Færsluflokkur: Evrópumál

Segja 70% óákveðinna 'Nei' ?

Af þeim sem afstöðu taka segja 42,6% Já en 33,9% Nei.

Til að Nei-ið fái fleiri atkvæði miðað við að þeir sem afstöðu taki mæti á kjörstað og skipti ekki um skoðun, þyrfti Nei-ið að hljóta 70% atkvæða þeirra sem nú eru óákveðin.

Svo þetta lítur vel út fyrir Já-sinna.


mbl.is 42,6% styðja Icesave en tæpur fjórðungur er óákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð meðal þjóða

ja_logo_1071983.jpg

 

Meira HÉR


Icesave - Þess vegna á að semja

Nokkur hundruð manns hafa lesið seinasta pistil minn og enn hefur enginn bent á nein rangindi eða misskilning. Ég hef tekið nokkurn þátt í umræðum á netinu og komið þessum sjónarmiðum og staðreyndum á framfæri annars staðar og fengið yfir þvílíka skæðadrífu af skömmum að ég hef sjálfur aldrei upplifað neitt þvílíkt. Bloggsamfélagið íslenska, a.m.k. afkiminn á blog.is, er ekkert að fara að taka uppá siðuðum umræðum þar sem hlustað er á mótrök og þau vegin og metin og svarað með rökum. Bjóst Forseti Íslands við því?

Ég er harðlega gagnrýndur fyrir að sýna engan skilning á neyðarétti þjóðarinnar. Ég skal fúslega útskýra af hverju ég tel ítrustu kröfur "Nei-sinna" ekki standast, og af hverju ég tel einsýnt að "dómstólaleið" sé röng leið.

Meira HÉR


mbl.is Áhættan af dómsmáli meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti Þórs Saari

Þingmaðurinn Þór Saari vill alls ekki semja um Icesave og segist í blaði dagsins vera ánægður með ákvörðun Forseta Íslands. Þetta er úr Fréttablaðinu:

“Við skulum ekki gleyma því að alveg frá fyrsta stigi málsins sagði Lee Buchheit að Íslendingar ættu ekki að borga þetta og þeir ættu ekkert að gera í málinu,” segir Þór. “Það ætti bara að leyfa Bretum og Hollendingum að fá það sem kemur út úr þrotabúinu. Ef þeir vilja svo fara í mál út af afganginum, þá verður það bara að koma í ljós.” Þór bendir á að verið sé að tala um þrotabú einkafyrirtækis sem verið sé að gera upp. “Að velta þessu yfir á íslenskan almenning er fáránlegur málflutningur. Það á að láta kyrrt liggja þar til það er búið að gera upp þrotabúið. Ef það er eitthvað sem stendur út af er hugsanlega hægt að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga um afganginn.”

Svo mörg voru þau orð. (Feitletranir eru mínar.) Látum liggja milli hluta að umræddur Lee Buchheit mælir nú eindregið með því að við samþykkjum fyrirliggjandi samning, og segist aldrei hafa mælt með “dómstólaleið”. Ég kýs að treysta betur orðum Buchheits sjálfs um það sem hann sjálfur hefur sagt.

Ég hygg að sjónarmið Þórs endurspegli vel skoðanir þeirra sem mest eru mótfallnir samkomulagi um Icesave. Það væri vissulega óskandi að málið væri svona, að við gætum bara látið Icesave eiga sig. Okkar ríki gætti hagsmuna okkar sparífjáreigenda og breska og hollenska ríkið hugsaði um sitt fólk. Útrætt mál. En gagnstætt Þór Saari þá held ég ekki að ríkisstjórn og 70% þingmanna vilji leggja þessar byrðar á íslenska þjóð af einhverri illsku ef það er alls ekki nauðsyn. Kannski Þór viti betur? Skoðum málið aðeins.

Meira HÉR


Til ykkar sem viljið hafna Icesave

Ég legg það til að þið takið upphæð sem samsvarar öllum þeim peningum sem þið áttuð í banka 6. okt 2008, á launareikningum, sparireikningum, fermingarpeninga barnanna og sparifé afa og ömmu, ásamt þeim launagreiðslum sem þið fenguð næstu mánuðina á eftir frá launagreiðendum ykkar sem gátu greitt laun vegna þess að þeirra peningainninstæður voru tryggðar, að þið takið þessa peninga og skilið þeim í þrotabú gömlu íslensku bankanna.

Svo gerið þið kröfur í íslenska innlánstryggingasjóðinn og eftir atvikum gömlu bankanna og farið í SÖMU RÖÐ og þið viljið að breskir og hollenskir viðskiptavinir Landsbankans skulu standa í, og þeirra ríkissstjórnir fyrir þeirra hönd.

Nema að að rök ykkar byggi fyrst og fremst á þjóðrembingi og að hver þjóð skuli fyrst og fremst hugsa um eigið rassgat og að við "eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna" - nema það sem þeir skulduðu okkur og vinum okkar og fjölskyldum. Við erum búin að greiða þær skuldir, við gerðum það strax.


Icesave-NEI-sinnar opinbera torfkofastefnu

ÞEtta sagði einn NEI-loftbelgurinn í NEI-kórnum hér á mbl-blogginu:

Og hvað kæmi það okkur annars við þó Össur færi á hausinn?????  Megi skrattans fyrirækið fara á hausinn og sem allra fyrst, helst núna í nótt. 

Auðvitað þurfum við ekki fyrirtæki eins og Össur, til að lifa á sjálfsþurftarbúskap í torfkofum.

torfb%C3%A6r

Framtíðin?


Já takk, kannski!

kannski.jpg

Týpisk hegðun stjórnmálamanns?

Á visir.is er haft eftir Sigmundi Davíð:
Vextir voru alltaf vandamálið. Nú höfum við ekki verið að greiða vextina í tvö ár og því sparað um 70 milljarða,

Nú er það svo að samkvæmt Icesave lánasamningnum, (bæði I og II) áttu vextir ekki að greiðast fyrr en eftir á. Og þó svo samningar hafi dragist á langinn er furðulegt að túlka það sem svo að gagnaðili sé þar með búinn að samþykkja að sleppa vöxtum síðustu tvö ár, hvað svo sem um semst á endanum.

Þetta veit auðvitað Sigmundur Davíð. Hann gjörþekkir málið, maðurinn er starfandi Alþingismaður. Spurning af hverju hann segir ósatt, til að slá ryki í augu almennings?

Ósköp finnst mér dapurlegt þegar stjórnmálamenn vísvitandi fara með rangt mál og ljúga að almenningi, til að upphefja sjálfa sig og ná lýðhylli.


Ósamkvæmni NEI-sinna í Icesave máli

Af hverju heyri ég engan kyrja rulluna "Almenningur á ekki að borga skuldir einkabanka" í sambandi við innlán Íslendinga í hinum gjaldþrota gamla Landsbanka?

Þau innlán eru jú alveg jafnmiklar skuldir einkabanka.

Ég átti ekki krónu í Landsbankanum. Samt tryggir ríkið 100% innstæður annarra, með mínum skattgreiðslum.

Þetta minnast NEI-sinnar aldrei á.

Punkturinn minn er sá að að röksemdin um að Icesave "komi okkur ekki við" af því um sé að ræða einkafyrirtæki er ótæk, ein og sér. Banki sem varðveitir sparifé fjölda fólks og jafnvel aleigu er alls ekki sambærilegt fyrirtæki og tískubúð, heildsala eða hvert annað einkafyrirtæki.

Þess vegna er sorglegt að Ólafur Ragnar Grímsson kyrji þessar of-einfölduðu grunnhyggnu röksemdir úti í heimi, án þess að minnast einu orði á að málið á sér svo sannarlega fleiri hliðar. Slíkt leyfi ég mér að kalla lýðskrum. En hann þarf heldur ekkert að hugsa um þær hliðar, hann þarf ekki að bera ábyrgð á því að leysa málið


Að þjappa saman þjóð - 17. júní boðskapur Forsetans

Á þjóðhátíðardaginn birtist viðtal við Forseta Íslands í Morgunblaðinu, blaði æ færri landsmanna. Ég hef ekki sjálfur lesið viðtalið, aðeins fréttir af því sem hr. Ólafur Ragnar sagði um Icesave málið, og þá ákvörðun sína að neita að staðfesta lögin um ríkisábyrgð á Icesave láninu um áramótin síðustu. Ólafur virðist núna hálfu ári seinna mjög ánægður með þessa ákvörðun sína og telur að í kjölfarið hafi samstaða þjóðarinnar eflst, en Ólafur segir:

Í öðru lagi tel ég – sem að vísu er erfitt að mæla – að við þjóðar-atkvæðagreiðsluna um Icesave hafi þjóðin öðlast styrk. Samstaða hennar og sjálfsöryggi hafi eflst, sem var nauðsynlegt í kjölfar hrunsins og þess áfalls, sem við urðum öll fyrir, bæði sem einstaklingar og þjóð. Þótt ekki sé hægt að mæla þetta eins og hin efnahagslegu áhrif er ég eindregið þeirrar skoðunar að í þeirri endurreisn í víðri merkingu, sem brýnt var fyrir þjóðina að ná, hafi þjóðaratkvæðagreiðslan verið mikilvægur áfangi. Hún hafi endurskapað sjálfstraust þjóðarinnar og þar með gert okkur betur í stakk búin til að takast á við erfiðleikana, sem enn blasa við og krefjast lausna.

Þetta fyrsta er líkast til rétt hjá Ólafi, að hann hafi þjappað saman a.m.k. hluta þjóðarinnar. Ákvörðun hans og málflutningur vakti vonir hjá mörgum að þetta mál væri eintómt óréttlæti gagnvart Íslendingum og að við gætum bara ráðið því sjálf hvort við borgum þessa skuld eða ekki. Kröfur Breta og Hollendinga væru frekja nýlenduþjóða gagnvart lítilli varnarlausri þjóð. Málflutningur Ólafs Ragnars hefur gefið byr undir báða vængi þeim sem telja núverandi ríkisstjórn hafa framið landráð með að reyna að ljúka samningum um Icesave málið. Einn þeirra er kjaftfor bloggari sem vildi refsa núverandi forsætisráðherra með sama hætti og Mussolini. Ólafur Ragnar er nú hans helsta hetja og eftir viðtalið skrifaði bloggarinn:

Vonandi hefur enginn Íslendingur gleymt glæsilegri framgöngu hans í Icesave-málinu. Það var fyrir þjóðhollustu hans og traustan skilning á Stjórnarskránni, sem almenningur fekk tækifæri til að sýna afstöðu sína til Icesave-klafans. Þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 mun lifa í minni þjóðarinnar svo lengi sem Ísland verður byggt.

Jú, það er líkast til rétt hjá Ólafi að hann hafi náð að þjappa saman í það minnsta vænum hluta þjóðarinnar. En hann hefur þjappað þjóðinni saman um rangan og illa ígrundaðan málstað, málstað byggðan á tilfinningasemi, þjóðernishroka og eigingirni.

Það er ekkert göfugt við það eitt og sér að þjappa saman þjóð, allra síst þegar róið er á þaulreynd og gruggug mið þjóðernispopúlisma. Stjórnmálafræðiprófessorinn fyrrverandi veit allt um hvernig slík samþjöppun þjóða og þjóðarbrota hefur reynst í okkar heimsálfu.

... meira HÉR


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband