28.3.2010 | 12:52
Á að banna kaþólsku kirkjuna?
Páfinn á ekki sjö dagana sæla. Hann er borinn þungum sökum og virðist líklegt að hann sjálfur hafi tekið beinan þátt í þagga niður og breiða yfir alvarleg atvik af þeim langa lista af níðingsverkum sem virðist vella uppúr skúmaskotum kaþólsku kirkjunnar.
Það er mín skoðun að hér séu orsakatengsl við hið brengluðu viðhorf stofnunarinnar til kynlífs og mannfólksins sem kynvera. Hvers konar menn ákveða á unga aldri að læra til prests í kaþólsku kirkjunni og ætla sér ævilangt skírlífi? Getur verið að í þeim hópi séu hlutsfallslega margir sem eru haldnir ýmsum kynferðislegum komplexum og sálarflækjum?
[...]
Meira á síðunni www.bloggheimar.is/einarkarl.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2010 | 00:00
Jón Valur lagður að velli í bloggkappræðum
Ég hef reynt að halda uppi rökum skynsemi í umræðuþræði á bloggi stórbloggarans Jóns Vals um málið endalausa. Þakka ég honum fyrir að hafa leyft athugasemdir lengur en venjulega, en engu að síður gafst hann að lokum upp og lokaði á frekari athugasemdir, frá mér. Var honum svara vant? Stórbloggarinn stóryrti vill greinilega ekki málefnanlega gagnrýni og rökræðu við andstæðinga á síðu sinni heldur bara klapp á bakið frá já-bræðrum.
Seinasta athugasemd sem ég ætlaði að leggja inn var svohljóðandi:
==============================================================
Ómar Geirsson segir:
1. Þeir segja að tilskipun ESB nr. 94/19 sé "unclear" hvað varðar ríkisábyrgð, treysta þá að fólk skilji ekki einfalda skilyrta setningu, að stjórnvöld þurfi að koma á fót kerfi (scheme) sem uppfyllir tiltekin skilyrði. Þá eru stjórnvöld ekki ábyrg, og skýrar er ekki hægt að orða hlutina.
... sem uppfyllir tiltekin skilyrði. Nákvæmlega. Þú segir það skýrt sjálfur. Hver eru þessi tilteknu skilyrði? Jú, helsta skilyrðið er að tryggingakerfið skuli greiða tryggingu að lágmarki 20.877 EUR. Það stendur ekki "skuli ákjósanlega" greiða þessa upphæð, eða skuli greiða þessa upphæð ef innstæða tryggingasjóðsins leyfir. Það stendur bara ansi skýrt að lágmarkið sé akkúrat þetta.
EF kerfið uppfyllir skilyrði þá er ríkið ekki ábyrgt.
En ég held ég hafi talað um þetta oft og mörgum sinnum hér á þessari síðu og víðar. Þið hafið þetta eins og þið viljið. Mér finnst það barnaskapur að lesa dírektífið eins og lágmarksupphæðin skipti engu máli, að það sé í rauninni ekkert lágmark, bara fari eftir því hvað sé til í sjóðnum hverju sinni.
Læt nú staðar numið. Kannski tíminn leiði í ljós hver hafi réttara fyrir sér, ég eða þið. En það er mín bjargfasta trú að það væri heillavænlegra fyrir íslenska þjóð að semja um þetta mál í bróðerni við vinaþjóðir okkar, Breta og Hollendinga, en að gera allt til komast undan þessari skuld eða leggja útí margra ára lagaþref sem þið vitið ekki hvar myndi enda frekar en ég, en á meðan nyti þjóðin ekki trausts. Svo ekkert vera að ásaka mig um að vera "þjóðfjandsamlegur". Það er mín skoðun að þið vinnið þjóðinni meira ógagn en ég, en ég leggst ekki svo lágt að kalla ykkur fjendur þjóðarinnar þó við séum á öndverðum meiði.
24.9.2009 | 23:13
Færi mig um set
Ég hef fært mig á nýjan vettvang þar sem ég mun áfram viðra hugleiðingar mínar:
Þakka Morgunblaðinu fyrir að hafa gert mér kleift að tjá mig hér og og óska almennum starfsmönnum blaðsins alls hins besta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 21:22
Býli í bröttum brekkum - betra líf í ESB?
Meðal þess sem spurt er um í "hraðaspurningalista" ESB vegna umsóknar Íslands:
24. National statistics concerning measures to adapt agricultural structures:
a) Compensatory allowances:
- Hill and mountain areas: number of holdings, Utilised Agricultural Area (UAA) and number of livestock units (LSUs) in the following three categories:
(1) Altitudes>800 m;
(2) Slopes>20% (below 800 m);
(3) Altitudes between 600 m and 800 m and slopes > 15%.
- Areas with significant handicaps:
(1) Areas where the yields of grass or cereal are <80% of the national averages: number of holdings, total UAA and total LSUs;
(2) Areas where key economic indicators (e.g. value added farmers' gross and net earnings, earned income, etc.) are below the national average: number of farmers, total UAA and total LSUs.
b) Investment: Number and proportion of holdings where the income earned per annual man-work unit is < 1.2 times the average of non-agricultural workers in the area and which provide at least 50% of the holder's total farm income.
c) Young farmers and early retirement: Age profile of farm holders by five-year bands, including the number of 40 years old.
Ekki skrýtið þótt bændur vilji fá þetta þýtt á íslensku. Ætli það sé tilfellið að bændur í ESB fái niðurgreiðslur sem að einhverju leyti miðist við hlutfall jarðar sem liggur í miklum halla? Að það borgi sig að búa í brekku? Gefur orðinu hallarekstur alveg nýja merkingu.
Skyldi bú Halla Ben standa í miklum halla?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2009 | 17:51
Karlar þurfa ekki að ómaka sig?
Afar forvitnilegt viðtal er að finna í aukablaði um börn og uppeldi sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, föstudag, undir fyrirsögninni Einhleypar konur í tæknisæðingu. Rætt er við Þórð Óskarsson, lækni hjá fyrirtækinu Art Medica sem býður upp á þessa þjónustu. Þetta er víst ný þjónusta, fyrst leyfð í fyrra, svo það er eðlilegt að fyrirtækið vilji auglýsa og upplýsa um þennan möguleika. Á heimasíðu þess stendur raunar að markmið fyrirtækisins sé að hjálpa pörum að eignast barn, en þetta er kannski fyrst og fremst aukabúgrein að aðstoða einhleypar konur.
Tæknisæðing er það þegar sprautað er sæði í leg konu, sem sé sæðing án samfara. Þetta er oft gert til að hjálpa pörum sem eiga í erfiðleikum með að geta barn en eru ekki ófrjó, til að auka líkur á getnaði. Gervifrjóvgun er flóknari aðgerð, en þá er egg tekið úr konu og frjóvgað i tilraunaglasi.
Þórður upplýsir að á annan tug einhleypra kvenna komi í svona meðferð í hverjum mánuði. sem sé á bilinu 140-200 konur á ári. Sæðið kemur utan úr Evrópu, hægt er að panta sæði úr "þekktum" gjafa, þannig að væntanlegt barn geti eftir 18 ára aldur fengið uppgefið nafn blóðföður síns. Þeir gjafar sem heimila slíkt eru þó færri en hinir sem kjósa fulla nafnleynd og þekkta sæðið er dýrara. Flest börn sem fæðast eftir gjafasæðingu fá því aldrei að vita um faðerni sitt, nema hvað ávallt fylgja sæðisskammti upplýsingar um háralit, augnlit, hæð, þyngd og starf.
Mér finnst þetta ansi hreint merkileg þróun. Ég hygg að móðureðlið sé ansi ríkt í hverri konu og skil vel konur sem komnar eru vel yfir þrítugt að vilja ekki missa af þeim möguleika að eignast börn. Hitt er á að líta að það hefur aldrei beinlínis þótt eftirsóknarvert að vera einstætt foreldri. En sumar konur kjósa það greinlega, frekar en að verða ekki foreldri.
Þetta hlýtur samt að vekja alls konar spurningar og heimspekilegar vangaveltur. Ég lít sjálfur hikstalaust á mig sem feminista, en hlýt líka stundum að líta á samfélagið út frá sjónarhóli karls. Ég veit ekki, mér finnst á einhvern hátt svolítið skrýtin tilhugsun að það geti verið algjört einkamál konu að eignast og ala upp barn. Barn sem ekki á nema eitt foreldri (þó síðar geti komið til stjúp- eða fósturforeldri) - lagalega séð nánast eingetið.
Kannski er þetta bara óþarfa minnimáttarkennd. Flestar konur vilja vonandi áfram geta börn með okkur körlum, í eigin persónu, en ekki bara sem sýni í glasi. Því ekki gefst okkur strákunum kostur á að eignast börn nema við nælum okkur í konu fyrst.
Er þessi í bankanum?
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.9.2009 | 13:09
Fjölmiðlafulltrúar geta verið gagnlegir
Ef Magnús Árni Skúlason væri með sinn eigin prívat fjölmiðlafulltrúa eins og sumir helstu ríkisbubbar landsins myndi hann ekki hafa eftir sér sama dag og þessi frétt er birt að hann íhugi meiðyrðamál gegn Morgunblaðinu vegna þessarar fréttar! Það bætir ekki stöðu hans, þvert á móti.
Maður getur svo sem velt fyrir sér hvort þessi frétt verðskuldi stríðsfyrirsögn þvert yfir forsíðu. Eins og tekið er fram í netfréttinni hefur Magnús ekki gert neitt ólöglegt eða hvatt til neins ólöglegs. Kannski á mörkum þess að vera siðlegt, að liðka fyrir og hvetja til viðskipta sem grafa undan markmiðum þeirrar stofnunar sem hann gegnir trúnaðarstörfum fyrir, og skapa vinnu og arð fyrir vini sína. En hann virðist alls ekki vera að misnota sér trúnaðarupplýsingar og ég býst ekki við að bankaráðið komi neitt að því að ákveða hvaða fyrirtæki fái "aflandskrónukvóta".
Held að réttast sé að hann segi af sér sem bankaráðsmaður, til að komast útúr þessum augljósa hagsmunaárekstri. (Ef maðurinn er fulltrúi Framsóknarflokks er kannski ekki von að hann skilji hugtakið, þeir virðast líta á slíka árekstra sem eftirsóknarverð hagsmunatengsl!)
Held nú að aðalmálið sé að þessi fjárans höft verði að leggja af sem fyrst. Það einfaldlega gengur ekki upp að hafa tvöfalt gengi á krónunni. Að stjórnvöld úthluti svo einstökum fyrirtækjum kvóta til að kaupa krónur á undirverði, miðað við önnur fyrirtæki, sér hver maður að býður upp á fyrirgreiðslupólitík af verstu sort. Ég man síðast eftir svona tvöföldu gengi í heimsókn til Austur-Þýskalands 1988.
Gegn markmiðum Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 23:36
Greiðvikni Bjarni
DV greinir frá því að öðlingurinn Bjarni Ármannsson hafi heldur betur verið óheppinn í viðskiptum við gamla bankann sinn. Afskrifa þurfi rúmlega 800 milljónir króna vegna láns til eignarhaldsfélags Bjarna, sem keypti hlut í fasteignafélagi bankans - af bankanum - rétt fyrir áramót 2007-08.
Bjarni var svo hundheppinn að vera rekinn úr stóli bankastjóra áður en fór að halla ískyggilega undan fæti, lán í óláni fyrir hann heldur betur! Bjarni sigldi til Noregs með allt sitt gull - 7 milljarða ISK að sögn DV - þar sem hann hefur eflaust skipt milljörðunum í klingjandi norskar krónur og geymt í öruggum banka.
Morgunblaðið hefur að ég best veit ekki séð ástæðu til að segja sérstaklega frá þessu, í fréttinni í DV segir Bjarni fjárfestinguna vera "sorgarsögu" og bætir því við að það væri óábyrgt af honum að greiða skuldina við Glitni til baka með sínu eigin fé!
Hann er jú ekki lagalega persónulega ábyrgur.
Svo þannig lagað er þetta engin sorgarsaga fyrir Bjarna, hann tók sáralitla áhættu og veltir tapinu af fjárfestingu sinni yfir á þá sem voru nógu vitlausir til að lána bankanum.
Kíkjum aðeins betur á fréttina:
Bjarni segir að lánið hafi verið tekið hjá Glitni í lok árs 2007 til að fjármagna kaup Imagine [eignarhaldsfélag í 100% eigu Bjarna] á 12 prósenta hlut í Glitni Property Holding, fasteignafélagi sem skráð var í Noregi, fyrir 970 milljónir króna
- Illu heilli tók Imagine lán hjá Glitni um áramótin 2007-2008 til að kaupa 12 prósenta hlut í Glitni Property Holding. Lánið var í norskum krónum og voru bréfin keypt af bankanum. Um þetta leyti var markaðurinn að byrja að hrynja hjá félaginu. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta bara illa og tekjurnar hrundu, segir Bjarni en Glitnir Property Holding var að tæplega 50 prósent leyti í eigu Glitnis eftir að Bjarni keypti í félaginu.
Bjarni hefur sjálfsagt verið síhikstandi í allan dag því fúkyrði og hneykslunarorð hafa flogið um netið. Skiljanlega. En missum ekki sjónar á því sem fréttin í raun og veru lýsir. Aðalatriðið er ekki það að Bjarni skuli sleppa með skrekkinn og fá afskrifað lán.
Fréttin lýsir dæmigerðum loftbóluviðskiptum í aðdraganda hrunsins; höfum í huga að Glitnir var pottþétt kominn í vandræði í lok árs 2007, hlutabréfaverð var búið að lækka nokkuð hressilega um haustið, en bankar og víkingar þoldu það illa, því allt var jú svo gírað.
Hvað er þá til ráða? Jú, grípa má til þess ráðs að selja áhættufjárfestingar - svo sem fasteignafélög - þegar nánast allir fasteignamarkaðir heims voru í þann mund að frjósa! Er einhver nógu vitlaus til að kaup aslíkt? Jú, ef hann fær lán fyrir því án nokkurrar áhættu. Með þessum gjörningi var hægt að koma fallandi bréfum úr viðkvæmu eignasafni bankans, en fá í staðinn skuld Bjarna við bankann sem á pappírnum leit miklu betri út, a.m.k. þar til einhver færi að spá í hvort traust veð væri fyrir skuldinni!
M.ö.o. Bjarni tók yfir fallandi bréf og bankinn fékk 800 milljóna skuld upp í lánasafnið sitt! Hvort Bjarni myndi greiða tilbaka lánið skipti í sjálfu sér ekki máli, þetta var 2007-kúlulán, þau greiðast ekki tilbaka fyrr en löngu seinna og bara ef kúlufjárfestingin skili arði.
Bjarni var að gera bankanum greiða. Verðið skipti hann litlu máli en þeim mun meira máli fyrir bankann, sem enn var skráður fyrir tæpum helming í fasteignafélaginu. Þeim mun meira sem Bjarni "greiddi" þeim mun meira virði var hlutur bankans og stærri skuldin í lánasafni bankans. Fyrir utan svo þóknun bankans fyrir svona lánaviðskipti, hvað skyldi vera, 1 eða 2% umsýslugjald, 16 milljónir?
Allir bankarnir voru á fullu í einmitt svona brelluviðskiptum, til að reyna að blása út eignasaöfn og búa til sýndargróða. Með þessum hætti tókst þeim líka að blekkja fólk og sýna flottan árangur nánast allt fram að hruni.
Við skulum vona að rannsóknarnefndin, sérstakur saksóknari og FME rannsaki svona gjörninga í kjölinn. Ekki veit ég hvort akkúrat þessi umræddu viðskipti falli innan eða utan laga. Fyrir leikmann lítur út eins og verið sé að villa um fyrir markaðnum og bæta bókhald bankans með brellum.
Sjáum hvað rannsókn leiðir í ljós. Kannski Bjarni hafi rétt fyrir sér, að þetta endi sem raunveruleg sorgarsaga fyrir hann.
Það er gott og blessað að þessar mannfýlur séu bakvið lás og slá. Eitthvað mikið að þegar menn vilja drepa sem allra flesta samborgara sína, nánast tilviljunarkennt valda, í einhverri hatursfullri baráttu gegn stjórnvöldum.
En sem betur fer voru aldrei svo margir í hættu, eins og ætla má af fyrirsögn mbl.is, vegna þessara misheppnuðu misyndismanna.
Frétt Daily Telegraph sem Mogginn vitnar í byrjar svona:
The al-Qaeda cell plotted to cause mass murder by detonating home-made liquid explosives on board at least seven passenger flights bound for the US and Canada
Hvernig var viðtað að flugvélarnar voru sjö? Samkvæmt þessum "ítarlegu" plönum wannabe-morðingjanna:
one of the plotters, Abdulla Ahmed Ali, had a computer memory stick in his pocket which highlighted seven flights from London to six cities in the US and Canada, each carrying between 241 and 286 passengers and crew
Ekkert kemur fram hvernig þremenningarnir ætluðu að sprengja vélarnar sjö, væntanlega hefði þurft fjóra sprengjufúsa fanatíkera í viðbót, en á þá er ekkert minnst í fréttinni.
En hvaðan kemur talan um 10.000 möguleg fórnarlömb?
Jú, mennirnir höfðu talað um það að granda 18 flugvélum!
Investigators also believed that the men were considering an even larger attack after they were bugged discussing plans for as many as 18 suicide bombers, which could have led to 5,000 deaths in the air and as many again on the ground.
Rannsóknin hefur kostað litlar 60 milljónir punda, svo breskum yfirvöldum var mikið í mun að sakfella kauða og gera sem mest úr þeirri hættu sem af þeim stafaði, til að geta réttlætt þessar rándýru aðgerðir og vökvabannið bölvaða sem sett var á eingöngu út af þessu ráðabruggi.
Einni spurningu er lítill gaumur gefinn í þessum fréttum, sem skiptir þó kannski megnimáli: voru mennirnir þrír með tiltæk efni og aðferðir til að sprengja flugvélarnar? Þessi spurning hefur hins vegar mikið verið rædd á ýmsum erlendum netmiðlum. Flestir þeir sem hafa sett sig inn í málið eru á því að það hafi verið óframkvæmanlegt að sprengja í loft flugvélar með þeim aðferðum og efnum sem mennirnir hugðust nota. Bendi t.d. á þessa grein: Mass Murder in the Skies: was the Plot Feasible?
Þetta segir einn bloggari:
The "binary liquid explosives" scare of two years ago was a classic scam, employed by an administration intent on demonizing a section of society, while simultaneously scaring the public by broadcasting bogus threats and falsehoods via a complicit media. Any qualified chemist must have had an attack of hysterics at the idea of someone manufacturing triacetone triperoxide (TATP) while on a commercial plane!
Og annar skýrir betur:
The two types of liquids proposed for use in the London plot are TATP & HMTD. Anyone with college level chemistry knowledge know this is a moronic method. Cant be done easily. See below:
The explosive is easily made from three colourless liquids- hydrogen peroxide, which is common in antiseptic solutions, acetone, which is commonly used as a paint thinner and nail polish remover, and sulfuric acid, which is available from many sources as a battery electrolyte and drain cleaner.
But lets be a little bit more critical here. You have to keep all of these three liquids separate from each other until you want to make TATP. You have to use highly concentrated hydrogen peroxide, which is not nice stuff at all- after all, it maimed and killed thousands of people during the Second World War, when the Nazis used it as oxidizer for their A-4 engines. It also gasses off oxygen constantly and reacts aggressively with plastics of all kinds, which makes carrying it anywhere a challenge. You have to use hydrogen peroxide at least a hundred times more concentrated than that which is used as a hair bleach. Oh, and peroxides are already banned in air travel. You have to mix the acetone with the hydrogen peroxide during the reaction, which is actually the hard part. Acetone plus hydrogen peroxide is actually a hypergolic reaction at room temperature. You have to keep the stuff cold to stop it reacting and producing water, carbon dioxide and heat. Oh, and the reaction when you add the sulfuric acid is strongly exothermic.
Then you need to filter and dry the product, and probably use a blasting cap to detonate it. Interestingly, one mole of explosive will produce three moles of cold gas; this means that for a couple of litres of reagent, the most gas that can possibly be produced is just over 75 litres. I cant see that producing significant overpressure in a modern widebody jet of volume many hundreds of thousands of litres.
Can we please use some SCIENCE, before we make policy!?!?!
Er þá vökvabannið eftir allt saman bara tóm steypa? Stutt og laggott, JÁ. Vilja menn samt sem áður passa uppá að farþegar beri ekki peroxíð eða asetón umborð í flugvélar er bara að biðja farþega að dreypa á þeim vökva sem menn hafa með sér til drykkjar. Ekki einu sinni heilaþvegnir terroristar myndu drekka asetón!
Það sem verra er, með vökvabanninu hafa misyndismennirnir náð hluta af markmiðum sínum, að vekja ótta og skelfingu. Okkur er talið trú um að það sé stórhættulegt að stíga umborð í flugvél og við eigum að vera þakklát yfirvöldum fyrir að gæta öryggis okkar. með vökulu auga stórabróður. Vilja yfirvöld í alvöru auka öruggi okkar mættu þau líta sér nær, í Bandaríkjunum einum deyja um 40.000 manns í bílaumferðinni á ári hverju, 13 sinnum fleiri en í hryðjuverkaárásinni á New York 11. september 2001.
Hefðu orðið 10.000 að bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 9.9.2009 kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.8.2009 | 22:56
Sala til MAGMA vegna flopp laga?
Af hverju er verið að selja erlendu fyrirtæki hlut í jarðorkufyrirtæki? Jú, eins og margoft hefur verið sagt frá var Samkeppnisstofnun búin að kveða upp úr um að það væri brot á Samkeppnislögum að OR ætti svo stóran hlut í HS Orku.
Auðvitað vakna fullt af spurningum. Af hverju keypti OR þennan hlut sem hún má ekki eiga? Hvenær fóru þessi kaup fram? Við hverja er OR í samkeppni?
En umfram allt vaknar spurningin, af hverju er orkusala viðfangsefni Samkeppnisstofnunar? Er vit í því?
Þetta á sér skýringu í í lagabreytingum frá árinu 2003, en þá voru samþykkt ný raforkulög. Markmið þeirra var að "stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu". Í því skyni áttu lögin að:
1. Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna.
2. Stuðla að skilvirkni og hagkvæmni í flutningi og dreifingu raforku.
3. Tryggja öryggi raforkukerfisins og hagsmuni neytenda.
4. Stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og taka tillit til umhverfissjónarmiða að öðru leyti.
Þeir sem uxu úr grasi fyrir 2003 héldu kannski að raforkukerfið hefði verið þjóðhagslega hagkvæmt fyrir árið 2003. Alla vega er ekki auðséð hvort raforkukerfið hafi orðir meira þjóðhagslega hagkvæmt síðan lögin tóku gildi.
Á heimasíðu Orkustofnunar má lesa um þessi markmið laganna:
Rafveiturnar hafa til þessa annast framleiðslu, sölu og dreifingu rafmagns til notenda. Frá byrjun ársins 2005 hafa stærstu notendur getað valið sér raforkusala en frá ársbyrjun 2006 gildir þetta valfrelsi um alla raforkunotendur.
- Fyrirtækin sem bjóða rafmagn á frjálsum markaði eru Hitaveita Suðurnesja, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Orkusalan og Rafveita Reyðarfjarðar
Samkeppni á raforkumarkaðinum nær einungis til framleiðslu og sölu rafmagns en dreifing þess verður áfram sérleyfisstarfsemi en undir eftirliti Orkustofnunar. Þannig sér dreifiveita hvers svæðis um dreifingu raforku til notenda, en kostnaður við dreifinguna getur verið breytilegur eftir landsvæðum eins og verið hefur.
Skemmst er frá því að segja að hvað vaðar almenna raforkuneytendur hefur þetta verið algjört flopp, en einungis einhver örfá prósent hafa skipt um "raforkusala". (Hægt er gera verðkönnun á síðu Orkustofnunar og gat ég t.d. séð að ég gæti raunar sparað ríflega þrjúhundruð krónur á ári með því að kaupa rafmagnið mitt frá Orkubúi Vestfjarða. En rafeindirnar eru víst þær sömu.)
Lögin eru ekta dæmi um ritsnilld samviskusamra embættismanna, þar má t.d. lesa:
Orkustofnun skal setja flutningsfyrirtækinu tekjumörk vegna kostnaðar við flutning á raforku til dreifiveitna annars vegar og vegna flutnings til stórnotenda hins vegar. Við setningu tekjumarka skal taka tillit til þess hvort tenging stórnotenda leiði eða hafi leitt til hagkvæmari uppbyggingar og nýtingar flutningskerfisins en ella væri.
Tekjumörkin skulu ákveðin út frá eftirfarandi viðmiðum:
1. Kostnaði sem tengist starfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. kostnaði vegna viðhalds, afskrifta á nauðsynlegum eignum til reksturs kerfisins, leigukostnaði vegna flutningsvirkja, kostnaði við orkutap, almennum rekstrarkostnaði og kostnaði við kerfisstjórnun.
2. Arðsemi flutningsfyrirtækisins skal vera sem næst markaðsávöxtun óverðtryggðra ríkisskuldabréfa til fimm ára eða sambærilegra verðbréfa. Arðsemi reiknast sem hlutfall hagnaðar fyrir fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og skatta (EBIT) og bókfærðs verðs fastafjármuna sem nauðsynlegir eru til reksturs kerfisins. Fastafjármunir þessir skulu vera þeir sem nýttir eru 31. desember 2004 og miðað við bókfært virði þann dag, ásamt nauðsynlegum nýjum fastafjármunum, sem síðar kunna að koma til.
Ekki er sem sagt gert ráð fyrir meira frelsi en svo á þessum samkeppnismarkaði að mikið reglugerðarfargan þarf til að segja fyrir um leyfileg "tekjumörk", sem þarf svo að passa að farið sé eftir með eftirlitsstofnunum.
Í athugasemdum með frumvarpinu að þessum lögum má lesa:
Frumvarp þetta byggist á nýjum viðhorfum í raforkumálum sem hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim á undanförnum árum. Meginefni þeirra felst í því að skilja í sundur náttúrulega einkasöluþætti raforkukerfisins (flutning og dreifingu) og þá þætti þar sem samkeppni verður við komið (vinnslu og sölu). Þannig hefur verið lagður grunnur að markaðsbúskap í raforkukerfi margra landa. Í ríkjum Evrópusambandsins hefur þróunin almennt grundvallast á tilskipun 96/92/EB um innri markað raforku. Með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar 168/1999 frá 26. nóvember 1999 um breytingu á viðauka IV við EES-samninginn varð tilskipunin hluti af EES-samningnum. Ísland átti að innleiða efni tilskipunarinnar í íslenska löggjöf fyrir 1. júlí 2002.
En athugasemdirnar eru mjög ítarlegar og hef ég ekki getað gefið mér tíma til að fara gaumgæfilega í það plagg.
Hins vegar má ljóst vera þegar farið er yfir umræður á Alþingi um málið að þessi lög voru og eru óttalegur bastarður og í grunninn byggð á tilskipun Evrópusambandsins sem í upphafi var ljóst að ætti engan veginn við hér á landi. Var m.a. Einar Oddur Kristjánsson heitinn alfarið á móti þessari kerfisbreytingu, sem hann taldi ekki vera til neins gagns nema síður væri.
Hafa þessi lög verið til gagns?
Það væri gott að vita. Klárlega er það í huga flestra ferlegt að við nánast neyðumst nú til að selja úr landi hluta af orkuauðlindum vegna einhverra samkeppnisflækja, af völdum laga sem ekki er hægt að sjá að hafi neinu skilað.
Samþykktu kauptilboð Magma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2009 | 09:23
Ekki rétta tækifærið til þjóðaratkvæðagreiðslu
Finnland var eitt þeirra ríkja sem var dæmt til að greiða stríðsskaðabætur eftir seinni heimsstyrjöld. Þeir voru dæmdir "í liði" þeirra sem töpuðu. Held reyndar að Finnar hafi verið eina þjóðin sem greiddi upp sína dæmdu skuld. Meira um þetta hér.
Auðvitað finnst flestum nú sem þá að þetta hafi nú ekki verið réttlátt, miðað við forsöguna og það hvernig Finnland dróst inn í stríðið, en svona fór nú samt.
Ég held hins vegar ekki að neinum hafi dottið í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í Finnlandi um það hvort greiða skyldi bæturnar. Það var ekki í höndum Finna að segja já eða nei.
Finnskir hermenn í seinni heimsstyrjöld