Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Það sem “ískalt hagsmunamat” þýðir í raun

Þegar menn segjast byggja ákvörðun um tiltekna niðurstöðu í lögfræðilegu ágreiningsmáli á ísköldu hagsmunamati þýðir það í raun alveg það sama og að segja að ákvörðunin sé byggð á faglegu lögfræðilegu mati, á kostum og göllum, áhættu og ávinningi, þeirra valkosta sem í boði eru.

Ef borðleggjandi væri að mál myndi vinnast væri ágreiningurinn borinn undir dómstól, myndi hvorki ískalt, hlandvolgt né funheitt hagsmunamat segja að frekar ætti að semja, heldur þvert á móti að fara ætti í mál. Þeir lögfræðingar sem mæla með fyrirliggjandi samningum um Icesave, og þeir eru nú allnokkrir, meðal annars Lee Buchheit og Lárus Blöndal, eru m.ö.o. að segja að okkar lagalegu rök séu ekki sérlega sterk og að gagnaðilinn hafi ýmislegt og jafnvel meira til síns máls en við.

Þetta þora stjórnmálamenn ekki að segja nægilega skýrt svo allir skilji. Bjarni Benediktsson komst þó nálægt því í umræðum á Alþingi við lokaatkvæðagreiðsluna um Icesave frumvarpið. Hafi hann þökk fyrir, betra væri ef hann hefði sagt það fyrr.

Sumum finnst að í stað þess að hlusta á færustu lögfræðinga, eigi að leggja þetta lögfræðilega hagsmunamat í hendur almennings. Það væri svona eins og að spyrja vinnufélagana og fjölskylduna hvort fara ætti í mál útaf flóknum ágreiningi, í stað þess að hlýða ráðum sérfræðinga. Það er að mínu mat óráð.


Verið að færa til fyrra horfs

Það mætti koma fram í fréttinni að með þessari launabreytingu e verið að færa laun fyrstu varaborgarfulltrúa til fyrra horfs, svo það er hálfskrýtið að fyrrverandi borgarstjóri skuli vera svo mótfallinn þessu. Fyrstu varamenn hvers lista voru einmitt með 70% af launum fastafulltrúa þar til um síðustu áramót, en fengu í staðinn ekki aukalega grett fyrir nefndarsetu, sjá þessar t.d. þessar frétt frá 7. jan. 2010Greiðslur til borgafulltrúa lækkaðar

og þessa frétt frá 12. nóv. 2009: Margsamsett laun borgarfulltrúa.


mbl.is Fimm milljónir í vasa varaborgarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoppar x-Æ varamannahringavitleysuna?

Allt stefnir í að Besti flokkurinn fái nokkra fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur, með stefnuskrá sem er undarleg blanda af gríni og alvöru. Hér er eitt mál sem þessi nýi flokkur getur lagt til, sé einhver alvara að baki háði hans um að ætla að “hjálpa vinum sínum að fá góð störf”. En kannski eru þetta ekki nein vísvitandi öfugmæli, og kannski finnst BF liðum bara sjálfsagt mál að taka þátt í þessu, og borga þannig vara-varafulltrúmum sínum laun (úr vasa okkar kjósenda og skattgreiðenda).

En ef þið vilijð hrista aðeins upp í kerfinu og sýna lit: Stöðvið þá hringavitleysu að verið sé að kalla inn varamenn í Borgarstjórn í nokkrar mínútur!

Þessi hefði hefur skapast í Borgarstjórn, ekki veit ég á hversu löngum tíma, að varamenn séu kallaðir inn til að “leysa af” aðalmenn, jafnvel bara í fáeinar mínútur.

Meira HÉR


Að öllu gríni slepptu

Það er kostulegt að fylgjast með kosningabaráttunni hér í Reykjavík. Nýjustu kannanir herma að Gnarr & Co séu komin með hreinan meirihluta!Fyrirgefiði, en man einhver hver er í þriðja sæti á listanum hans, eða því fjórða, eða fimmta? (516 hafa skoðað CV frambjóðandans í 4. sæti, 380 hafa skoðað pistil þess í 7. sæti.)

Nú held ég ekki að það gerist að BF fái 8 menn kjörna enda hafa aðrar kannanir sýnt minna fylgi, en framboðið fær örugglega fleiri en einn inn í borgarstjórn, það virðist nokkuð ljóst.

Það verður forvitnilegt hvað gerist í framhaldinu. Virðist algjörlega út úr kortinu að Samfó og VG nái hreinum meirihluta, eins og á Alþingi. BF stefnir í oddaaðstöðu. Hvað gera þau? Hvað vilja þau, þegar gríninu sleppir? HVER eru þau?

Ef BF myndar meirihluta með xD með Hönnu Birnu sem borgarstjóra held ég að brosið frjósi á mörgum kjósanda þeirra.

 

... meira HÉR

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband