Færsluflokkur: Evrópumál
23.2.2014 | 21:57
Yfir 10.000 undirskriftir á fyrsta degi!
Frábær árangur! Greinilegt að mjög mörgum finnst alltof mikill asi í stjórnvöldum og vilja alls ekki draga umsóknina endanlega tilbaka með formlegum hætti.
Ég vona að utanríkisráðherra, ríkisstjórnin og allir Alþingismenn hugsi sig vandlega um, áður en afdrífarík ákvörðun eru tekin sem við vitum ekki hvað þýðir en gæti bundið hendur þjóðarinnar um ókomna tíð.
Báðir stjórnarflokkar höfðu á orði fyrir og eftir kosningar að um þetta mál skyldi kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort aðildarviðræðum skyldi haldið áfram. Með boðuðu skrefi nú, formlegri afturköllun umsóknarinnar, virðist það loforð í uppnámi, enda væri þá ekki í höndum íslenskra stjórnvalda lengur hvort og hvenær sé hægt að taka upp þráðinn að nýju.
Ég tel sjálfur að réttara væri, í ljósi stefnu núverandi ríkisstjórnar, að boða formlegt viðræðuhlé gagnvart sambandinu, en ég sé alls ekki hvað er unnið með formlegri afturköllun umsóknarinnar. Mér finnst það svolítið eins og að gefa frá sér forkaupsrétt að húsi, af því bara, til að gefa eitthvert 'statement'.
Ég tek fram að ég er ekki talsmaður allra þeirra sem kvitta undir eða túlka skoðanir þeirra. En við sem skrifum undir erum sammála um þessa skýru og einföldu áskorun og viljum koma þeim skilaboðum til stjórnvalda.
Ég vona að sem flestir leggi nafn sitt við áskorunina. Þetta er söfnun af einföldustu gerð, enda er ég ekki tölvusérfræðingur, heldur bara venjulegur maður og vil leggja mitt af mörkum í umræðu og ákvarðanatöku sem snertir framtíð þjóðarinnar um ókomin ár. Ég er ekki flokksbundinn og hvorki heitur stuðningsmaður né andstæðingur ESB-aðildar
Ég vona að þetta verði skýr og ákveðin skilaboð til stjórnvalda um að taka ekki ákvarðanir sem binda hendur þjóðarinnar um ókomna tíð, að óþörfu.
Hér er slóðin:
http://www.petitions24.com/signatures/ekki_draga_umsoknina_tilbaka/
= = = = = = = = = = = = = = = =
Ég vil benda á að í gærkvöld fór af stað ÖNNUR undirskriftasöfnun, með mjög svipaðri áskorun, sem hafði verið í undirbúningi nú um helgina. Ég vil eindregið hvetja ykkur öll til að fara á þá slóð og setja nafn ykkar LÍKA þar, ef þið eruð sammála þeirri áskorun.Slóðin er: http://thjod.is/Sú söfnun er samkeyrð með þjóðskrá, þannig að kvittað er undir með því að slá inn kennitölu.
Aðstandendur þeirrar söfnunar hafa fleira fólk og fé til að kynna sína söfnun og fylgja henni á eftir og umgjörðin um söfnunina er enn traustari en ég get staðið fyrir. Þar er orðuð spurning sem lagt er til að greitt sé atkvæði um.
Söfnun mín er óháð öllum samtökum og ég er ekki "talsmaður" þeirra sem skrifað hafa undir. Ég sjálfur styð síðara framtakið á thjod.is, en ég mun áfram halda upphafssöfnuninni opinni, halda utan um undirskriftir og koma áskorun okkar til skila til stjórnvalda.
Undirskriftum safnað gegn afturköllun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 24.2.2014 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2014 | 08:29
SDG: "Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu"
Þetta sagði í frétt í maí 2013, skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn kynnti stjórnarsáttmála sinn, undir fyrirsögninni Þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram.
Aðildarviðræðum verður ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um Evrópusambandsmálin á blaðamannafundi um stjórnarsáttmálann sem nú fer fram á Laugarvatni.
Í millitíðinni verður gerð úttekt á stöðu viðræðnanna sem verður kynnt í þinginu sem mun svo taka ákvörðun um framhaldið.
Spurður hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um málið muni yfir höfuð fara fram segir Sigmundur svo vera.
Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður, segir Sigmundur. Það hefur mikil þróun átt sér stað á undanförnum árum og sambandið hefur gjörbreyst.
16.1.2014 | 09:20
Óttuðust neytendur írskt smjör?
Nei.
Neytendur óttuðust alls ekki írska smjörið. Umræðan var ekki um það. Mér vitanlega er Guðni Ágústsson, sérlegur lobbýisti íslenskra mjólkurframleiðenda (MS og tengdra félaga) eini maðurinn sem hefur haldið því fram að írska smjörið væri öðruvísi og verra en íslenskt smjör.
Írskt smjör þykir einstök gæðavara og er selt m.a. til Bandaríkjanna, enda bíta írskar kýr gras á eyjunni grænu, á meðan kynsystur þeirra vestanhafs fá kornfóður. Í sumum amerískum uppskriftum er sérstaklega tekið fram að nota skal "Irish Butter"!(Sjá m.a. umræðu hér.)
Íslenskum neytendum, og ekki síður fjölmiðlum, fannst forvitnilegt að MS ætlaði sér að lauma útlensku smjöri í sinn rjóma, þegar íslensk landbúnaðarpólitík hefur alla tíð gengið út á að ekki megi flytja inn mjólkurvörur svo sem smjör og mjólk, nema í algjörum undantekningum.
Það er sérstakt að það sé stundum í lagi að flytja inn útlenskt gæðasmjör, en að það sé í höndum MS að ákvarða það.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2013 | 13:41
SEX lönd utan ESB nota Evru sem gjaldmiðil
Það hefur almennt verið um það talað hér á landi að Ísland gæti ekki skipt út íslenskri krónu sem opinberum gjaldmiðli og tekið upp Evru í staðinn, sem opinberan gjaldmiðil, lögeyri Íslands.
Engu að síður þá eru sex sjálfstæð ríki sem eiga ekki aðild að Evrópusambandinu en nota Evru sem sinn gjaldmiðil.
Þetta eru ríkin:
- Andorra
- Kosóvó
- Mónakó
- San Marínó
- Svartfjallaland
- Vatíkanið
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2013 | 11:06
Ertu ekki Íslendingur?!
Fór að skokka í kvöld stuttan hring í Laugardalnum. Á göngustígnum austan við Grasagarðinn, nálægt Álfheimum, stöðvaði mig maður og spurði mig til vegar, en hann var að leita að Fram vellinum, með rúmlega hálffullt bjórglas í hendi og nokkur í maga, af fasi hans að dæma. Líklega hefur hann hitað upp fyrir leikinn í Ölveri í Glæsibæ.
Ég hugsaði með mér að það væri nú munur ef menn gætu hellt í sig öli við hlið vallarins eða á bar í stúkunni sjáfri, eins og fótboltafélögin vilja, þá þyrfti þessi maður ekki að ganga allan Laugardalinn á enda og eiga á hættu að týnast eða að skvettist úr glasinu.
Hann þakkaði mér kærlega fyrir leiðbeiningar en spurði svo nokkuð hvumsa, Af hverju ertu í svona bol? Er þetta ekki tyrkneskur bolur? Af hverju ertu í tyrkneskum bol? Ertu ekki Íslendingur, ha?
Jú mikið rétt, ég var með tyrkneska fánann á maganum. Keypti bolinn í Tyrklandsferð fyrir 6 árum og nota hann til að skokka í. Skemmtilega eldrauður og fáninn er myndrænn og flottur.
En ég var lagður af stað og svaraði ekki manninum. Hefði auðvitað getað sagt honum að ég væri hálfur Tyrki og hefði búið í Tyrklandi til 5 ára aldurs, eða að konan mín væri tyrknesk og börnin mín með tvöfalt ríkisfang.
En af hverju ætti ég svo sem að þurfa að réttlæta fyrir þessum manni í hvaða fatnaði ég hleyp?? Hvort sem ég er Tyrki eða ekki?
Öl er innri maður er sagt. Það er sannleikskorn í því. Menn eru hömlulausari, ófeimnari við að láta í ljós tilfinningar, skoðanir, og fordóma. Er sérstök þörf á að ýta undir það á knattspurnuleikjum?
Bolurinn sem stuðaði öl- og fótboltaunnandann.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2012 | 08:58
Ólafur, Þóra og stóra ESB-samsærið
Sú kenning lifir góðu lífi meðal að minnsta kosti lítils hóps harðra ESB-andstæðinga og stuðningsmanna Ólafs Ragnars að verði Þóra Arnórsdóttir kosinn forseti muni ríkisstjórn geta þröngvað Íslandi inn í Evrópusambandið gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Kenningin kann að hljóma fjarstæðukennd, en er einhvern veginn svona:
Eftir að aðildarviðræðum við ESB er lokið og samningur liggur fyrir er gert ráð fyrir að samningurinn verði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er í fullu samræmi við þingsályktunina sem meirihluti Alþingis samþykkti 2009 og fól ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ályktunin var svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.
Ótti þeirra vænisjúku er að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki bindandi og því geti meirihluti Alþingis sniðgengið hana og samþykkt samninginn, í trássi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Rökin eru þau að þjóðaratkvæðagreiðsla lögfesti ekki samninginn og að Alþingi þurfi að leiða hann í lög. Svo er jafnvel bent á að núverandi þingmeirihluti hafi ekki viljað samþykkja tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði bindandi. (Horft er framhjá því að sú tillaga fól í sér að breyta skyldi stjórnarskrá áður en þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin, og menn geta svo ímyndað sér hvort núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu vera fljótir til að samþykkja breytingar á stjórnarskrá - tillagan gekk þannig í raun ekki út á að tryggja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu yrði virt, heldur út á það að fresta því að meirihluti þjóðarinnar fengi að segja hug sinn um þetta mál.)
Síðasti hlekkurinn í þessari samsæriskenningu er sú að Þóra Arnórsdóttir myndi skilyrðislaust skrifa uppá þess háttar lög sem sniðgengju útkomu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, vilja meirihluta þjóðarinnar. Þar með hefðu landráðamennirnir í Samfylkingunni selt Ísland í hendur Brusselveldinu sem horfi löngunaraugum til okkar dýrmætu auðlinda. Til að þessi dómsdagsspá rætist ekki þurfi að tryggja að fulltrúi fólksins, hin fórnfúsa rödd þjóðarinnar, síðasta stoppistöðin (að eigin sögn), Ólafur Ragnar Grímsson, verði áfram forseti.
Það er hálf dapurlegt að vita til þess að hluti þjóðarinnar telji fulltrúa sína á Alþingi þannig innréttaða að þeir myndu sniðganga niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og leiða í lög samning sem hefði verið hafnað af meirihluta greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu, og að slík ákvörðun sem sneri lýðræðinu algjörlega á hvolf gæti yfir höfuð staðist.
Langsótt? Já Vænisjúkt? Já.
En hér kemur það virkilega dapurlega í þessari sögu. Sitjandi forseti Íslands tekur undir þessar vænisjúku samsæriskenningar og beinlínis elur á þeim. Forseti Íslands tortryggir Alþingi, fulltrúaþing Íslands og elur á samsæriskenningu sem beinlínis gerir ráð fyrir að Alþingi myndi hafa að engu lýðræði og vilja meirihluta þjóðarinnar, en setur sjálfan sig í annan og sérstakan gæðaflokk göfuglyndis og óeigingirni. Þetta kemur fram í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins, þar sem Ólafur Ragnar segir:
Síðan hefur verið mjög á reiki hvort sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem Alþingi myndi samþykkja varðandi Evrópusambandi yrði ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla eða hinn endanlegi dómur. Sumir hafa haldið því fram að eðli málsins samkvæmt yrði það að vera ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla og svo yrði að koma í ljós hvort Alþingi myndi fylgja henni.
HVERJIR hafa sagt þetta, Ólafur Ragnar? Stuðningsmenn þínir á Útvarpi Sögu? Eiríkur Stefánsson eða Páll Vilhjálmsson? Trúir ÞÚ þessu sjálfur, eða ert þú bara að höfða til þeirra sem þessu trúa?
Þetta er í raun með ólíkindum. Forsetinn elur á tortryggni og lepur upp vænisýkina beint af spjallvefjum og bloggsíðum, samsæriskenningarnar um að umheimurinn sitji í launsátri um okkur, og svikarar og landráðamenn bíði færis að framselja fullveldið og fjallkonuna. Ólafur lýsir algjöru vantrausti á Alþingi og ásakar ríkisstjórn um að vera reiðubúna til að þröngva landinu inn í Evrópusambandið gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Hann nærir átök, flokkadrætti, skotgrafnahernað og þann sundirlyndisfjanda sem hefur eitrað alltof mikið alla samfélagsumræðu síðustu misseri.
Allt til að ná endurkjöri.
Viljum við þannig forseta?
Í Guðanna bænum, skiptum um Forseta.
22.7.2011 | 15:07
Ögmundur er nú pínu popúlisti
... því ég tel víst að Ögmundur skilji alveg hvað stjórnlagaráð er að fara.
Ögmundur bendir á að samkvæmt tillögum ráðsins megi ekki greiða atkvæði um málefni sem tengjast skattamálefnum eða þjóðréttarskuldbindingum. Hvers vegna ekki?Var rangt að greiða atkvæði um Icesave?
JÁ - það var að mörgu leytirangt. Í huga mjög margra snerist Icesave þjóðaratkvæðagreiðslan um það hvort Íslendingar ættu "að borga" eða alls ekki.
En í raun og veru snerist hún um hvort leysa skyldi málið með þeim samningi sem lá fyrir eða láta gagnaðila í þessari deilu um það að knýja á um aðra úrlausn - og hafa málið óleyst í nokkur ár. Við Íslendingar ákveðum ekki EINHLIÐA hvernig túlka skuli EES-samninginn og Evróputilskipanir sem í gildi eru hér á landi.
Það er auðveldara fyrir okkur að umgangast aðrar þjóðir ef þær geta almennttreyst því að okkar kjörnu fulltrúar hafi umboð til að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar og leysa úr allrahanda úrlausnarefnum sem tengjast þegar gerðum samningum.
Annað dæmi:
Ef Íslendingar og Norðmenn standa í harðvítugri deilu um makrílkvóta vegna þess að menn greinir á um hvernig túlka beri samninga þjóðanna á milli, er varla gæfulegt að Íslendingar greiði um það atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvernig túlka eigi samninginn á milli ríkjanna og hversu stóran kvóta Íslandi skuli fá úr sameiginlegum stofni.
Skilur Ögmundur það?
Þjóðin hefði ekki fengið að kjósa um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.4.2011 | 09:38
Lagalegu rökin eru alls ekki öll okkar megin!
"Okkur ber engin lagaskylda til að borga"
segja Advice.
Þetta er óskhyggja. Það eru alls ekki öll lögfræðileg rök í þessu máli okkar megin. Fullyrðing Advice manna byggir á lögfræðilegri túlkun, túlkun þar sem horft er fram hjá ýmsum mikilvægum atriðum.
Allt eins má segja:
Okkur ber lagaleg skyld til að borga
Sú fullyrðing er alveg jafn "rétt".
Svokölluð dómstólaleið er feigðarflan og margra ára ganga í kviksyndi. Innistæðueigendum var mismunað við stofnun Nýja Landsbankans. Það vita Advice menn, þó þeir láti eins og það skipti ekki máli. Íslenskar innstæður í Landsbankanum voru ekki tryggðar með skattpeningum, eins og Frosti Sigurjónsson ranglega sagði í Sjónvarpinu í gærkvöldi, heldur voru eignir færðar (með ríflegum afslætti) úr gamla bankanum í þann nýja til að dekka okkar innistæður.
Af þessum ástæðum er mín bjargfasta trú að um þetta mál skuli semja.
Sá samningur sem nú liggur fyrir er vel ásættanlegur og dreifir ábyrgð og kostnaði vegna innistæðna þeirra bresku og hollensku sparifjáreigenda, sem trúðu íslenskum banka fyrir peningum sínum.
Segjum JÁ.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2011 | 09:19
NEI þýðir að Ísland verður fátækara
Hvað þýðir það ef NEI verður ofan á?
Ísland verður fátækara. Og leiðinlegra. Og einangraðra.
Við munum eyða dýrmætri orku í þetta mál næstu árin, orku sem gæti nýst í uppbyggingu og framfarir.
Það verður líklegra en ella, að fyrirtæki eins og Orkuveita Reykjavíkur tapist í hendur erlendra lánadrottna.
Ef NEI verður ofan á, þýðir það að meirihluti landsmanna hefur ekki skilið hvernig Nýi Landsbankinn var búinn til úr þeim gamla, hvernig innistæður Íslendinga voru teknar út úr þrotabúinu (ekki úr ríkissjóði!) þrotabúi sem sumir vilja svo láta Bretum og Hollendingum eftir, þegar við erum búin að taka það sem okkur hentar.
Nei þýðir stöðnun.
Nei þýðir að hér ríkir stjórnlagakreppa, Ísland er land sem ekki er hægt að semja við, því enginn veit hver ræður. Ekki er hægt að treysta loforðum og samþykktum lýðræðislega kjörins meirihluta Alþingis.
Nei þýðir afturför.
Ég segi JÁ - fyrir framtíðina. Fyrir Ísland. Fyrir samvinnu þjóða.
3.4.2011 | 22:33
Brynjar Níelsson með klén rök til að réttlæta mismunun
... jafnvel þótt einhvers konar óbein mismunun teldist hafa átt sér stað þá verður hún réttlætt með því neyðarástandi sem brugðist var við.
Vissulega réttlætti hætta á neyðarástandi í byrjun október 2008 róttækar aðgerðir. En réttlætir sú hætta sem þá var var talin fyrir hendi, að mismunun sé enn réttlætanleg og skuli staðfest, 9. apríl 2011, þegar hættuástandið frá því í október 2008 er löngu liðið??
Meira hér: Hraðbankavörnin: NEI-lögfræðingar viðurkenna mismunun