákæra Alþingis sjálfs á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum, og réttarhöld fyrir Landsdómi, ef ákærur verða samþykktar af Alþingi.

Margir hafa líka af því áhyggjur í þessu máli, að fyllstu mannréttinda sé alls ekki gætt.Athyglisvert samt, að það virðist alls ekki sama fólkið sem hefur áhyggjur af mannréttindum nímenninganna og fjórmenninganna.


Blekkjandi orðalag á eyðublaði Þjóðskrár

Á eyðublaði til að breyta trúfélagsskráningu stendur þetta:

 

Hvert renna sóknargjöld?

Þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög samkvæmt lögum um trúfélög skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti álögðum samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt. Þessi fjárhæð - sóknargjald - reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára 31. desember árið áður en gjaldár hefst.

Gjaldið miðast við skráningu í þjóðskrá 1. desember árið áður en gjaldár hefst og skiptist þannig:

1. Gjald einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir.

2. Gjald einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi, rennur til hlutaðeigandi trúfélags.

3. Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, hefur verið afnumið.

 

Nú spyr ég lesendur: Hvað haldið þið að orðalag í 3. lið þýði? 

Lesið þetta hægt og rólega yfir, ég bíð með að skrifa á meðan.

...

Búin að lesa aftur?

Lítum fyrst á fyrstu tvo liðina: Þar er talað mjög skýrt um að gjald einstaklings, renni til trúfélags hans. Sem sagt, yfirvaldið, sem býr til þennan texta, lítur svo á að þetta sé tiltekið gjald - hluti af tekjuskatti - eyrnamerkt trúfélagi sérhvers einstaklings.

Svo kemur að þriðja liðnum, þar sem sagt er að þetta eyrnamerkta trúfélagsgjald hvers einstaklings hefur verið "afnumið" fyrir þá einstaklinga sem ekki eru í neinu trúfélagi. "Meikar sens", eins og sagt er, til hvers að rukka einstaklinga um félagsgjald í trúfélag, sem ekki eru í neinu trúfélagi?

En viti menn, haldi nú einhver að þetta þýði að viðkomandi einstaklingar þurfi ekki að greiða þetta gjald, er það regin-misskilningur!

Takið eftir, enginn er rukkaður um þetta gjald, þetta er jú bara "hlutdeild" í tekjuskatti. Og raunar grunar mig sterklega að trúfélög fái þetta gjald greitt úr ríkissjóði fyrir sérhvern skráðan félaga, óháð því hvort hann eða hún raunverulega greiði nokkurn tekjuskatt.

Þegar sagt er að gjald trúfélagslausra hefur verið "afnumið", er átt við að búið er að afnema það fyrirkomulag að greiða sóknargjald trúfélagslausra til Háskóla Íslands, eins og var til miðs árs 2009. Og hvað verður þá um það? Jú, það situr eftir í Ríkissjóði.

Sem sagt, ríkið innheimtir félagsgjald, eyrnamerkt trúfélögum, en heldur því eftir, fyrir þá sem ekki eru skráðir í neitt trúfélag.

Af hverju þora yfirvöld ekki að segja þetta á eyðublaði Þjóðskrár?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband