Færsluflokkur: Evrópumál

Býli í bröttum brekkum - betra líf í ESB?

Meðal þess sem spurt er um í "hraðaspurningalista" ESB vegna umsóknar Íslands:

 24. National statistics concerning measures to adapt agricultural structures:

a) Compensatory allowances:

- Hill and mountain areas: number of holdings, Utilised Agricultural Area (UAA) and number of livestock units (LSUs) in the following three categories:

(1) Altitudes>800 m;

(2) Slopes>20% (below 800 m);

(3) Altitudes between 600 m and 800 m and slopes > 15%.

- Areas with significant handicaps:

(1) Areas where the yields of grass or cereal are <80% of the national averages: number of holdings, total UAA and total LSUs;

(2) Areas where key economic indicators (e.g. value added farmers&#39; gross and net earnings, earned income, etc.) are below the national average: number of farmers, total UAA and total LSUs.

b) Investment: Number and proportion of holdings where the income earned per annual man-work unit is < 1.2 times the average of non-agricultural workers in the area and which provide at least 50% of the holder&#39;s total farm income.

c) Young farmers and early retirement: Age profile of farm holders by five-year bands, including the number of 40 years old.

 

Ekki skrýtið þótt bændur vilji fá þetta þýtt á íslensku. Ætli það sé tilfellið að bændur í ESB fái niðurgreiðslur sem að einhverju leyti miðist við hlutfall jarðar sem liggur í miklum halla?  Að það borgi sig að búa í brekku? Gefur orðinu hallarekstur alveg nýja merkingu.

Haraldur Ben

Skyldi bú Halla Ben standa í miklum halla?


Iðnaðarbærinn Akureyri, EFTA og ESB

Ég var staddur á Akureyri síðustu helgi á safnadeginum og brá mér í Iðnaðarsafnið þar í bæ. Bráðskemmtilegt safn með fjölda muna og segir merkilega sögu íslensks iðnaðar og ekki síst sögu Akureyrar sem iðnaðarbæjar á síðustu öld. Þegar iðnaðurinn stóð í sem mestum blóma var þar fjöldi fyrirtækja sem framleiddi úlpur, jakkaföt, gallabuxur, gæruskinnsfatnað, kuldaskó, sælgæti, húsgögn, eldhúsinnréttingar, málningu, þvottaefni, dömubindi, matvæli, skip, veiðarfæri og margt fleira.

Jakkaföt og gallabuxur frá Akureyri.Á safninu er rifjuð upp saga þessara fyrirtækja, sagt frá fjölda starfsfólks og lifitíma þeirra. Maður tekur eftir að ótrúleg mörg lögðu upp laupana á árunum 1981-87. Þetta gerist skömmu eftir að Ísland gekk með í EFTA og varð að leggja af allra handa verndartolla á innfluttar vörur. Þær voru ódýrari og mörg íslensku fyrirtækin urðu undir í þeirri auknu samkeppni.

Væntanlega hefur EFTA aðildin haft marga kosti í för sér, svo sem betra aðgengi og lægri tolla fyrir okkar útflutningsvörur. M.ö.o. þá hefur þurft að vega og meta kosti og galla aðildar, og þar sem hagsmunir vógust á, að verja stærri hagsmuni umfram smærri.

Þannig má segja að stórum hluta af merkum iðnaði fyrir norðan hafi verið fórnað fyrir aðra viðskiptahagsmuni okkar, alla vega verður maður að ætla að stjórnmálamenn þess tíma hafi unnið slíkt hagsmunamat af bestu getu.

Með nákvæmlega sama hætti snýst möguleg innganga í ESB að miklu leyti um hagsmuni. Það liggur í augum uppi að landbúnaður mun eiga erfiðari uppdráttar, líkt og iðnaðurinn á Akureyri fyrir þremur áratugum. Um það verður að ræða opinskátt. Kostir þess að vera með verða að vega upp slíka ókosti til að aðild sé fýsileg.

Innganga í ESB snýst ekki um grundvallarbreytingu á Íslandi, hér verður flest með líkum hætti og áður, ekki síst daglegt líf, líkt og Danmörk er enn í aðalatriðum sama Danmörk. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur lýsti þessu í Speglinum í dag og sagði frá vini sínum á Möltu, sá hafði lýst fyrir honum hvernig bæði ESB-sinnar og andstæðingar höfðu haft uppi stór orð um áhrif ESB aðildar og miklar breytingar á öllu samfélagi sem aðildin myndi hafa í för með sér, til hins verra eða betra allt eftir því hver talaði. Malta gekk í ESB árið 2004 og raunin var sú að landið er í öllum aðalatriðum hið sama.


mbl.is Yfirlýsing forsætisráðherra um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smásaga um Iceslave fólkið

ICESAVE- Já eða Nei?

Ísfólkið

Einu sinni bjuggu á litilli eyju tuttugu fjölskyldur, í einu stóru raðhúsi. Ein fjölskyldan var mjög klár og góð með sig. Köllum hana Ísfólkið. Unglingarnir í Ísfólksfjölskyldunni voru baldnir og uppátektarsamir. Þeir brugguðu meðal annars landa í kjallaranum og seldu krökkunum í hinum fjölskyldunum. Voru svo sniðugir að þeir voru búnir að selja landabirgðir til næstu tveggja ára sem raunar átti eftir að framleiða. En þeir voru búnir að fá greitt fyrir með peningum sem hinir krakkarnir höfðu ýmist safnað saman eða stolið frá foreldrum sínum.

Svo sprakk landaverksmiðjan og hálft raðhúsið með. Ísfólksfjölskyldan þarf að hýrast í tjaldi og borga fyrir ný hús handa hinum tíu húsnæðislausu fjölskyldunum, áður en þau geta byggt þak yfir höfuðið á sjálfum sér. Svo þurfa þau að borga tilbaka pening fyrir peninginn sem hafði verið greiddur fyrir landann sem aldrei var búið að framleiða, þó svo hluti peninganna brann til kaldra kola og enn annar hluti fauk út í veður og vind. Það er þó vonast til að sá hluti skoli á land með tíð og tíma.

Ísfólkið sendi einn samningamann til fundar við hina eyjarskeggjana. Eftir nokkuð þras var fallist á að þau mættu greiða upp skuldina á sjö árum og þyrftu bara að borga helminginn í húsunum sem fuðruðu upp.

Ísfólkið er samt sem áður hundsúrt. Því finnst að það eigi ekki að bera ábyrgð á unglingunum, sem faktískt voru nýorðnir 18 ára og því sjálfráða, segja Ísfólksforeldrarnir. Yngri systkinin eru reiðust, þau vilja boða til fjölskyldufundar og greiða atkvæði um það hvort greiða skuli hina meintu skuld. Eða fara í mál við hina eyjaskeggjana, sem áttu fjandakornið að bera ábyrgð á sínum börnum sjálfir. En nágrannarnir taka það ekki í mál.

Það veit enginn hvað gerist ef þau nú segja NEI. Á að biðja um nýjan samning? Eða senda annan samningamann?

Eða bara einangra sig frá hinum og lifa bara í tjaldinu það sem eftir er? 


'La Familia'

Rakst á pistil á pólitíska vefritinu amx.is, sem af einskærri hógværð titlar sig sem "fremsta fréttaskýringavef landsins". Pistillinn er bitur ásökun á Benedikt Jóhannesson fyrir að hafa spillt fyrir flokki sínum og náfrænda, Bjarna Benediktssyni, með Morgunsblaðsgrein sinni skömmu fyrir kosningar um bráða nauðsyn þess fyrir Ísland að ganga í ESB, og þátttöku í herferðinni sammala.is.

I pistlinum segir:

Margir sjálfstæðismenn eru reiðir og sárir út í félaga sína sem tóku þátt í auglýsingaherferð sammala.is, þar sem aðild að Evrópusambandinu var boðuð. Telja þeir að með þessu hafi verið unnið gegn hagsmunum Sjálfstæðisflokknum [sic] í aðdraganda kosninga.

Smáfuglarnir hvísla um að í þessu efni hafi hið fornkveðja sannast að frændur séu frændum verstir. Benedikt Jóhannesson, frændi Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, fór fremstur í flokki þeirra sem boðuðu aðild að Evrópusambandinu. Hann ritaði langa grein í Morgunblaðið nokkrum dögum fyrir kosningar og þar var því haldið fram að annað hrun blasi við landinu ef ekki verði gengið til viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Síðan sat hann fyrir í auglýsingum sammala.is þar sem aðild var boðuð. Þeir smáfuglar sem stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn, telja að með þessu hafi Benedikt komið í bakið á frænda sínum á viðkvæmum tíma. Hið sama á við um Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann flokksins, sem einnig tók þátt í auglýsingaherferð sammala.is.

Margir sjálfstæðismenn hugsa þeim Benedikt og Þorsteini þegjandi þörfina og þá ekki síst þeir sjálfstæðismenn sem hafa verið hallir undir aðild að Evrópusambandinu. Tala þeir um pólitísk skemmdarverk Benedikts og Þorsteins.

Hvað eru þessir smá-ránfuglar að hvísla? Benedikt var kominn á þá skoðun að það væri beinlínis stórhættulegt fyrir þjóðina að leita ekki til Evrópusambandsins um aðstoð og inngöngu. Flokkurinn hafði fjarlægst ESB á landsfundi og kokkað upp ótrúverðuga og að margra mati algjörlega óraunhæfa kosningabrelluhugmynd um einhliða upptöku Evru.

Átti hann að þegja þunnu hljóði, til að skaða ekki flokkinn?!

Ég tek ofan af fyrir Benedikt, fyrir að koma fram - einmitt í aðdraganda kosninga þegar orð hafa áhrif og menn hlusta - og segja sína skoðun umbúðalaust. Greinilegt er að þar fer maður sem hugsar sjálfstætt og tekur þjóðarhagsmuni framar flokkshagsmunum.

Ég trúi og treysti því - þar til annað sannast - að flokksformaðurinn nýji virði rétt frænda síns til sjálfstæðra skoðana, og að félagar í þessum gamla flokki láti af þeim ljóta sið að hugsa mönnum þegjandi þörfina sem ganga ekki í takt og svíkja "fjölskylduna". Formaðurinn er ekki Guðföðurinn og fjölskyldan er ekki framar öllu öðru - ekki lengur, vonandi.

Guðföðurinn

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband