Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjálfstæðismenn fara illa með opinbert fé

Launakjör bæjarstjórans í Kópavogi eru skýrt dæmi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með opinbert fé. Kjósum flokka sem bera meiri virðingu fyrir sköttunum sem við greiðum.


mbl.is Segir laun Ármanns óhófleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fólkið hefur valið bílinn"

Þegar heimilis-ruslatunnur fyrst komu til sögunnar þóttu þær mikið þarfaþing og merki um siðmenningu og nútímaþægindi. Allt drasl sem féll til á heimilinu fór beint út í tunnu og þurfti svo ekkert að hugsa meira um það. Það "hvarf" strax úr huga þess sem henti. Eini vandinn var ef tunnan fylltist yfir jólin. Í fínum sérhæðum og einbýlishúsum byggðum svona 1955-65 voru settar ruslalúgur upp á vegg í eldhúsinu og varð enn auðveldara að fleygja ruslinu, opna - henda - loka - farið!

Ruslatunnur voru við hvert einasta heimili og enginn velti vöngum yfir þeim eða efaðist um réttmæti þeirra. Sumir gætu sagt að neytendur höfðu valið ruslatunnuna.

En í aðeins víðara samhengi var það auðvitað ekki svo að ruslið væri algjörlega horfið um leið og lúgunni var lokað. Því var ekið á ruslahauga þar sem öllu ægði saman, óflokkuðu heimilis- og iðnaðarsorpi, þessu var ýtt í hrauka eða reynt að grafa ofan i dældir og eftir fáeina áratugi þurfti svo að finna nýtt haugstæði.

Með vaxandi velmegun stórjókst ruslamagnið. En samfélagið varð smám saman meðvitaðra, en samt 20 árum seinna en á meginlandi Evrópu,  um að það væri beinlínis óábyrgt og skaðlegt umhverfinu, að fleygja hverju sem er í tunnuna og bara ætlast svo til að einhver annar sæi um restina. Enn hendum við þó mörg hver eins og enginn sé morgundagurinn.

Margir reyna þó að lágmarka það sem fer í tunnuna og flokka það sem hægt er að endurvinna með einhverjum hætti. Enn fellur samt til gríðarlegt magn af rusli, sem hér á höfuðborgarsvæðinu er komið fyrir á Álfsnesi, en þar mun allt fyllast innan ekkert mjög margra ára. (Að grafa rusl með þessum hætti er víða búið að banna, í löndum sem við berum okkur saman við.)

Hvernig tengist þessi saga fólksbílum?

Jú, ruslatunnur og ruslalúgur voru og eru mjög þægilegar í daglegu lífi en það er beinlínis óábyrgt að hrúga bara í tunnuna rusli ÁN ÞESS að hugsa aðeins í víðara samhengi hvaða afleiðingar það hefur.

Alveg það sama gildir um einkabílinn. Bíllinn er hið mesta þarfaþing. Ég á einn slíkan og nota flesta daga. En að stoppa bara þar og hugsa ekkert lengra, að segja að fólk hafi "valið bílinn" og ÞESS VEGNA eigi samfélagið að gjöra svo vel og aðlaga sig að því með öllu móti, er einfeldningslegt viðhorf, bara hálf hugsun. Við getum ekki bara hugsað um hvað sé þægilegt fyrir okkur sjálf. Við eigum og verðum að huga um hvaða áhrif á AÐRA - á samfélagið og umhverfið - val okkar sem einstaklinga hefur.

  

sorp

Sorpfjallið í Álfsnesi


Með lengstu handleggi í heimi

„Við erum í sjokki hérna í hús­inu,“ seg­ir Ingrid Backm­an Björns­dótt­ir, íbúi í fjöl­býl­is­húsi fyr­ir eldri borg­ara á Skúla­götu 20 í Reykja­vík.

Reykja­vík­ur­borg er með áform uppi um að byggja átta hæða fjöl­býl­is­hús við hlið húss­ins á Skúla­götu 20, svo ná­lægt vest­urgafli þess að Ingrid seg­ist nán­ast eiga eft­ir að geta snert það út um glugg­ann hjá sér.

Hér er mynd af fyrirhugaðri byggingu, ljósa byggingin fyrir miðri mynd. Húsið við Skúlagötu 20 er vinstra megin við það. (sjá http://reykjavik.is/skipulag-i-kynningu/frakkastigur-skulagata)

skulagata


mbl.is Dæmd til að búa í myrkri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Unga fólkið velji bíl­laus­an lífstíl.“

„Af­ten­posten ræðir við hægri­mann­inn Jens Lie sem seg­ir sí­fellt færri og færri borg­ar­búa eiga bíl og það sé staðreynd að ungt fólk tek­ur bíl­próf seinna en áður.

Því sjái hverf­is­ráð Frogner ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að fækka bíla­stæðum og koma þar á móts við hjól­reiðafólk líkt og ungt fólk vill. Unga fólkið velji bíl­laus­an lífstíl.“

Hvað Moggabloggarar athugið. Framtíðin er ekki í sífellt fleiri og fleiri bílum. Bílar eru vissulega gagnlegir, en þeir eru mengandi og rándýrir í innkaupumn og rekstri og plássfrekir í umhverfinu.

Vonandi tekst okkur að þróa samfélagið meira og meira í þá átt að fólk sé ekki eins háð bílum og verið hefur síðustu áratugi.


mbl.is Bílastæðin hopa fyrir stígum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar telur þrásetu í forsetaembætti ekki réttlætanlega

Í mjög mörgum ríkjum sem kjósa sér þjóðhöfðingja eru reglur um hámarkstíma sem sami einstaklingur getur gegnt embættinu. Þetta er almennt talið í anda lýðræðis og á að koma í veg fyrir að þjóðhöfðingjaembætti verði of nátengt einum tilteknum einstaklingi heldur skuli það vera í eðli slíks embættis að menn gegni því tímabundið. Tveggja kjörtímabila hámark Bandaríkjanna þekkja flestir, en líka í ríkjum nær okkur þar sem forsetaembætti eru líkari okkar eru slíkar reglur í gildi.  Þannig má sami maður sitja að hámarki tvö sex ára kjörtímabil í embætti Forseta Finnlands, alls 12 ár, og á Írlandi situr sami forseti að hámarki í tvö sjö ára kjörtímabil, eða 14 ár.

Þeir sem vilja skilja betur ástæður og sjónarmið að baki svona reglum geta lesið sig til í fræðibókum eða spurt þá sem þekkja vel til, eins og t.d. fræðimenn á sviði stjórnmálafræða.

Forseti Íslands sem jafnframt er virtur fræðimaður í stjórnmálafræði og var prófessor við Háskóla Íslands um tíma, var spurður árið 2011 í sjónvarpsþætti Egils Helgasonar, þegar hann átti rúmt ár eftir af sínu fjórða kjörtímabili, hvort hann myndi telja það í lagi eða eðlilegt að forseti sæti í fimm kjörtímabil.

Svar hans var eftirfarandi:

„Ja, ef að ég … þú spyrð mig svona akademískt þá myndi ég nú kannski segja að það væri ekki réttlætanlegt nema kannski við einhverjar mjög sérstakar aðstæður ...“

 

Þannig liggur það fyrir að stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson telur það ekki réttlætanlegt að sami einstaklingur sitji 20 ár í embætti forseta, nema kannski við einhverjar mjög sérstakar aðstæður. Fræðimaðurinn telur væntanlega enn síður réttlætanlegt að sami maðurinn sitji 24 eða 28 ár í embætti forseta, sem gæti hæglega gerst hér á landi.

Svo má velta því fyrir sér hvort hér ríki slíkar mjög sérstakar aðstæður akkúrat nú - og fyrir fjórum árum síðan - að víkja þurfi þeim sjónarmiðum til hliðar, sem Ólafur Ragnar Grímsson almennt aðhyllist. Ég tel fráleitt að svo sé.

 

 


Fórnfúsa fórnarlambið

„Ef Ólafur Ragnar nær endurkjöri sér hann fram á 24 ár í embætti. Hann var spurður að því í Morgunútvarpinu hvort það væri þráseta í embætti. „Auðvitað er það óheppilegt að ástandið sé þannig að sá [ég] sem kjörinn er til þessa embættis telji sig tilknúinn að gefa kost á sér í svo langan tíma og það er ekki heldur það sem við ætluðum okkur og það er ekki auðveld ákvörðun að snúa við á þeirri för í átt að frelsinu sem við vorum hér á undanförnum mánuðum og ákveða að gefa kost á sér og þar með að taka á sig skuldbindingar næstu árin og afsala sér því frelsi sem í því felst að bera ekki lengur þessa daglegu ábyrgð. Það er ekki vottur af einhverri viðleitni af minni hálfu til þess að vera með þrásetu af þessu tagi.“ “

 

http://www.ruv.is/frett/forseti-thurfi-ad-hafa-djupstaeda-thekkingu


Jón ver dóna

Í vikunni fjallaði Kastljós á RÚV um hatursfull og orðljót ummæli á netmiðlum. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga sem lent hafa í að fá yfir sig skæðadrífu af slíku og svo var hringt í tvo einstaklinga sem skrifað höfðu svona netdónakomment. Annar einstaklingurinn vildi alls ekki gangast við ummælunum, hinn gerði það en hún gat ekki svarað því hvort hún myndi vera tilbúin að segja orð sín augliti til auglitis við þann sem hún skrifaði um.

Sú sem mestu haturs- og ónotakommentin mátti þola af viðmælendum Kastljóss er Sema Erla Serdar, sem tekur virkan þátt í stjórnmálum og samfélagsumræðu og hefur m.a. skrifað og tjáð sig um fjölmenningu og fordóma. 

Velflestum sjónvarpsáhorfendum hefur vafalaust blöskrað dónaskapurinn, heiftin og illskan sem mátti sjá í kommentum sem rúlluðu yfir skjáinn. En ekki bloggaranum og lögmanninum Jón Magnússyni. Hann tekur upp hanskann fyrir netdónana og kallar ummæli þeirra meint hatursummæli. Fullyrðir svo að ógeðskomment séu bara viðbrögð þeirra „sem verði fyrir barðinu á hatursummælum Semu“. Jón tiltekur samt ekki eitt einasta dæmi sem stenst skoðun um eitthvað sem gæti mögulega kallast hatursummæli frá Semu Erlu. 

Ég sendi inn komment við pistil Jóns en hann er gunga og birtir ekki komment sem varpa skugga á hans auma málstað. Svona var komment mitt, þið getið dæmt um það hvort það sé ókurteist eða ómálefnalegt:

 

Þannig að þegar bandarískir hvalverndurnarsinnar hvetja neytendur vestra til að sniðganga íslenskar afurðir þá eru þeir í „hatursherferð“ gegn Íslendingum svipaðri og herferð nasista gegn gyðingum?  Eða þegar Vesturlönd, mörg hver, settu viðskiptabann á Apartheid-stjórn Suður-Afríku fyrir 30 árum þá var það líka hatursherferð í anda nasista? Það er jú það sem þú ert að segja, að sniðganga og viðskiptaþvinganir af slíkum toga séu „hatursheferðir“ í anda nasista. 

Þetta er hroðalegt bull í þér Jón.

Og ENGIN af þeim ummælum sem Kastljós birti sem beindust gegn Semu Erlu voru eitthvað sambærileg því sem þú vísar til af ummælum hennar. Sem  ÞÚ hikar ekki við að kalla hatursummæli.

Með von um að þessi athugasemd fái að birtast.

 

Mogginn sá svo ástæðu til að vekja sérstaka athygli á rasistasleikjuboðskap Jóns 'Ísland fyrir Íslendinga' Magnússonar á forsíðu mbl.is.

Af hverju er Jón svona viljugur að gerast talsmaður netdóna og rasista?  Kannski vonast hann eftir endurkomu í pólitík undir fána nýstofnaðs flokks, Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem virðist vera svar Íslands við vaxandi stuðningi við sambærilega flokka í Evrópu sem gera út á útlendingaótta og múslimaafóbíu. 

 

Capture-mbl

 

 


Engin 110 ára regla um Icesave skjöl

Frekar er nú klaufaleg tilraun Framsóknarflokksins til að tala um eitthvað annað en aflandsfélög og hagsmunaárekstur forsætisráðherra. Það gildir engin sérstök 110 ára regla um þau trúnaðarskjöl sem þingmenn hafa haft aðgang að og varða endurreisn bankanna. 

Svokölluð 110 ára regla var í upplýsingalögum, nánar tiltekið grein sem varðaði lög um Þjóðskjalasafn, en þau lög voru afnumin 2014 og í þeirra stað komu lög um  opinber skjalasöfn nr. 77/2014, samþykkt af núverandi meirihluta, m.a. Vigdísi Hauksdóttur.

Þar stendur í 29. gr.:

„Þegar sérstaklega stendur á getur opinbert skjalasafn ákveðið að synja um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða um almannahagsmuni er að ræða.“

Þarna hefur verið bætt inn klausu um „almannahagsmuni“. Hún er skýrð svo í skýringum með frumvarpi:

„Skjal sem varðar almannahagsmuni og getur talist vert að synja um aðgang að getur t.d. verið teikningar af húsum sem varða öryggi ríkisins (fangelsi, öryggisgeymslur o.s.frv.).“

Sem sagt, það er EKKERT sem gefur tilefni til að ætla að þessi skjöl sem Framsóknarlfokkurinn reynir nú að þyrla upp miklu moldviðri útaf verði leynileg í 110 ár. Og raunar virðast allir sammála um að aflétta leynd af sem flestum af þessum skjölum, svo fremi ekki sé verið að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti einstaklinga til friðhelgi einkalífs.


mbl.is „Bara yfirgengileg þvæla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóknargjöld eru ríkisstyrkur

Ef trú­fé­lagið Zú­ist­ar á Íslandi greiðir rík­is­styrk sinn út til fé­lags­manna sinna þurfa þeir að greiða tekju­skatt af fénu, að sögn rík­is­skatt­stjóra.

 

Sem sagt, ríkiskattstjóri staðfestir að sóknargjöld eru RÍKISSTYRKUR, ekki "félagsgjöld" sem ríkið innheimtir fyrir skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Réttara væri að kalla sóknargjöld sóknarstyrk.

 


mbl.is Greiða tekjuskatt af sóknargjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber EKKI tilbaka óeðlilegan þrýsting og afskipti ráðherra

Lögreglustjórinn ber ekki tilbaka meginefni fréttar DV, að ráðherrann var með mjög óeðlileg afskipti af rannsókn málsins og beitti lögreglustjórann þrýstingi, í rannsókn hans á lekanum úr ráðuneytinu. Hvort þetta hafi flýtt fyrir uppsögn lögreglstjórans eða ekki skiptir ekki höfuðmáli. Ráðherrann var að pönkast á sínum undirmanni þegar sá var að rannsaka hugsanleg lögbrot hennar.

 Það er algjörlega óverjandi og óásættanlegt. 

 


mbl.is Blæs á fréttaflutning DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband