Að þjappa saman þjóð - 17. júní boðskapur Forsetans

Á þjóðhátíðardaginn birtist viðtal við Forseta Íslands í Morgunblaðinu, blaði æ færri landsmanna. Ég hef ekki sjálfur lesið viðtalið, aðeins fréttir af því sem hr. Ólafur Ragnar sagði um Icesave málið, og þá ákvörðun sína að neita að staðfesta lögin um ríkisábyrgð á Icesave láninu um áramótin síðustu. Ólafur virðist núna hálfu ári seinna mjög ánægður með þessa ákvörðun sína og telur að í kjölfarið hafi samstaða þjóðarinnar eflst, en Ólafur segir:

Í öðru lagi tel ég – sem að vísu er erfitt að mæla – að við þjóðar-atkvæðagreiðsluna um Icesave hafi þjóðin öðlast styrk. Samstaða hennar og sjálfsöryggi hafi eflst, sem var nauðsynlegt í kjölfar hrunsins og þess áfalls, sem við urðum öll fyrir, bæði sem einstaklingar og þjóð. Þótt ekki sé hægt að mæla þetta eins og hin efnahagslegu áhrif er ég eindregið þeirrar skoðunar að í þeirri endurreisn í víðri merkingu, sem brýnt var fyrir þjóðina að ná, hafi þjóðaratkvæðagreiðslan verið mikilvægur áfangi. Hún hafi endurskapað sjálfstraust þjóðarinnar og þar með gert okkur betur í stakk búin til að takast á við erfiðleikana, sem enn blasa við og krefjast lausna.

Þetta fyrsta er líkast til rétt hjá Ólafi, að hann hafi þjappað saman a.m.k. hluta þjóðarinnar. Ákvörðun hans og málflutningur vakti vonir hjá mörgum að þetta mál væri eintómt óréttlæti gagnvart Íslendingum og að við gætum bara ráðið því sjálf hvort við borgum þessa skuld eða ekki. Kröfur Breta og Hollendinga væru frekja nýlenduþjóða gagnvart lítilli varnarlausri þjóð. Málflutningur Ólafs Ragnars hefur gefið byr undir báða vængi þeim sem telja núverandi ríkisstjórn hafa framið landráð með að reyna að ljúka samningum um Icesave málið. Einn þeirra er kjaftfor bloggari sem vildi refsa núverandi forsætisráðherra með sama hætti og Mussolini. Ólafur Ragnar er nú hans helsta hetja og eftir viðtalið skrifaði bloggarinn:

Vonandi hefur enginn Íslendingur gleymt glæsilegri framgöngu hans í Icesave-málinu. Það var fyrir þjóðhollustu hans og traustan skilning á Stjórnarskránni, sem almenningur fekk tækifæri til að sýna afstöðu sína til Icesave-klafans. Þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 mun lifa í minni þjóðarinnar svo lengi sem Ísland verður byggt.

Jú, það er líkast til rétt hjá Ólafi að hann hafi náð að þjappa saman í það minnsta vænum hluta þjóðarinnar. En hann hefur þjappað þjóðinni saman um rangan og illa ígrundaðan málstað, málstað byggðan á tilfinningasemi, þjóðernishroka og eigingirni.

Það er ekkert göfugt við það eitt og sér að þjappa saman þjóð, allra síst þegar róið er á þaulreynd og gruggug mið þjóðernispopúlisma. Stjórnmálafræðiprófessorinn fyrrverandi veit allt um hvernig slík samþjöppun þjóða og þjóðarbrota hefur reynst í okkar heimsálfu.

... meira HÉR


Hannes toppar sjálfan sig!

Er hægt að rökstyðja að milljón króna styrkir fyrirtækja til einstakra frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins séu sjálfsagðir og eðlilegir, en að jafn háir styrkir til frambjóðenda Samfylkingarinnar séu siðferðislega óverjandi?

Jú! Ef maður heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann skrifar einn af sínum óborganlegu pistlum á Pressunni í dag, þar sem hann toppar sjálfan sig í súrrealískri sýn sinni á stjórnmál.

Meira HÉR.


Stoppar x-Æ varamannahringavitleysuna?

Allt stefnir í að Besti flokkurinn fái nokkra fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur, með stefnuskrá sem er undarleg blanda af gríni og alvöru. Hér er eitt mál sem þessi nýi flokkur getur lagt til, sé einhver alvara að baki háði hans um að ætla að “hjálpa vinum sínum að fá góð störf”. En kannski eru þetta ekki nein vísvitandi öfugmæli, og kannski finnst BF liðum bara sjálfsagt mál að taka þátt í þessu, og borga þannig vara-varafulltrúmum sínum laun (úr vasa okkar kjósenda og skattgreiðenda).

En ef þið vilijð hrista aðeins upp í kerfinu og sýna lit: Stöðvið þá hringavitleysu að verið sé að kalla inn varamenn í Borgarstjórn í nokkrar mínútur!

Þessi hefði hefur skapast í Borgarstjórn, ekki veit ég á hversu löngum tíma, að varamenn séu kallaðir inn til að “leysa af” aðalmenn, jafnvel bara í fáeinar mínútur.

Meira HÉR


Að öllu gríni slepptu

Það er kostulegt að fylgjast með kosningabaráttunni hér í Reykjavík. Nýjustu kannanir herma að Gnarr & Co séu komin með hreinan meirihluta!Fyrirgefiði, en man einhver hver er í þriðja sæti á listanum hans, eða því fjórða, eða fimmta? (516 hafa skoðað CV frambjóðandans í 4. sæti, 380 hafa skoðað pistil þess í 7. sæti.)

Nú held ég ekki að það gerist að BF fái 8 menn kjörna enda hafa aðrar kannanir sýnt minna fylgi, en framboðið fær örugglega fleiri en einn inn í borgarstjórn, það virðist nokkuð ljóst.

Það verður forvitnilegt hvað gerist í framhaldinu. Virðist algjörlega út úr kortinu að Samfó og VG nái hreinum meirihluta, eins og á Alþingi. BF stefnir í oddaaðstöðu. Hvað gera þau? Hvað vilja þau, þegar gríninu sleppir? HVER eru þau?

Ef BF myndar meirihluta með xD með Hönnu Birnu sem borgarstjóra held ég að brosið frjósi á mörgum kjósanda þeirra.

 

... meira HÉR

Heimsljósi gríðarvel tekið! Ekki missa af í kvöld!

'Bravó' hróp fylltu kirkjuna eftir lokatóninn í Heimsljósi Tryggva M. Baldvinssonar, sem við frumfluttum sl. sunnudagskvöld. Yndislegt tónverk sem greinilega hitti tónleikagesti í hjartastað!

Kórinn stóð sig bara held ég mjög vel sem og hljómsveit og einsöngvarar.  Tónleikarnir verða endurteknir í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Miðar seldir við innganginn. Ekki missa af einstöku tónverki!


Eins og músikölsk upplifun af að fljúga yfir Eyjafjallajökul!

jokull6

Þar sem jökulinn ber við loft

 

Þetta eru upphafslínur í alveg hreint mögnuðu tónverki eftir Tryggva M. Baldvinsson sem kórinn minn Söngsveitin Fílharmónía frumflytur á tónleikum um helgina. Línurnar eru líkast til kunnuglegar, þetta eru fleyg orð úr Heimsljósi Halldórs Laxness, en Tryggvi semur verk sitt við texta úr bókmenntaverki Nóbelskáldsins. Satt best að segja tekst honum alveg frábærlega vel að fanga fegurðina og ljóðrænar tilfinningar úr sögunni og varpa í nýja vídd tónlistarinnar.

Kórinn leitaði til Tryggva fyrir meir en tveimur árum síðan, til að falast eftir nýju verki að flytja á afmælisári kórsins sem fagnar nú 50 ára afmæli. Hann hefur unnið að þesu verkefni jafnt og þétt og hefur verið gaman að fá fregnir af því hvernig það þróaðist. Afraksturinn liggur nú fyrir, 45 mínútna verk í sex köflum sem við flytjum sem sagt á sunnudagskvöld og þriðjudagskvöld í Langholtskirkju.

Fyrsta æfing með 30 manna hljómsveit í gærkvöldi var mikil upplifun fyrir alla þátttakendur, að heyra í fyrsta skipti allt smella saman, 70 manna kór, einsöngvarana tvo og 30 manna hljómsveit sem Tryggvi leikur sér listilega að. Þetta er ýkjulaust með því skemmtilegasta sem ég hef gert með kór og allur hópurinn fullur eftirvæntingar. Var mikið klappað fyrir tónskáldinu, þegar lokatóninn var sleginn af, en hann sat spenntur út í sal að upplifa verk sitt lifna við.

Ýmsir vinir virðast smeykir við að fara á tónleika og hlusta á "nútímaverk". "Er þetta ekkert þungt?" er spurt. Ég vil nú fullyrða að allir hrífist með sem sitjast og hlusta! Ef þú nýtur þess að lesa fallegar bækur, að horfa á jökul baðaðan í sólskini, að hlusta á brimrót, horfa á sólsetrið, liggja uppá Esju og fylgjast með skýjunum, m.ö.o. ef þú nýtur fegurðarinnar í kringum okkur, þá mun þetta verk smjúga inn í hug og hjarta! Eins og ég skrifaði vinnufélögum: "Íslenska verkið er ekkert svona nútíma-torf, heldur meira eins og músikölsk upplifun af að fljúga yfir Eyjafjallajökul!"

Sem bónus flytjum við fyrir hlé valda kafla úr nokkrum af okkar uppáhaldsverkum, úr þeim aragrúa stórra kórverka sem kórinn hefur flutt á ferli sínum. Þetta er svona 'Best of' konfektblanda, gæsahúðarframkallandi kórkaflar eftir stóru meistarana, sem hrífa alla með, m.a. upphafið úr Carmina Burana, Hallelúja-kaflinn úr Messias og kafli úr Þýsku sálumessunni eftir Brahms. Að hlusta á öflugan gæðakór flytja þessi stykki í frábærri akústík Langholtskirkju er betra en nokkuð THX Surround bíókerfi!

plakat_700 


Jónína Ben að verja Baugs-Glitnis-brask?!

Jónína Ben kemur flokkssystur sinni til varnar og segir í Pressunni:

Guðrún var frambærilegasti einstaklingurinn á listanum. Það er ekki synd að vera gift manni í viðskiptum. Það er ekki verið að ásaka þau um neitt ólöglegt. Ef fólkið í Framsókn getur ekki sett sig inn í þessi viðskipti sem Icebank bauð fjárfestum uppá, hvert er þá þessi þjóð komin 

 

Er fólkið í Framsókn svona vitlaust?  Var maður Guðrúnar bara að stunda sárasaklausar fjárfestingar? Hefð Guðrún kannski átt að sleppa því að "útskýra" þessi viðskipti og láta þau hljóma sakleysislega?  Er Jónína búin að setja sig inn í um hvað málið snýst, eða gerir hún eins og flestir, að skrifa fyrst og hugsa svo

 

Þegar eitthvað virðist voða flókið…

Margt lærðist af hruninu. Eitt er það að þegar maður sá fréttir af einhverjum ógurlega fínum og flóknum fjármálagjörningum og skildi ekki neitt í neinu, þá var það líkast til ekki af því hann var vitlaus, heldur af því flækjurnar voru einmitt til þess gerðar að fela hvað lá að baki – oftar en ekki froðu.

Út um allan heim voru snillingar að búa til nýjar “fjármálaafurðir” og “fjármálaverkfræði” var voða smart fag.  En afurðirnar voru oftar en ekkiumbúðir utan um loft. Fjármálaverkfræðin skildi ekki eftir sig mannvirki einsg “alvöru” verkfræði, heldur mest bara ekki neitt, nema sviðna jörð í bankahverfum um allan heim.

Mér var hugsað til þessa við lestur á frétt um frambjóðanda sem dró sig í hlé eftir hvatningu frá samflokksmönnum, vegna viðskipta fyrirtækis maka síns, sem minnst er á skýrslu RNA. Í fréttinni er viðskiptunum lýst svohljóðandi, að mér skilst upp úr yfirlýsingu frambjóðandans:

Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Guðrún segir að stjórnendur þess hafi haft fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tekið tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir hafi tapað 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma hafi skuldatrygging í slíkum viðskiptum verið 2%, enda Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum.

Við fyrstu sýn virðist þetta voða flókið eitthvað, fullt af fannsí orðum, “endurhverf viðskipti”, “handveð”, skuldatrygging”. Ekki fyrir venjulegt fólk að skilja.

Ekki skil ég þetta til hlýtar. Er hægt að útskýra þetta á mannamáli?  Eða er þetta einmitt dæmi um flækjufroðu, fjármálagjörningar sem voru alls ekki eðlilegir, en er lýst með háfleygum tækniorðum einmitt til þess að enginn skilji?

Nema hvað, þetta virðist beintengt fléttum bankanna sem notuðu Icebank sem hækju til að tæma Seðlabankann.

Einn býsna stór banki lánar sem sagt öðrum enn stærri banka 8 milljarða. Þar sem “skuldatryggingaálag” var 2% (skv. fréttinni) þurfti að leggja fram 2% af þeirri upphæð sem veð.  Til þess er fengið fyrirtækið Miðbæjareignir ehf. Og getið nú hvað, þegar það er gúgglað kemur í ljós að það var til húsa að Túngötu 6! Í gini sjálfs Baugsormsins sem var með halann hringaðan um Glitni, bankann sem fékk í hendur 8 milljarðana sem litla skúffufyrirtækið “tryggði” (með eigið fé uppá 105 milljónir).  (Ég hef Túngötu 6 með rauðum lit til að sýna að ALLT sem tengist þeirri mafíumiðstöð er totryggilegt, alveg eins og öll viðskipti sem tengjast meðlimum Fáfnis!) 

 

Meira HÉR;

 


Að starfa við að drepa manneskjur

Ég er enn hugsi yfir Wikileaks myndbandinu, þó þessi frétt sé nú vikugömul og að mestu dottin úr umræðunni. Rakst á fína grein í NY Times, þar sem rætt er við sálfræðinga, og reynt að skilja þann kaldranalega og að mati margra sjokkerandi talsmáta sem heyra mátti í samtölum þyrluáhafnarinnar. En eins og sálfræðingarnir benda á þá er þessi talsmáti ekki í sjálfu sér vísbending um óvenjulegan hrottaskap mannanna, heldur jafnvel hið gagnstæða, þeir eru mannlegir og í grunninn siðferðisverur eins og við, okkur er engan veginn eðlilegt að drepa aðrar manneskjur. Það er hins vegar eitt af hlutverkum hermanna. Það er auðveldara ef litið er á skotmörkin sem óvini, helvítis terrorista, en ekki manneskjur af holdi og blóði.

“Military training is fundamentally an exercise in overcoming a fear of killing another human”

 

Þess vegna er ég á móti stríði og hermennsku.

Meira hér...

 


"Stríð er stríð"

…. sagði pólitíkusinn í Kastljósi þegar hann var að útskýra af hverju hryllingurinn af Wikileaks mynbandinu hefði í rauninni því miður ekki komið honum á óvart. Hryllilegir aburðir gerist í stríði, vildi hann meina, það væri nánast óumflýjanlegt.

En bara mínútu áður hafði hann samt verið að réttlæta það að fara útí akkúrat þetta stríð! Til að “frelsa” íbúa Írak frá hræðilega einræðisherranum Saddam Hussein. Það hefði allt verið enn þá hræðilegra í Írak þá en nú. Þetta þóttist pólitíkusinn vita.

Meira hér...


'Nope for Pope' - konu í sæti páfa?

Í framhaldi af síðasta pistli er gaman að benda á beittan pistil Maureen Dowd í NY Times, sem varpar því upp hvort ekki sé komin tími á konu í Páfastól, það gæti mögulega bætt stöðu þessa fúna karlrembu-öfuguggaveldis:

If the church could throw open its stained glass windows and let in some air, invite women to be priests, nuns to be more emancipated and priests to marry, if it could banish criminal priests and end the sordid culture of men protecting men who attack children, it might survive. It could be an encouraging sign of humility and repentance, a surrender of arrogance, both moving and meaningful.
Cardinal Ratzinger devoted his Vatican career to rooting out any hint of what he considered deviance. The problem is, he was obsessed with enforcing doctrinal orthodoxy and somehow missed the graver danger to the most vulnerable members of the flock.
The sin-crazed “Rottweiler” was so consumed with sexual mores — issuing constant instructions on chastity, contraception, abortion — that he didn’t make time for curbing sexual abuse by priests who were supposed to pray with, not prey on, their young charges. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband