Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Icesave - Þess vegna á að semja

Nokkur hundruð manns hafa lesið seinasta pistil minn og enn hefur enginn bent á nein rangindi eða misskilning. Ég hef tekið nokkurn þátt í umræðum á netinu og komið þessum sjónarmiðum og staðreyndum á framfæri annars staðar og fengið yfir þvílíka skæðadrífu af skömmum að ég hef sjálfur aldrei upplifað neitt þvílíkt. Bloggsamfélagið íslenska, a.m.k. afkiminn á blog.is, er ekkert að fara að taka uppá siðuðum umræðum þar sem hlustað er á mótrök og þau vegin og metin og svarað með rökum. Bjóst Forseti Íslands við því?

Ég er harðlega gagnrýndur fyrir að sýna engan skilning á neyðarétti þjóðarinnar. Ég skal fúslega útskýra af hverju ég tel ítrustu kröfur "Nei-sinna" ekki standast, og af hverju ég tel einsýnt að "dómstólaleið" sé röng leið.

Meira HÉR


mbl.is Áhættan af dómsmáli meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti Þórs Saari

Þingmaðurinn Þór Saari vill alls ekki semja um Icesave og segist í blaði dagsins vera ánægður með ákvörðun Forseta Íslands. Þetta er úr Fréttablaðinu:

“Við skulum ekki gleyma því að alveg frá fyrsta stigi málsins sagði Lee Buchheit að Íslendingar ættu ekki að borga þetta og þeir ættu ekkert að gera í málinu,” segir Þór. “Það ætti bara að leyfa Bretum og Hollendingum að fá það sem kemur út úr þrotabúinu. Ef þeir vilja svo fara í mál út af afganginum, þá verður það bara að koma í ljós.” Þór bendir á að verið sé að tala um þrotabú einkafyrirtækis sem verið sé að gera upp. “Að velta þessu yfir á íslenskan almenning er fáránlegur málflutningur. Það á að láta kyrrt liggja þar til það er búið að gera upp þrotabúið. Ef það er eitthvað sem stendur út af er hugsanlega hægt að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga um afganginn.”

Svo mörg voru þau orð. (Feitletranir eru mínar.) Látum liggja milli hluta að umræddur Lee Buchheit mælir nú eindregið með því að við samþykkjum fyrirliggjandi samning, og segist aldrei hafa mælt með “dómstólaleið”. Ég kýs að treysta betur orðum Buchheits sjálfs um það sem hann sjálfur hefur sagt.

Ég hygg að sjónarmið Þórs endurspegli vel skoðanir þeirra sem mest eru mótfallnir samkomulagi um Icesave. Það væri vissulega óskandi að málið væri svona, að við gætum bara látið Icesave eiga sig. Okkar ríki gætti hagsmuna okkar sparífjáreigenda og breska og hollenska ríkið hugsaði um sitt fólk. Útrætt mál. En gagnstætt Þór Saari þá held ég ekki að ríkisstjórn og 70% þingmanna vilji leggja þessar byrðar á íslenska þjóð af einhverri illsku ef það er alls ekki nauðsyn. Kannski Þór viti betur? Skoðum málið aðeins.

Meira HÉR


Til ykkar sem viljið hafna Icesave

Ég legg það til að þið takið upphæð sem samsvarar öllum þeim peningum sem þið áttuð í banka 6. okt 2008, á launareikningum, sparireikningum, fermingarpeninga barnanna og sparifé afa og ömmu, ásamt þeim launagreiðslum sem þið fenguð næstu mánuðina á eftir frá launagreiðendum ykkar sem gátu greitt laun vegna þess að þeirra peningainninstæður voru tryggðar, að þið takið þessa peninga og skilið þeim í þrotabú gömlu íslensku bankanna.

Svo gerið þið kröfur í íslenska innlánstryggingasjóðinn og eftir atvikum gömlu bankanna og farið í SÖMU RÖÐ og þið viljið að breskir og hollenskir viðskiptavinir Landsbankans skulu standa í, og þeirra ríkissstjórnir fyrir þeirra hönd.

Nema að að rök ykkar byggi fyrst og fremst á þjóðrembingi og að hver þjóð skuli fyrst og fremst hugsa um eigið rassgat og að við "eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna" - nema það sem þeir skulduðu okkur og vinum okkar og fjölskyldum. Við erum búin að greiða þær skuldir, við gerðum það strax.


Hvenær var það ljóst?

Atriði sem snúa að leynd kosninga komust þó lítið í umræðuna

En hefðu þessi atriði ekki átt að komast í umræðuna strax að loknum kosningum?

Forvitnilegt væri að vita hversu margar fréttir Morgunblaðið skrifaði um þessa ágalla sem sneru að leynd kosninganna, fyrir miðvikudaginn 26. janúar. Hversu mörg lesendabréf bárust blaðinu um þetta?

Kusu ekki fjömargir blaðamenn Moggans í kosningunum? Og dyggir lesendur blaðsins?  Ef "kosningaleynd var ekki tryggð" í reynd, hefði það ekki átt að vekja grunsemdir kjósenda og kalla á fjölmargar athugasemdir og umkvartanir?



mbl.is Fyrirkomulagið var ekki lýðum ljóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður eða mús?

Einar Kristinn Guðfinnsson, sem setið hefur samfellt á Alþingi í tvo áratugi tjáir sig um hina meintu árás á Alþingi 8. desember 2008, sem nímenningarnir eru ákærð fyrir. Einar segir þetta á bloggi sínu 21.1. sl. (feitletranir mínar):

[...] sjálfur varð ég rækilega var við þau miklu átök sem urðu í stigaganginum upp að þingpöllunum strax í kjölfarið. Veikburða hurð sem skilur að stigaganginn og ganginn fyrir framan þingsalinn, gekk sem í bylgjum og augljóst að þar tókst þingvörðunum og lögreglu að afstýra því að öskrandi hópur fólks ryddi sér leið inn í þingið.

Þetta fólk var greinilega ekki komið í friðsamlegum tilgangi. Ætlunin var bersýnilega að brjóta sér leið með illu inn í þingið. Herópin voru líka á þann veg, að það leyndi sér ekki að á þeim bæ var litið á það sem réttlætanlegt athæfi að koma þinginu frá með ofbeldi.

 

Meira HÉR


mbl.is Komið í veg fyrir að Alþingi yrði hertekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúi fávita

Ein er sú opinbera persóna íslensk sem vekur hjá mér ónotalegri gæsahúð en margar aðrar. Virðist að mestu óvitlaus, alla vega er maðurinn hæstaréttarlögmaður og hefur starfað heilmikið sem slíkur og ágætlega máli farinn, en popúlisti par excellence. Þetta er enginn annar en rasisma-daðrarinn, fyrrverandi þingmaðurinn, fyrrverandi “Frjálslyndi”, núverandi Sjálfstæðismaðurinn ...

Meira HÉR


Hvar eru "efnislegu svörin", Lilja?

Ég las yfirlýsingu Lilju Mósesd, Atla og Ásmundar Einars, sem þáu gáfu sér vegna hjásetunnar við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Fátt konkret kemur fram í henni sem snertir fjárlagagerðina, nema að þau telja að hugmyndir sínar hafi ekki fengist ræddar, um tekjuöflun og “róttæka endurskoðun á niðurskurði innan velferðarkerfisins” (minni niðurskurð). Einu raunverulegu hugmyndirnar um breytta tekjuöflun snúa að tillögum Lilju um samtíma skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar. Þessar hugmyndir komu þó fram fyrr eins og flestir muna, Sjálfstæðismenn lögðu þær til fyrir meira en ári. Ég vænti þess að stjórnvöld hafi skoðað þær þá. (Sakna þess þó að hafa aldrei séð greinargóða úttekt og útskýringu frá stjórnvöldum af hverju leiðin henti ekki. Það bara hlýtur að hafa verið gert fyrir ári. Eða hvað?  Sjálfur er ég á því að breyting í þessa veru sé líkast til alls ekki sniðug.)

Samflokksmaður þrenningarinnar, Árni Þór Sigurðsson, lagði fram ansi ítarlegt andsvar við yfirlýsingunni, þar sem hann gerir heiðarlega tilraun til að svara gagnrýni þremenningana málefnanlega.  Lilja svaraði  í fyrradag að orð hans kæmu sér “á óvart” en sagði jafnframt að þau myndu svara efnislegaá morgun“, þ.e. í gær, miðvikudag. Ég hef ekki séð þessi efnislegu svör enn.

Fjölmiðlar mættu ganga á eftir þeim.

Meira HÉR


mbl.is Lilja maður ársins á Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Julian Assange, kannski kvensamur en ekki nauðgari

Eins og fleiri hef ég veri gáttaður vegna fréttanna um ásakanir á hendur Julian Assange, stofnanda og helsta talsmanni Wikileaks, um nauðgun og önnur kynferðisbrot í Svíþjóð. Getur verið að þessi geðþekki og hugaði maður sé kynferðisbrotamaður? Eða er þetta allt plott CIA??

Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengi þá er hér stutta útgáfa þessa pistils:

  • Julian Assange er ekki nauðgari
  • CIA átti engan þátt í upphaflegum ásökunum um nauðgun og kynferðisbrot.

Fréttir af þessu máli hafa verið óljósar, enda hefur sænski saksóknarinn sem sækir málið lítið sem ekkert gefið upp og Assange sjálfur veit enn sáralítið fyrir nákvæmlega hvað hann er sakaður. Eftir nokkurt gúggl hef ég grafið upp eftirfarandi.

Meira HÉR


Icesave-NEI-sinnar opinbera torfkofastefnu

ÞEtta sagði einn NEI-loftbelgurinn í NEI-kórnum hér á mbl-blogginu:

Og hvað kæmi það okkur annars við þó Össur færi á hausinn?????  Megi skrattans fyrirækið fara á hausinn og sem allra fyrst, helst núna í nótt. 

Auðvitað þurfum við ekki fyrirtæki eins og Össur, til að lifa á sjálfsþurftarbúskap í torfkofum.

torfb%C3%A6r

Framtíðin?


Týpisk hegðun stjórnmálamanns?

Á visir.is er haft eftir Sigmundi Davíð:
Vextir voru alltaf vandamálið. Nú höfum við ekki verið að greiða vextina í tvö ár og því sparað um 70 milljarða,

Nú er það svo að samkvæmt Icesave lánasamningnum, (bæði I og II) áttu vextir ekki að greiðast fyrr en eftir á. Og þó svo samningar hafi dragist á langinn er furðulegt að túlka það sem svo að gagnaðili sé þar með búinn að samþykkja að sleppa vöxtum síðustu tvö ár, hvað svo sem um semst á endanum.

Þetta veit auðvitað Sigmundur Davíð. Hann gjörþekkir málið, maðurinn er starfandi Alþingismaður. Spurning af hverju hann segir ósatt, til að slá ryki í augu almennings?

Ósköp finnst mér dapurlegt þegar stjórnmálamenn vísvitandi fara með rangt mál og ljúga að almenningi, til að upphefja sjálfa sig og ná lýðhylli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband