Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Laskað orðspor??

„Það má velta því fyrir sér hvað hafi fengið utanríkisráðherra Íslands, fámennrar þjóðar með laskað alþjóðlegt orðspor, til að koma til Miðausturlanda og haga sér eins og hann gerði."

 

Laskað orðspor?

Laskað orðspor?? 

LASKAÐ ORÐSPOR??

 

Oggopínulítið fyndið, úr munni Ísraelsmanns.


mbl.is Slæm samskipti Íslands og Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur hagræðir sannleikanum

„Það er alveg óþarfi fyrir okkur hér heima að tala þannig eins og við séum eitthvað samviskulaust sem ætlar ekki að borga neitt. Það er verið að borga út úr þrotabúi Landsbankans á næstu mánuðum líklega um 300 milljarða.“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti á blaðamannafundi á Bessastöðum síðdegis. 

Ólafur sagðist einnig undraðist það mjög að staðreyndinni um að Ísland myndi borga þessa upphæð hafi ekki verið haldið á lofti í umræðunni í aðdraganda kosninganna.

 

Af hverju talar Ólafur þannig, eins og við - íslenska þjóðin - séum að borga, þegar kröfuhafar eru að fá tilbaka uppí kröfur sínar, úr þrotabúi bankans sem lagðist á hlið fyrir tveimur og hálfu ári? Eru þetta okkar peningar, sem "við" erum nú að fara að borga??

Er ekki réttara að segja, að fólk sé nú loks að fá tilbaka sína peninga? 

Eða vill Ólafur endanlega þjófkenna alla þjóðina, og tala þannig eins og allir peningar fólks, sem soguðust inn í Landsbankann, séu "okkar" peningar, bara af því að meirihluti þjóðarinnar telur að við séum einráð um það hvernig megi ráðstafa þeim peningum?


mbl.is Risavaxnar upphæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagalegu rökin eru alls ekki öll okkar megin!

"Okkur ber engin lagaskylda til að borga"

segja Advice.

Þetta er óskhyggja. Það eru alls ekki öll lögfræðileg rök í þessu máli okkar megin. Fullyrðing Advice manna byggir á lögfræðilegri túlkun, túlkun þar sem horft er fram hjá ýmsum mikilvægum atriðum.

Allt eins má segja:

Okkur ber lagaleg skyld til að borga

Sú fullyrðing er alveg jafn "rétt".

Svokölluð dómstólaleið er feigðarflan og margra ára ganga í kviksyndi. Innistæðueigendum var mismunað við stofnun Nýja Landsbankans. Það vita Advice menn, þó þeir láti eins og það skipti ekki máli. Íslenskar innstæður í Landsbankanum voru ekki tryggðar með skattpeningum, eins og Frosti Sigurjónsson ranglega sagði í Sjónvarpinu í gærkvöldi, heldur voru eignir færðar (með ríflegum afslætti) úr gamla bankanum í þann nýja til að dekka okkar innistæður.

Af þessum ástæðum er mín bjargfasta trú að um þetta mál skuli semja.

Sá samningur sem nú liggur fyrir er vel ásættanlegur og dreifir ábyrgð og kostnaði vegna innistæðna þeirra bresku og hollensku sparifjáreigenda, sem trúðu íslenskum banka fyrir peningum sínum.

Segjum .

 

ja_logo_1071983.jpg

Brynjar Níelsson með klén rök til að réttlæta mismunun

Innstæðueigendum var mismunað við fall Landsbankans. Það viðurkenna meira segja þeir lögfræðingar sem tekið hafa að sér pólitískan málarekstur NEI-sinna í Icesave-málinu.Hrl-dvergpistlahöfundarnir átta skrifa í Fréttablaðinu um helgina að
... jafnvel þótt einhvers konar óbein mismunun teldist hafa átt sér stað þá verður hún réttlætt með því neyðarástandi sem brugðist var við.

Vissulega réttlætti hætta á neyðarástandi í byrjun október 2008 róttækar aðgerðir. En réttlætir sú hætta sem þá var var talin fyrir hendi, að mismunun sé enn réttlætanleg og skuli staðfest, 9. apríl 2011, þegar hættuástandið frá því í október 2008 er löngu liðið??

 

Meira hér: Hraðbankavörnin: NEI-lögfræðingar viðurkenna mismunun


Þjóð meðal þjóða

ja_logo_1071983.jpg

 

Meira HÉR


Ýkjufrétt af einstæðum atburði

Fréttir greindu frá því að Forseti vor fór á fund páfa í liðinni viku og færði honum styttu af merkiskonunni Guðríði Þorbjarnardóttur. Sagði Ólafur páfa frá því að Guðríður væri víðförlasti Íslendingur síns tíma, hún hafi ferðast til Grænlands, Ameríku og að lokum gengið til Rómar, á fund eins forvera Benedikts sextánda, núverandi páfa. Einstaka menn hafa áhyggjur af því að heimildir um Rómargöngu Guðríðar séu ótraustar, bækur sem séu blanda sögulegra frásagna og skáldskapar. Sagnfræðingar hafa jafnvel talið býsna langsótt að Guðríður hafi komist suður til Rómar. Aðrir segja þetta bara vera öfundarmenn Ólafs Ragnars sem svo tala, sem nú "endurskrifa Íslandssöguna til að koma höggi á hann".

 

Meira HÉR


Til ykkar sem viljið hafna Icesave

Ég legg það til að þið takið upphæð sem samsvarar öllum þeim peningum sem þið áttuð í banka 6. okt 2008, á launareikningum, sparireikningum, fermingarpeninga barnanna og sparifé afa og ömmu, ásamt þeim launagreiðslum sem þið fenguð næstu mánuðina á eftir frá launagreiðendum ykkar sem gátu greitt laun vegna þess að þeirra peningainninstæður voru tryggðar, að þið takið þessa peninga og skilið þeim í þrotabú gömlu íslensku bankanna.

Svo gerið þið kröfur í íslenska innlánstryggingasjóðinn og eftir atvikum gömlu bankanna og farið í SÖMU RÖÐ og þið viljið að breskir og hollenskir viðskiptavinir Landsbankans skulu standa í, og þeirra ríkissstjórnir fyrir þeirra hönd.

Nema að að rök ykkar byggi fyrst og fremst á þjóðrembingi og að hver þjóð skuli fyrst og fremst hugsa um eigið rassgat og að við "eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna" - nema það sem þeir skulduðu okkur og vinum okkar og fjölskyldum. Við erum búin að greiða þær skuldir, við gerðum það strax.


Það sem “ískalt hagsmunamat” þýðir í raun

Þegar menn segjast byggja ákvörðun um tiltekna niðurstöðu í lögfræðilegu ágreiningsmáli á ísköldu hagsmunamati þýðir það í raun alveg það sama og að segja að ákvörðunin sé byggð á faglegu lögfræðilegu mati, á kostum og göllum, áhættu og ávinningi, þeirra valkosta sem í boði eru.

Ef borðleggjandi væri að mál myndi vinnast væri ágreiningurinn borinn undir dómstól, myndi hvorki ískalt, hlandvolgt né funheitt hagsmunamat segja að frekar ætti að semja, heldur þvert á móti að fara ætti í mál. Þeir lögfræðingar sem mæla með fyrirliggjandi samningum um Icesave, og þeir eru nú allnokkrir, meðal annars Lee Buchheit og Lárus Blöndal, eru m.ö.o. að segja að okkar lagalegu rök séu ekki sérlega sterk og að gagnaðilinn hafi ýmislegt og jafnvel meira til síns máls en við.

Þetta þora stjórnmálamenn ekki að segja nægilega skýrt svo allir skilji. Bjarni Benediktsson komst þó nálægt því í umræðum á Alþingi við lokaatkvæðagreiðsluna um Icesave frumvarpið. Hafi hann þökk fyrir, betra væri ef hann hefði sagt það fyrr.

Sumum finnst að í stað þess að hlusta á færustu lögfræðinga, eigi að leggja þetta lögfræðilega hagsmunamat í hendur almennings. Það væri svona eins og að spyrja vinnufélagana og fjölskylduna hvort fara ætti í mál útaf flóknum ágreiningi, í stað þess að hlýða ráðum sérfræðinga. Það er að mínu mat óráð.


Gleði og von í Egyptalandi

Það er ekki annað hægt en að hrífast með fagnaðarlátum og taumlausri gleði Egypta, sem braust út föstudagskvöld og stóð fram eftir nóttu, eftir að leiðtogi landsins hrökklaðist frá völdum, hrakinn frá með friðsamlegum mótmælum. Auðvitað er langur vegur til lýðræðis og langt í frá ljóst hvað gerist í landinu næstu daga, vikur og misseri. Lýðræði er er verkefni sem er aldrei lokið. Hvað svo sem gerist nú er tvennt sem stendur upp úr: Almenningur í Egyptalandi og nágrannalöndum hafa öðlast von, eftir áratuga ófrelsi og stöðnun. Í öðru lagi hafa vonandi augu margra Vesturlandabúa opnast fyrir því að fólk í þessum heimshluta hefur sömu væntingar og þrár og annars staðar, að lifa án ógnar og kúgunar og sjá samfélag sitt þróast og blómstra, hlakka til framtíðarinnar.

Meira HÉR


Fulltrúi fávita

Ein er sú opinbera persóna íslensk sem vekur hjá mér ónotalegri gæsahúð en margar aðrar. Virðist að mestu óvitlaus, alla vega er maðurinn hæstaréttarlögmaður og hefur starfað heilmikið sem slíkur og ágætlega máli farinn, en popúlisti par excellence. Þetta er enginn annar en rasisma-daðrarinn, fyrrverandi þingmaðurinn, fyrrverandi “Frjálslyndi”, núverandi Sjálfstæðismaðurinn ...

Meira HÉR


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband