Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
7.12.2010 | 10:46
Að selja nafn sitt til stuðnings vondu málefni
Forvitnilegt að sjá lönd eins og Kólumbíu og Serbíu á þessum lista. En stundum veit maður ekki hvað býr að baki stuðningi ríkja við málsstað annarra ríkja. Stundum eru ríki hreinlega að kaupa sér greiða og velvild, eða vonast eftir slíku. Við þekkjum það.
Það hefur komið fram í þeim skjölum sem lekið hefur verið um samskipti Íslands og USA að stuðningur Íslands við innrás í Írak var beintengdur þrýstingi íslenskra stjórnvalda til að fá að halda hér áfram bandarískum herþotum.
Kannski einhver ríkjanna í þessari frétt séu að selja nafn sitt með sama hætti.
Nítján þjóðir hunsa Nóbelsathöfnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2010 | 16:24
Julian Assange, kannski kvensamur en ekki nauðgari
Eins og fleiri hef ég veri gáttaður vegna fréttanna um ásakanir á hendur Julian Assange, stofnanda og helsta talsmanni Wikileaks, um nauðgun og önnur kynferðisbrot í Svíþjóð. Getur verið að þessi geðþekki og hugaði maður sé kynferðisbrotamaður? Eða er þetta allt plott CIA??
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengi þá er hér stutta útgáfa þessa pistils:
- Julian Assange er ekki nauðgari
- CIA átti engan þátt í upphaflegum ásökunum um nauðgun og kynferðisbrot.
Fréttir af þessu máli hafa verið óljósar, enda hefur sænski saksóknarinn sem sækir málið lítið sem ekkert gefið upp og Assange sjálfur veit enn sáralítið fyrir nákvæmlega hvað hann er sakaður. Eftir nokkurt gúggl hef ég grafið upp eftirfarandi.
Meira HÉR
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2010 | 11:54
Brýtur Ólafur stjórnarskrá?
Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og skýrri stjórnskipun felur Forseti Íslands ráðherrum vald sitt. Forsetinn er þjóðhöfðingi með afar takmarkað pólitískt vald.
Milliríkjasamningar og pólitískar deilur eru klárlega á forræði ríkisstjórnar og ráðherra. Nú fer Ólafur út um víðan völl með pólitískar yfirlýsingar um mál sem er viðkvæmt og erfitt og samningar standa yfir um.
Eru yfirlýsingar Forseta í samræmi við stefnu ríkisstjórnar landsins? Hefur hann borið ummæli sín undir þann ráðherra sem ber ábyrgð á samningum um Icesave?
Er Ólafur að tala í umboði íslenskra stjórnvalda? Eða er hann talsmaður "þjóðarinnar" en án nokkurs sambands við þau stjórnvöld sem stjórna landinu eða umboðs frá þeim?
Hvað finndist okkur ef Karl Bretaprins eða Beatrix Hollandsdrottning væri að tjá sig um þessa deilu við Íslendinga, eða önnur viðkvæm milliríkjapólitísk mál í sínum löndum, án nokkurs samráðs við ríkisstjórnir sinna landa?
Ósanngjarnar kröfur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.6.2010 | 17:34
Að þjappa saman þjóð - 17. júní boðskapur Forsetans
Á þjóðhátíðardaginn birtist viðtal við Forseta Íslands í Morgunblaðinu, blaði æ færri landsmanna. Ég hef ekki sjálfur lesið viðtalið, aðeins fréttir af því sem hr. Ólafur Ragnar sagði um Icesave málið, og þá ákvörðun sína að neita að staðfesta lögin um ríkisábyrgð á Icesave láninu um áramótin síðustu. Ólafur virðist núna hálfu ári seinna mjög ánægður með þessa ákvörðun sína og telur að í kjölfarið hafi samstaða þjóðarinnar eflst, en Ólafur segir:
Í öðru lagi tel ég sem að vísu er erfitt að mæla að við þjóðar-atkvæðagreiðsluna um Icesave hafi þjóðin öðlast styrk. Samstaða hennar og sjálfsöryggi hafi eflst, sem var nauðsynlegt í kjölfar hrunsins og þess áfalls, sem við urðum öll fyrir, bæði sem einstaklingar og þjóð. Þótt ekki sé hægt að mæla þetta eins og hin efnahagslegu áhrif er ég eindregið þeirrar skoðunar að í þeirri endurreisn í víðri merkingu, sem brýnt var fyrir þjóðina að ná, hafi þjóðaratkvæðagreiðslan verið mikilvægur áfangi. Hún hafi endurskapað sjálfstraust þjóðarinnar og þar með gert okkur betur í stakk búin til að takast á við erfiðleikana, sem enn blasa við og krefjast lausna.
Þetta fyrsta er líkast til rétt hjá Ólafi, að hann hafi þjappað saman a.m.k. hluta þjóðarinnar. Ákvörðun hans og málflutningur vakti vonir hjá mörgum að þetta mál væri eintómt óréttlæti gagnvart Íslendingum og að við gætum bara ráðið því sjálf hvort við borgum þessa skuld eða ekki. Kröfur Breta og Hollendinga væru frekja nýlenduþjóða gagnvart lítilli varnarlausri þjóð. Málflutningur Ólafs Ragnars hefur gefið byr undir báða vængi þeim sem telja núverandi ríkisstjórn hafa framið landráð með að reyna að ljúka samningum um Icesave málið. Einn þeirra er kjaftfor bloggari sem vildi refsa núverandi forsætisráðherra með sama hætti og Mussolini. Ólafur Ragnar er nú hans helsta hetja og eftir viðtalið skrifaði bloggarinn:
Vonandi hefur enginn Íslendingur gleymt glæsilegri framgöngu hans í Icesave-málinu. Það var fyrir þjóðhollustu hans og traustan skilning á Stjórnarskránni, sem almenningur fekk tækifæri til að sýna afstöðu sína til Icesave-klafans. Þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 mun lifa í minni þjóðarinnar svo lengi sem Ísland verður byggt.
Jú, það er líkast til rétt hjá Ólafi að hann hafi náð að þjappa saman í það minnsta vænum hluta þjóðarinnar. En hann hefur þjappað þjóðinni saman um rangan og illa ígrundaðan málstað, málstað byggðan á tilfinningasemi, þjóðernishroka og eigingirni.
Það er ekkert göfugt við það eitt og sér að þjappa saman þjóð, allra síst þegar róið er á þaulreynd og gruggug mið þjóðernispopúlisma. Stjórnmálafræðiprófessorinn fyrrverandi veit allt um hvernig slík samþjöppun þjóða og þjóðarbrota hefur reynst í okkar heimsálfu.
... meira HÉR
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2010 | 15:37
Að starfa við að drepa manneskjur
Ég er enn hugsi yfir Wikileaks myndbandinu, þó þessi frétt sé nú vikugömul og að mestu dottin úr umræðunni. Rakst á fína grein í NY Times, þar sem rætt er við sálfræðinga, og reynt að skilja þann kaldranalega og að mati margra sjokkerandi talsmáta sem heyra mátti í samtölum þyrluáhafnarinnar. En eins og sálfræðingarnir benda á þá er þessi talsmáti ekki í sjálfu sér vísbending um óvenjulegan hrottaskap mannanna, heldur jafnvel hið gagnstæða, þeir eru mannlegir og í grunninn siðferðisverur eins og við, okkur er engan veginn eðlilegt að drepa aðrar manneskjur. Það er hins vegar eitt af hlutverkum hermanna. Það er auðveldara ef litið er á skotmörkin sem óvini, helvítis terrorista, en ekki manneskjur af holdi og blóði.
Military training is fundamentally an exercise in overcoming a fear of killing another human
Þess vegna er ég á móti stríði og hermennsku.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 21:22
Býli í bröttum brekkum - betra líf í ESB?
Meðal þess sem spurt er um í "hraðaspurningalista" ESB vegna umsóknar Íslands:
24. National statistics concerning measures to adapt agricultural structures:
a) Compensatory allowances:
- Hill and mountain areas: number of holdings, Utilised Agricultural Area (UAA) and number of livestock units (LSUs) in the following three categories:
(1) Altitudes>800 m;
(2) Slopes>20% (below 800 m);
(3) Altitudes between 600 m and 800 m and slopes > 15%.
- Areas with significant handicaps:
(1) Areas where the yields of grass or cereal are <80% of the national averages: number of holdings, total UAA and total LSUs;
(2) Areas where key economic indicators (e.g. value added farmers' gross and net earnings, earned income, etc.) are below the national average: number of farmers, total UAA and total LSUs.
b) Investment: Number and proportion of holdings where the income earned per annual man-work unit is < 1.2 times the average of non-agricultural workers in the area and which provide at least 50% of the holder's total farm income.
c) Young farmers and early retirement: Age profile of farm holders by five-year bands, including the number of 40 years old.
Ekki skrýtið þótt bændur vilji fá þetta þýtt á íslensku. Ætli það sé tilfellið að bændur í ESB fái niðurgreiðslur sem að einhverju leyti miðist við hlutfall jarðar sem liggur í miklum halla? Að það borgi sig að búa í brekku? Gefur orðinu hallarekstur alveg nýja merkingu.
Skyldi bú Halla Ben standa í miklum halla?
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2009 | 21:14
Smásaga um Iceslave fólkið
ICESAVE- Já eða Nei?
Einu sinni bjuggu á litilli eyju tuttugu fjölskyldur, í einu stóru raðhúsi. Ein fjölskyldan var mjög klár og góð með sig. Köllum hana Ísfólkið. Unglingarnir í Ísfólksfjölskyldunni voru baldnir og uppátektarsamir. Þeir brugguðu meðal annars landa í kjallaranum og seldu krökkunum í hinum fjölskyldunum. Voru svo sniðugir að þeir voru búnir að selja landabirgðir til næstu tveggja ára sem raunar átti eftir að framleiða. En þeir voru búnir að fá greitt fyrir með peningum sem hinir krakkarnir höfðu ýmist safnað saman eða stolið frá foreldrum sínum.
Svo sprakk landaverksmiðjan og hálft raðhúsið með. Ísfólksfjölskyldan þarf að hýrast í tjaldi og borga fyrir ný hús handa hinum tíu húsnæðislausu fjölskyldunum, áður en þau geta byggt þak yfir höfuðið á sjálfum sér. Svo þurfa þau að borga tilbaka pening fyrir peninginn sem hafði verið greiddur fyrir landann sem aldrei var búið að framleiða, þó svo hluti peninganna brann til kaldra kola og enn annar hluti fauk út í veður og vind. Það er þó vonast til að sá hluti skoli á land með tíð og tíma.
Ísfólkið sendi einn samningamann til fundar við hina eyjarskeggjana. Eftir nokkuð þras var fallist á að þau mættu greiða upp skuldina á sjö árum og þyrftu bara að borga helminginn í húsunum sem fuðruðu upp.
Ísfólkið er samt sem áður hundsúrt. Því finnst að það eigi ekki að bera ábyrgð á unglingunum, sem faktískt voru nýorðnir 18 ára og því sjálfráða, segja Ísfólksforeldrarnir. Yngri systkinin eru reiðust, þau vilja boða til fjölskyldufundar og greiða atkvæði um það hvort greiða skuli hina meintu skuld. Eða fara í mál við hina eyjaskeggjana, sem áttu fjandakornið að bera ábyrgð á sínum börnum sjálfir. En nágrannarnir taka það ekki í mál.
Það veit enginn hvað gerist ef þau nú segja NEI. Á að biðja um nýjan samning? Eða senda annan samningamann?
Eða bara einangra sig frá hinum og lifa bara í tjaldinu það sem eftir er?
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2009 | 21:05
Hugleiðingar frá höfuðborg
Er staddur vestanhafs, í Washington, á fundið með fjölmörgum kollegum hvaðan æva úr heiminum. Margir spyrja hvernig okkur gangi á Íslandi. Hvorki þó með ásökun eða vorkunnsemi, fólk bara forvitið. Heimamenn sérstaklega hafa um nóg sín efnahagsmál að hugsa.Alltaf gaman að fá tækifæri ða hitta fólk utan úr heimi, hef rætt við fólk frá a.m.k. 20 löndum.
Hafði tíma til að skoða borgina síðastliðinn laugardag. Kom meðal annars að nýlega minnismerki um seinni heimsstyrjöldina, en þar voru þá staddir fjölmargar gamlar stríðskempur úr þeirri styrjöld, að minnast "D-dagsins", orrustunnar um Ermasund sem bar einmitt upp á þeim degi, 6. júní. Það var upplifun að fylgjast með þessum öldnu herrum. Þarna voru einnig yngri hermenn í nútíma herklæðum. Hvernig skyldum við minnast stríða sem þau heyja, eftir hálfa öld?
Fyrir utan Hvíta húsið voru mótmælendur, slíkt er víst daglegt brauð. Að þessu sinni fólk af tamílskum uppruna sem hefur áhyggjur af sinni þjóð. Skiljanlega, held ég. Alþjóðasamfélagið ætti að hafa vakandi auga með með ástandinu þar, til að raunverulegur friður geti skapast.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 12:50
Kosningar og peningar...
... eru víðar áhyggjuefni en hér. í Líbanon verður kosið í júní. Nýjar reglur hafa verið settar um hámarkskostnað frambjóðenda, en það hámark nær bara til síðustu tveggja mánaðana fyrir kosningar. Svo menn reyna eins og þeir geta að afla fjár og auglýsa og eyða núna, áður en hámarksreglan tekur gildi. Hljómar óneitanlega eins og kapphlaup sumra flokka og þingmanna til að afla fjár á síðust dögum ársins 2007, áður en ný lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi.
Í Líbanon kljást þeir raunar við önnur vandamál líka, svo sem að kjósendur hreinlega selji atkvæðin sín til hæstbjóðanda! Já, lýðræði er ekki sjálfgefið, förum vel með það.
Meira á vef New York Times.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)