Múslimar og trúleysingjar útsendarar Satans?

Því hefur verið haldið fram að Satan hafi búið til íslam og Kóraninn. Því hefur líka verið haldið fram að sá gjörningur verði til þess að villa trúleysingjum sýn á hinum eina sannleika.

Þetta komment kom frá frelsuðum kristnum bloggara í fjörugri umræðu við seinasta pistil: Eygló sýnir fordómum Sveinbjargar umburðarlyndi.

Þetta vekur upp forvitnilegar spurningar. Trúa kristnir á tilvist Satans?  Byggist andstaða við múslima og fyrirhugaða mosku þeirra á trúarlegum forsendum, að þeirra trú sé villutrú?

Í þessu samhengi vekur athygli að Sveinbjörg Birna nýkjörinn borgarfulltrúi Framsóknarflokksins situr í stjórn kristilegs trúfélags. En það kemur fram í greinargóðri samantekt í DV í dag, að Sveinbjörg er gjaldkeri sóknarnefndar Háteigssóknar, einnar af fjölmörgum sóknum Þjóðkirkjunnar.

Trúfélag Sveinbjargar nýtur margs konar forréttinda umfram önnur trúfélög.

Er það ekki sérstakt að stjórnarmaður í trúfélagi beiti sér í pólitík gegn öðru trúfélagi? 

Vill Framsóknarflokkurinn að hér á landi sé jafnræði á milli trúfélaga?

Eða ættum við að taka umræðuna skrefi lengra og koma á jafnræði trúfélaga og annarra félaga? Með núverandi fyrirkomulagi er ríkið að moka undir alla sértrúarsöfnuði, sama hvaða rugl og fordóma þeir boða. Þetta er gert til að reyna aðeins að "jafna" stöðu þeirra gagnvart ríkistrúfélaginu, sem fær 4-5 milljarða úr ríkissjóði á ári hverju.

Engir stjórnmálaflokkar nema þá Píratar hafa viljað hreyfa við slíkum hugmyndum, að afnema sérréttindi trúfélaga og sjálfvirka ríkisstyrki til þeirra. 

 

 


Eygló sýnir fordómum Sveinbjargar umburðarlyndi

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra vill ekki gagnrýna oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir að gera úthlutun lóðar undir félagsheimili homma að kosningamáli. Mikilvægt sé að ræða opinskátt og fordómalaust um þann vanda sem geti fylgt ólíkri kynhneigð í fjölmenningarsamfélagi.

 Kynhneigðarmál heyra undir Eyglóu Harðardóttur félagsmálaráðherra.  Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðtogi Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sætt gagnrýni fyrir að gera að kosningamáli úthlutun lóðar undir félagsheimili til félags homma á Íslandi.  

Eygló segir að stefna Framsóknarflokksins sé skýr og að hommar eigi að hafa sama rétt til að reisa sér hús. „Ég tel að ef félög vilja byggja hús þá eiga þau að geta gert það og það á ekki að mismuna eftir kynhneigð, menn geta síðan haft skoðun á því hvort að það sé rétt að úthluta svona félögum fríum lóðum og svo er það kannski bara hluti af skipulagsferlinu að ákveða hvar sú lóð eigi að vera.“

Eygló vildi ekki svara því hvort hún væri sammála tillögu Sveinbjargar um að draga til baka úthlutun lóðar undir félagsheimilið.  „Þegar maður er í miðri kosningabaráttu er ýmislegt látið flakka. Það sem ég legg áherslu á að við þurfum að tala um þetta á málefnalegan máta, horfast í augu við það að það geta komið upp vandamál og ótti þegar fólk með ólíka kynhneigð mætist. Þá er lykilatriði að við ræðum það og horfumst í augu við þá staðreynd og reynum ekki bæla umræðuna heldur leitum leiða og lausna og sýnum hvort öðru umburðarlyndi. Og það er kannski það sem mér hefur fundist skorta á í umræðunni að undanförnu.“

 

Screen Shot 2014-06-04 at 22.25.49

Byggt á frétt RÚV 


Sigmundur ósammála Sveinbjörgu?

Í þætt­in­um Eyj­unni á Stöð 2 sagði Sig­mund­ur að það að gera upp á milli trú­ar­bragða væri ekki í anda stefnu flokks­ins. 

En oddviti Framsóknarflokksins sagði 22. maí að hún teldi að það ætti ekki að úthluta lóð undir mosku á meðan hér væri Þjóðkirkja.

Oddvitinn sagði sem sagt mjög skýrt og greinilega að það skuli gera upp á milli kristinnar Þjóðkirkju og múslimasöfnuði Félags múslima.

Formaðurinn segist nú - 9 dögum síðar - vera þessu ósammála, en hann segir ekki hvað honum finnist um þessa skoðun oddvitans, sem var mjög afdráttarlaus. 

Hér er OPIÐ BRÉF til Sigmundar Davíðs. Með von um svar. 


mbl.is Sigmundi Davíð misboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svaka lokametrar hjá Framsókn!

Hæ Sigmundur Davíð,
Til hamingju með úrslitin, frábærir lokametrar hjá valkyrjunum í Framsókn! En hérna, sko, ég vil ekki vera með nein leiðindi, bara ALLS EKKI, en bara, hvernig sko, hvað er málið með þessa mosku? Eiga ekki trúfélög að fá að byggja sér hús? Ég meina, lögleg, viðurkennd trúfélög? Eða snýst þetta um að Sveinbjörg og Guðfinna vilji finna aðra og betri lóð? Þær hafa aldrei sagt það sko. 
Þú kannski sendir smá línu á fjölmiðla, bara svona eftir helgi. Það virðist vera einhver misskilningur í gangi að þið séuð á móti Félagi múslima. Virkar dáldið 'off', að einn flokkur sé að berja á einu litlu 500 manna trúfélagi. Þú veist, sumir gætu haldið að þið væruð, tja, bara að mismuna trúfélögum?! Það er ekki þannig, ha? 
ok bæ! ♥

 

Screen Shot 2014-06-01 at 11.07.24 


mbl.is Sveinbjörg þakkaði fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagafrelsi og trúfrelsi

Ég er ekkert endilega hrifinn af íslam þannig séð. Ég er ekkert sérstaklega upprifinn af skipulögðum trúarbrögðum yfirleitt.

Mér finnst þessi náskyldu abrahamísku trúarbrögð (kristni, íslam, gyðingdómur) vera alltof mikið í því að draga fólk í dilka og dæma aðra. Saga Evrópu síðustu þúsund ár einkennist öðru fremur af deilum milli kaþólikka og mótmælenda, alla vega var trúin notuð til dilkadráttar og sem skálkaskjól fyrir ofbeldi og stríð, þó undir niðri snerust deilurnar sjálfsagt fyrst og fremst um völd og peninga.

Siðaskiptin íslensku þarf ekki að rifja upp, þar voru menn hálshöggnir og í kjölfarið varð Ísland eitt allra leiðinlegasta land Evrópu, þar sem íslenska lúterska kirkjan, fyrirrennari Þjóðkirkjunnar, hafði það sem meginmarkmið að drepa fólk úr leiðindum. Ekki mátt syngja og dansa, og helst ekki skemmta sér yfir höfuð, í hátt í 400 ár. Þetta hafði það í för með sér að þjóðdansaarfi landsins var hér um bil útrýmt og stórum hluta af tónlistararfi þjóðarinnar.

En þetta var nú bara smá formáli.

Hér á landi ríkir trúfrelsi. Margir virðast alls ekki skilja þetta hugtak, svo sem ekki skrýtið, þetta er til að gera nýtt í Íslandssögunni. Trúfrelsi þýðir að hver og einn getur kosið að aðhyllast þá trú sem hann kýs, eða að aðhyllast enga trú. Ríkisvaldið á ekkert að skipta sér af því.*

*(Það gerir það auðvitað í dag að vissu leyti, með því að ríkið rekur eitt trúfélag og styrkir sérstaklega.)

Hér ríkir líka félagafrelsi. Félagafrelsi þýðir að fólki er frjálst að stofna félög um sín áhuga- og/eða hagsmunamál.

Ríkið á ekki að setja frjálsum félögum neinar skorður, aðrar en þær að félag má ekki stofna beinlínis utanum eitthvað ólöglegt.

Ef félag vill byggja hús undir sína starfsemi þá að sjálfsögðu á sú almenna regla að gilda að öll félög skulu hafa til þess jafnan rétt og fá að gera það, í samræmi við skipulag og reglur og í samvinnu við skipulagsyfirvöld á hverjum stað. Rétt eins og einstaklingar og fyrirtæki mega byggja sér hús.

Ef Jón Jónsson fær til umráða lóð til að byggja á hús, þá höldum við EKKI atkvæðagreiðslu um það hvort HANN megi byggja á lóðinni. Fólk getur haft á því skoðun hvort lóð Jóns sé hentug undir hús sem hann hyggst byggja, en við förum ekki að greiða atkvæði um það hvort HANN eða EINHVER ANNAR megi byggja á lóðinni!

Hið sama gildir í aðalatriðum um FÉLÖG. Fjölmörg félög hafa byggt hús undir sína starfsemi, svo sem hjálparsveitir, frímúrarar, Kiwanis, Lions, íþróttafélög, verkalýðsfélög, o.fl. o.fl.

Ef trúfélög, líkt og hver önnur félög, vilja byggja sér hús, og fara löglega leið við það, þá er það EKKI OKKAR að segja hvort þau mega það eða ekki! Það skiptir ekki máli hvort ÞÉR EÐA MÉR finnst að Lions, Frímúrarar, Kiwanis, nú eða Framsóknarflokkurinn, eigi að byggja sér hús eða ekki. 

Mér finnst t.d. Vottar Jehóva óttalega vitlaust félag. Þau eiga þetta fína hús kyrfilega merkt, sem einmitt blasir við öllum vegfarendum sem keyra í borgina niður Ártúnsbrekku. Það er ekki mitt að mótmæla því að þeir eigi sitt hús, þó ég megi auðvitað hafa mína skoðun á félaginu. En þetta er LÖGLEGT FÉLAG og þau eiga að mega gera það sem þau vilja, innan ramma laga og reglna, svo fremi sem það truflar ekki aðra. 

Í sumum tilvikum styðja yfirvöld byggingar félaga, miklir peningar fara úr sjóðum sveitarfélaga til bygginga íþróttafélaga og vafalítið styrkja sveitarfélög ýmis önnur félög, svo sem hjálparsveitir, t.d. með því að leggja þeim til lóðir undir starfsemi sína.

Um trúfélög gilda svo sérreglur, samkvæmt lögum settum af Alþingi, að sveitarfélög skulu láta þeim í té lóðir undir kirkjur og bænahús endurgjaldslaust. EF á annað borð á að vera trúfrelsi í landinu, þá geta ekki sveitarfélög gert upp á milli löglegra viðurkenndra trúfélaga þegar að þessu kemur. Þetta hljóta allir að skilja, sem á annað borð hugsa málið. 

Vissulega orka þessi lög tvímælis, að trúfélög skuli njóta þessara sérréttinda umfram önnur félög, en þá skulum við ræða það á almennum nótum, um ÖLL trúfélög, líka Þjóðkirkjuna, og taka fyrir öll sérréttindi trúfélaga, til dæmis að þau fái "félagsgjöld" beint úr ríkissjóði í formi sóknargjalda.

Ef trúfélög, líkt og önnur félög, vilja byggja sér hús, og fara löglega leið við það, þá er það EKKI OKKAR eða tiltekinna pólitíkusa að segja hvort þau megi það eða ekki! Það skiptir ekki máli hvort ÞÉR EÐA MÉR finnst að Lions, Frímúrarar, Kiwanis, nú eða Framsóknarflokkurinn, eigi að  byggja sér hús eða ekki. 

Hér á að ríkja trúfrelsi og félagafrelsi, og þá hlýtur almenna reglan að vera sú að félög mega byggja sér hús yfir sína starfsemi, og að ríki og sveitarfélög geri ekki upp á milli viðurkenndra trúarbragða og trúfélaga.

Eru virkilega einhverjir ósammála þessu?

Á ég að trúa því að næststærsti stjórnmálaflokkur landsins, flokkur forsætisráðherra, sem nú fer með stjórn landsins í tveggja flokka stjórn, sé ekki með algjört svona grundvallaratriði frjáls samfélags á hreinu?  


Múslimafóbían skipulögð, forsætisráðherra sekur

Guðrún Bryndís Karlsdóttir skrifar grein í Kvennablaðið í gær og staðfsetir það sem flesta var farið að gruna, andúðin gegn fyrirhugaðri mosku er skipulögð. Þetta er ekki eitthvað sem valt uppúr oddvitaframbjóðandum. Þetta skýrir þögn forsætisráðherra.

Forsætisráðherra Íslands tekur þátt í skipulagðri aðför að mannréttindum minnihlutahóps. 

Er þetta Framsókn framtíðar? 

Þegar ég mætti í vöfflukaffi vikuna sem Jesú, Jón Gnarr  og Óskar fengu fjölmiðlaathygli, kallaði Benedikt Þór Gústafsson sem þá var varaformaður kjörnefndar mig á sinn fund.Tilgangurinn var að fræða mig um kristin gildi flokksins og að verkefni þeirra sem kæmust í borgarstjórn væri að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík.

 

Nú er spurning hvort þetta útspil skili flokknum fulltrúa í borgarstjórn. Hvernig ætlar sá fulltrúi að standa við "kosningaloforðið"? 


mbl.is Framsókn með mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis lóðir til trúfélaga - hversu margar í viðbót?

Hvaða eiga mörg af öllum opinberlega skráðum og viðurkenndum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum eftir að sækja um lóð í sínu sveitarfélagi til að byggja félagsaðstöðu, og eiga samkvæmt lögum rétt á á að fá úthlutað, ókeypis.

  Trúfélag               /            Fjöldi félaga  /  sem ríkið greiðir fyrir sóknargjöld

Óháði söfnuðurinn

3.3122.633
Fríkirkjan í Hafnarfirði6.2214.561
Sjónarhæðarsöfnuðurinn5739
Vottar Jehóva688544
Bahá'í samfélagið399317
Ásatrúarfélagið2.3822.122
Krossinn601489
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu185149
Vegurinn632479
Orð lífsins..
Kletturinn - kristið samfélag..
Búddistafélag Íslands964743
Fríkirkjan Kefas12194
Fyrsta baptistakirkjan2620
Félag múslima á Íslandi481317
Íslenska Kristskirkjan273206
Boðunarkirkjan119103
Samfélag trúaðra3226
Zen á Íslandi - Nátthagi111103
Betanía185141
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan563438
Serbneska rétttrúnaðarkirkjan276202
Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar2117
Reykjavíkurgoðorð2625
Heimakirkja9189
SGI á Íslandi165138
Menningarsetur múslima á Íslandi360237
Kirkja hins upprisna lífs3533
Alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists3127
Catch The Fire (CTF)206153
Vonarhöfn2620
Himinn á jörðu3939
Bænahúsið3826
Emmanúel baptistakirkjan2620
Hjálpræðisherinn trúfélag4230
Ísland kristin Þjóð1615
Zuism23
Siðmennt612585
Endurfædd kristin kirkja11
Postulakirkjan Beth-Shekhinah2019
   

 


Grín?

Ja hvað á maður að halda? Er maðurinn að hæðast að öllum þeim sem finnst sjálfsagt að trúfrelsi sé bara svona stundum viðhaft? Eða??

 

grin 


Spurning til Sigmundar Davíðs

Finnst forsætisráðherra í lagi að oddviti flokksins í höfuðborg landsins í sveitarstjórnarkosningum sé á móti almennum mannréttindum og trúfrelsi?

 

Úr stefnu Framsóknarflokksins:

II. Mannréttindi

Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs.

http://www.framsokn.is/stefnan/ 


mbl.is Kosið verði um lóð undir mosku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðgun

Er einhver þessara mynda móðgandi? Þarf ekki ansi einbeittan vilja til að móðgast? Eru myndirnar annars ekki eins??

 

gud1 

 

gud2 

 

gud4

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband