Hatursáróđur á Moggabloggi

Ég hef ákveđiđ ađ endurvekja a.m.k. um sinn ţessa bloggsíđu úr dvala til ađ skrifa um mikilvćgt mál.

Ég rakst hér á svo svćsinn hatursáróđur ađ mér blöskrađi og tel fulla ástćđu til vara viđ ţeim málflutningi sem viđgengst hér á sumum bloggsíđum.

Ţegar nasistar vildu afmennska gyđinga og magna upp andúđ gegn ţeim og hatur, kölluđu ţeir ţá andstyggilegum ókvćđisorđum eins og afćtur og sníkla.

Ţegar Hútú-leiđtogar vildu magna upp hatur gegn Tútsíum í Búrúndí og Rúanda voru notuđ orđ eins og afćtur og sníklar.

OG ţessi orđ - afćtur og sníklar - eru notuđ nú fyrir nokkrum dögum í bloggpistli á síđu Valdimars Jóhannessonar, í grein sem hann ţýddi og birti af amerískri hatursbođskapssíđu.  Á síđu Valdimars eru ţessi orđ notuđ um múslima. Ţau eru notuđ til ađ kynda undir ótta og óvild. Ţau eru notuđ til ađ auka HATUR.

Ég reyndi ađ rökrćđa viđ Valdimar í athugasemdum viđ pistil hans en hann nennti ekki ađ rćđa viđ mig og eyddi út athugasemdum frá mér. Svo gerist ţađ ađ bloggarinn Halldór Jónsson endurbirti sömu ljótu greinina.

Valdimar Jóhannesson og Halldór Jónsson eru ađ nota bloggsíđur sínar hér á Moggabloggi til ađ dreifa hreinum og ómenguđum hatursáróđri. Ţetta eru bloggarar sem fleiri hundruđ lesa á hverjum degi.

Valdimar og Halldór dreifa hatursáróđri. Ţeir bođa hatur. Skrif ţeirra eru líklega brot á 233. grein hegningarlaga.

Ég vil ekki beita mér fyrir ţví ađ ţagga niđur í rasistum og hatursveitum, en slík skrif eiga heldur ekki ađ fá ađ birtast athugasemdalaust.

Morgunblađiđ verđur svo sjálft ađ gera upp viđ sig hvort slíkur hatursáróđur sé í lagi á bloggsíđum mbl. 

valdimar

Valdimar H. Jóhannesson

 

halldor

Halldór Jónsson

 

 


Yfirgef Moggabloggiđ

Moggabloggiđ er ţví miđur orđinn hrćđilega leiđinlegur og dapur vettvangur. Ég ćtla ţví ađ hvíla ţessa síđu og taka mér hlé frá bloggskrifum. Kannski finn ég mér síđar annan vettvang ef áhuginn vaknar á ný. Ég vil ađeins útskýra af hverju ég er búinn ađ gefast upp á akkúrat ţessum vettvangi.

 1) Mjög einhliđa skođanir

Alltof margir af ţeim sem hér eru eftir eru forpokađir íhaldspúkar. Mikill meirihluti sem hér skrifar styđur ríkisstjórnarflokkana, eru harđir andstćđingar ESB og međ svona leiđinda ţjóđrembutuđ og útlendingaótta og fordóma. Flestir sem hér skrifa og kommentera virđast miđaldra eđa eldri og áberandi skortur er á konum. Ţćr eru varla nema 5-10% hér á blogginu

2)  Alltof mikill rasismi

Alltof margir eru hér ađ básúna ljótum og leiđinlegum rasistaskođunum, og of fáir virđast kippa sér upp viđ ţađ. Ţessu tengt er furđulega hátt hlutfall heitra stuđningsmanna Ísraels í stríđi ţví sem nú stendur yfir og ţar sem Ísraelsmenn hafa murrkađ lífiđ úr vel yfir ţúsund óbreyttum borgurum og ţar af yfir 200 börnum. Margir Moggabloggara telja ţetta sjálfsagđa "sjálfsvörn". Ég nenni ekki ađ rífast lengur viđ ykkur, ţiđ geriđ mig dapran og ég vil ekki eyđa orku í ykkar ljótu og neikvćđu skrif. (Reynar voru ţó nokkrir bloggarar sem yfirgáfu ţessa skútu í rasismabylgjunni sem reiđ hér yfir í moskuumrćđunni í borgarstjórnarkosningunum.)

 3) Fátíđar gefandi umrćđur

Kommentasvćđin eru ekki notuđ til rökrćđna og heilbrigđra skođanaskipta, heldur sitja sömu mennirnir og rausa og rausa, margir "peista" inn sömu langlokunum aftur og aftur viđ marga pistla, leiđinlegur tröllaskapur er áberandi og virđist vera ađ ţeir helstu sem kommentera er fólk sem enginn myndi nenna ađ tala viđ augliti til auglitis.

4) Fáir lesendur

Moggabloggiđ er minna lesiđ nú en áđur, a.m.k. eru miklu fćrri sem lesa  ţađ sem ég skrifa hér en var fyrir 5-6 árum síđan. Raunar hampar forsíđa moggabloggsins miklu frekar ropgösprurum og rasistum en ţessu kvabbi mínu.

 

Auđvitađ eru undantekningar frá ţessu. Einstaka menn er hćgt ađ lesa til gamans og fróđleiks, Ómar Ragnarsson og Jens Guđ koma upp í hugann. En hinir eru of margir, sem taka bara frá manni tíma viđ lesturinn, mađur ćsir sig upp, rífst kannski ađeins og skammast, en ţađ er vita tilgangslaust ţví ţverhausarnir sem hér skrifa skipta aldrei um skođun.

Eigiđ góđa helgi. Veriđ ţiđ sćl! 

fjall3

Ljós í myrkri 


Bandaríkjastjórn viđurkennir HRYĐJUVERK ÍSRAELA

Ţetta kom fram í kvöldfréttum RÚV:

Talsmađur Barack Obama Bandaríkjaforseta segir ađ ekkert geti réttlćtt árás Ísraelsmanna á neyđarskýli Sameinuđu ţjóđanna ţar sem minnst sextán fórust og hundrađ sćrđust. 

Ţetta er ekki tilbúningur RÚV, sömu fréttir eru stađfestar um heim allan. Ţetta má lesa á síđu BBC:

The US has said the shelling of a UN shelter in Gaza is "totally unacceptable and totally indefensible". 

Hvađ er ţađ ţegar ráđist er á óbreytta borgara međ sprengjuárás, á skóla ţangađ sem ţúsundir höfđu leitađ skjóls undan sprengjuregni, og bandamenn sprengjumannanna stađfesta ađ EKKERT geti réttlćtt árásina, hún sé algjörlega óásćttanleg og óverjandi međ öllu - 

Er ţetta nokkuđ annađ en hryđjuverk

Hvađ segir Ísraelsvinakórinn hér á Moggabloggi? Er Bandaríkjastjórn gengin til liđs viđ vinstri-áróđursmaskínu Hamas? 

 

Screen Shot 2014-07-31 at 21.25.10

Samkvćmt rasista-Moggabloggkórnum sýnir ţessi mynd "sjálfsvarnarárás" Ísraelshers, eđa eyđileggingu á neđanjarđargöngum ... 


Mótmćli í dag viđ bandaríska sendiráđiđ kl. 17


Útifundur viđ Bandaríska sendiráđiđ vegna Gaza - Hćttiđ ađ vopna Ísraelsher til vođaverka, Stöđviđ blóđbađiđ tafarlaust!
 
Ţúsundir Ísraela hafa mótmćlt árásunum. Tökum höndum saman. Komum skilabođunum beint til Bandaríkjastjórnar, bandaríks stjórnvöld halda uppi stríđsrekstri Ísraels og styđja vođaverk ţeirra skilyrđislaust.
 
Í da klukkan 17 viđ Laufásveg. 

Ber EKKI tilbaka óeđlilegan ţrýsting og afskipti ráđherra

Lögreglustjórinn ber ekki tilbaka meginefni fréttar DV, ađ ráđherrann var međ mjög óeđlileg afskipti af rannsókn málsins og beitti lögreglustjórann ţrýstingi, í rannsókn hans á lekanum úr ráđuneytinu. Hvort ţetta hafi flýtt fyrir uppsögn lögreglstjórans eđa ekki skiptir ekki höfuđmáli. Ráđherrann var ađ pönkast á sínum undirmanni ţegar sá var ađ rannsaka hugsanleg lögbrot hennar.

 Ţađ er algjörlega óverjandi og óásćttanlegt. 

 


mbl.is Blćs á fréttaflutning DV
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hugrakkt blađ og íslenskur hćgripopúlismi

Ţađ eru ekki allir rússneskir fjölmiđlar sem taka ţátt í áróđursfarsa Pútinveldisins. Blađiđ Novaya Gazeta birti á forsíđu sinni í dag stóra ljósmynd af líkfylgd nokkurra hollensku fórnarlamba árásarinnar á farţegaflugvél Malaysian Airlines yfir Úkraínu, undir fyrirsögninni, Fyrirgefiđ okkur, Holland. Á hollensku.

NovayaGazeta 

Ritstjórn blađsins horfist í augu viđ ţann raunveruleika ađ rússnesk stjórnvöld bera verulega ábyrgđ á ţessu ódćđi, og ţađ sem meira er um vert ŢORA ađ segja frá ţví. Ritstjórarnir fá vafalítiđ ađ finna fyrir ţví, ţví Rússland er ekki frjálst ríki og fjölmiđlum er síđur en svo óhćtt ađ tjá skođanir og segja fréttir sem er stjórnvöldum ekki ađ skapi. Yfir stćrsta fjölmiđlabatteríi ríkisins hefur Pútín sett orđljótan og fordómafullan pópúlista, hálfgerđur trúđur ef ekki vćri fyrir hatursfull ummćli hans t.d. í garđ homma, og eru fjölmiđlar nú uppfullir af snarklikkuđum samsćriskenningum og öfgabulli. Um áróđurskenndan og ólíkindalegan fréttaflutning af árásinni flugvélina ritađi Egill Helgason í pistli fyrr í vikunni.

Ansi sérstakt í ţessu ljósi ađ lesa nýlegan pistil eftir Jón Magnússon ţar sem hann tekur upp hanskann fyrir Pútín. Jón er einn sá íslenski stjórnmálamađur sem einna lengst hefur gengiđ í dađri viđ hćgripopúlisma, andúđ gegn innflytjendum og ţjóđrembu. En ađ hann styđji fasisma Pútíns kemur mér samt á óvart.

Jón-"Ísland fyrir Íslendinga"-Magnússon, ţú ert gjörsamlega úti á túni, eins og svo oft í ţínum málflutningi.

 


Obama ítrekar stuđning viđ innrás og manndráp Ísraelsmanna

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagđi á blađamannafundi í Hvíta húsinu í dag ađ hann hefđi rćtt viđ Benjamin Netanyahu, forsćtisráđherra Ísraels, um ástandiđ á Gaza. Lagđi hann áherslu á stuđning Bandaríkjanna viđ Ísrael um rétt ţjóđarinnar til ađ myrđa óbreytta Palestínumenn, konur og börn.

Fundurinn var haldinn vegna harmleiksins í Úkraínu. Í lok fundarins minntist hann hins vegar á ástandiđ á Gaza. Obama sagđi ađ Bandaríkin hefđu litlar áhyggjur af lífum saklausra borgara á Gaza. 

„Viđ erum vongóđ um ađ Ísrael muni áfram nálgast ástandiđ á ţann veg ađ drepa ekki alltof marga almennra borgara,“ sagđi Obama viđ blađamenn. Viđbrögđ forsetans koma í kjölfar aukinna manndrápa á Gaza. Sagđi Obama ađ sírenur hefđu heyrst á međan á símtali ţeirra stóđ.

Samkvćmt tilkynningu frá forsćtisráđherranum eru ţetta ţćr ađstćđur sem milljónir Ísraela ţurfi ađ búa viđ, ţ.e.a.s. gagnárásir frá hernumdu svćđunum. 

Taliđ er ađ a.m.k. 274 Palestínumenn hafi veriđ drepnir og yfir 2000 sćrst í loftárásum Ísraela á Gaza undanfarna ellefu daga. Taliđ er ađ 28 manns hafi veriđ drepnir undanfarinn sólarhring skv. frétt Guardian.

Byggt á frett visir.is

 

AR-140719009

 


Dauđastríđ hvala ţolir ekki dagsljósiđ

Sjávarútvegsráđherra og fiskistofustjóri vilja ekki opinbera niđurstöđu rannsókna á dauđatíma hvala sem veiddir eru, en ţetta hefur veriđ rannsakađ á yfirstandandi hvalavertíđ. Ráherrann svarađi fyrirspurn um ţetta á Alţingi. Hér er frétt um máliđ á visir.is.

Margir andstćđingar hvalveiđa beita međal annars ţeirri röksemd fyrir afstöđu sinni ađ erfitt sé ađ taka af lífi hval á skjótan og mannúđlegan hátt. Leynd ráđherrans styrkir ţeirra málsstađ, ţví ef rannsóknirnar myndu sýna ađ hvalirnir vćru aflífađir hratt og vel myndi ţeim upplýsingum varla veriđ haldiđ leyndum.

Stćđi fólki á sama ef nautgripir vćru drepnir ţannig í sláturhúsum ađ ţađ tćki frá nokkrum mínútum og upp í hálftíma* ađ drepast?  Ţetta er hvoru tveggja stór spendýr, međ nokkuđ álíka taugaţroska og tilfinningar.

 LMazzuca_Fin_Whale

Langreyđur 

naut

Naut 

*Ţetta er ágiskun, ţar sem tölum um raunverulegan dauđatíma er haldiđ leyndum. 


Biblían bođar handahöggningar kvenna

Ţegar tveir menn lenda í áflogum og kona annars ţeirra kemur til ţeirra til ađ bjarga manni sínum úr greipum andstćđingsins og hún réttir út höndina og grípur um hređjar honum, skaltu höggva af henni höndina og ekki sýna henni neina miskunn.

(Fimmta Mósebók, 25:11) 

Ţetta er skýrt og skorinort bođorđ, heilagt Guđs orđ, samkvćmt kristnum kenningum og fjölmörg viđurkennd trúfélög ("sértrúarsafnađir") sem styrkt eru af ríkissjóđi trúa ţví ađ bćđi gamla og nýja testamentiđ sé raunverulega bođskapur sem sé kominn frá ćđri máttarvöldum, orđrétt, ţar sé allt satt og rétt.

Sem betur fer gengur fylgismönnum slíkra trúarsafnađa ţokkalega ađ samrćma trú á bókstafinn og almennt nútíma siđgćđi og almenn mannréttindi. Ţeir viđurkenna ađ reglur mannlegs samfélags eru í praxis mikilvćgari en Guđs orđ, og engir vilja í alvöru fylgja ţessari reglu Guđs um ađ höggva skuli hönd af konu sem grípur í pung andstćđings manns síns. En spyrjir ţú ţá, trúir ţú ađ allt sem stendur í Biblíunni sé satt og rétt og frá Guđi komiđ, ţá vćntanlega munu ţeir játa ţví. 


Allt í plati hjá Sveinbjörgu!

Ţeir sem kusu framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningum af andstöđu viđ múslima á Íslandi veđjuđu á rangan hest. Ţetta sagđi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag.

Sveinbjörg sagđi ađ ummćli sín í ađdraganda kosninganna um lóđaaúthlutun til byggingar mosku vćru ekki í samrćmi viđ stefnu flokksins, og ađ ţau hafi veriđ óábyrg og sögđ í hálfkćringi. Hún hafi ekki veriđ ađ sćkjast eftir atkvćđu hatrammra andstćđinga Íslam, og ţeir sem kunni ađ hafa kosiđ flokkinn á ţeim forsendum hafi veđjađ á rangan hest.

Ţá liggur ţađ fyrir. Mosku- og íslamandstćđingar sem fariđ hafa hamförum á moggabloggi voru platađir.  En alla vega fékk Framsókn tvo fulltrúa í borgarstjórn.

(Tekiđ af vef RÚV.) 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband