Vann veðmál

Kom heim í morgun eftir rúmlega viku fjarveru. Veðjaði við sjálfan mig að ríkisstjórn Íslands myndi ekki kynna neinar stórtækar eða róttækar sparnaðartillögur meðan ég væri í burtu. Það reyndist rétt. Ég vann veðmálið og keypti þessa líka fínu rauðvínsflösku í fríhöfninni í verðlaun.

Á sama bekk

mynd2

Þessi borgarbúi Washington var ekki alveg viss hvort hann vildi leyfa mér að deila bekknum með sér, en lét mig svo afskiptan. Þetta var skammt fyrir aftan Hvíta húsið, kannski var hann í leynilegri nagdýradeild öryggisgæslu Bandaríkjaforseta.

Íkorni

 


Hugleiðingar frá höfuðborg

mynd8Er staddur vestanhafs, í Washington, á fundið með fjölmörgum kollegum hvaðan æva úr heiminum. Margir spyrja hvernig okkur gangi á Íslandi. Hvorki þó með ásökun eða vorkunnsemi, fólk bara forvitið. Heimamenn sérstaklega hafa um nóg sín efnahagsmál að hugsa.Alltaf gaman að fá tækifæri ða hitta fólk utan úr heimi, hef rætt við fólk frá a.m.k. 20 löndum.

Hafði tíma til að skoða borgina síðastliðinn laugardag. Kom meðal annars að nýlega minnismerki um seinni heimsstyrjöldina, en þar voru þá staddir fjölmargar gamlar stríðskempur úr þeirri styrjöld, að minnast "D-dagsins", orrustunnar um Ermasund sem bar einmitt upp á þeim degi, 6. júní. Það var upplifun að fylgjast með þessum öldnu herrum. Þarna voru einnig yngri hermenn í nútíma herklæðum. Hvernig skyldum við minnast  stríða sem þau heyja, eftir hálfa öld?

 

Fyrir utan Hvíta húsið voru mótmælendur, slíkt er víst daglegt brauð. Að þessu sinni fólk af tamílskum uppruna sem hefur áhyggjur af sinni þjóð. Skiljanlega, held ég. Alþjóðasamfélagið ætti að hafa vakandi auga með með ástandinu þar, til að raunverulegur friður geti skapast.

mynd1

mynd7

mynd9


Hafði Davíð rétt fyrir sér?

... þegar hann mælti með því síðasta haust, að hér yrði mynduð þjóðstjórn?

Ríkisstjórnin hefur vissulega mörg risavaxin verkefni, eitt er að ná tökum á fjármálum ríkisins, og ná hallanum niður í það sem lánadrottnar okkar samþykkja, þeir sem komu okkur til bjargar þegar allar bjargir voru bannaðar. En voða lítið fréttist af slíkum verkum. Samt hefur þetta legið fyrir síðan fyrir áramót.

Utanríkismál: búið að selja nokkrar sendiráðsbyggingar í útlöndum. Ekki búið að fækka sendiherrum eða sendiráðum.

Menntamál: verið að "ræða" og spá í möguleika á að sameina háskóla.

Heilbrigðismál: Búið að ráð almannatengslafulltrúa á LHS.

Félagsmál: ?

Þórólfur Matthíasson benti á að tíminn væri að renna út til að ná fram verulegum niðurskurði á þessu ári, mjög örðugt er að hreyfa við tekjuskatti á miðju ári (sem myndi aldrei skila miklu hvort eð er) og uppsagnir ríkisstarfsmanna skila mjög litlu á þessu ári, því laun þarf að greiða út uppsagnarfrest í 3, 6 eða 12 mánuði.

Þora menn og konur ekki að takast á við þetta risavaxna verkefni? Höfum við eitthvað val?


mbl.is Horfur um efnahagsbata verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vopnaleit á komufarþegum á Leifsstöð

Kom fyrir fáeinum dögum úr stuttri Bandaríkjareisu, í fyrsta sinn í fjögur ár sem ég fer vestur um haf. ÞVí var það að ég kynntist því nú í fyrsta skipti að eftir að Ameríkufarþegar ganga frá borði þurfa þeir að fara í gegnum vopnaleit, á undan vegabréfaskoðuninni. Málmleitarhlið, skönnun á öllum handfarangri, af með föt, hald lagt á vatnsflöskur, með tilheyrandi biðröðum, töfum og leiðindum.

Hvers slags dómadags vitleysa er þetta? Ég var frekar úrillur eftir flugið, gat ekkert sofið enda lítið hægt að halla sætum í nýju fínu flugvélunum. Þegar ég var beðinn um að taka af mér belti spurði ég starfsmanninn kurteislega hvernig stæði á þessu. "Við höfum nú gert þetta í mörg ár", svaraði hann, en bætti svo við: "Æ, það verður blöndun á farþegum og eitthvað svona rugl". (Man þetta ekki alveg nákvæmlega, en þetta var svona efnislega það sem hann sagði.)

Blöndun á hvaða farþegum?  Það eru ENGIR farþegar á þessu svæði flugstöðvarinnar sem ekki hafa þegar farið í gegnum vopnaleit einu sinni hið minnsta.

Af hverju þarf fólk að þola svona vita tilgangslausa vitleysu? Ef meiningin er að skapa atvinnu er nær að borga öryggisvörðunum fyrir að gera eitthvað gagnlegt, eða jafnvel bara fyrir að lesa góðar bækur og drekka kaffi, en ekki fyrir að gera beinlínis ógagn.  

farþegar

Afturför í flugsamgöngum

 

Kannski þetta sé framtíðin?


Hvað kostar að reykja?

Eftir skattahækkun á áfengi og tóbak verður algeng bjórdós komin upp í 287 kr. Það þýðir að sá sem drekkur kippu á dag þarf að greiða fyrir mjöðinn ríflega 628.000 krónur.

Þessi tala finnst kannski flestum litlu máli skipta. Hver þarf að þamba heila kippu af bjór á hverjum degi ársins? En þegar kemur að tóbaki bregður svo við að fjölmiðlar reikna út og segja frá því hversu mikið kosti að reykja heilan pakka af sígarettum á hverjum einasta degi. Kostnaður af því er sannanlega skuggalega hár, eða um 290.000 kr á ári. Það þarf sem sagt ein þokkaleg mánaðarlaun, eftir skatta, til að standa undir  slíkri tóbaksneyslu.

reykingamaðurÞað þykir greinilega ofureðlilegt að reykja 20 sígarettur á sólarhring, meira en eina á hverri einustu vakandi klukkustund, allan ársins hring. Hvernig stendur á því að slík óhófsneysla sé talin eðlilegt viðmið fyrir tóbaksneyslu? Á meðan er sá sem drekkur bjórkippu á dag talinn illa haldinn af alkóhólisma og í bráðri þörf á aðstoð.

Er eðlilegt að vera svo illa haldinn af tóbaksfíkn að maður þurfi að reykja á hverri klukkustund, alla daga vikunnar, allan ársins hring?

Nú skilst mér að eftir skattahækkunina kosti hver sígaretta 40-45 kr. stykkið.  Veit ekki alveg hvort mér finnist það mikið eða lítið. Helmingi ódýrara en lítið súkkulaðistykki. Miklu ódýrara en 700 kr bjórglas á krá.

Þeir sem reykja öðru hvoru 1-2 sígarettur að kvöldi til, eða sem svarar 2 til 3 pakka á mánuði, eyða þannig um 24.000 kr yfir árið, 2.000 kr á mánuði.

Er ekki einfaldlega málið að með frábærri markaðssetningu alla 20. öldina hafa tóbaksfyrirtæki komið því í kollinn á okkur að það sé bara eðlilegt að vera haldin tóbaksfíkn, og selt tóbakið í handhægum umbúðum sem hægt er að ganga með á sér til að svala fíkninni öllum stundum, bókstaflega?

Ég held bara að það sé alls ekki eðlilegt, frekar en gengdarlaust óhóf í öðrum lífsnautnum.

 


XO hafa rétt fyrir sér - trú á að aðskilja frá stjórnmálum

Vondir menn, eins og Donald Rumsfeld klárlega er í mínum huga, geta auðveldlega beitt trú til að styðja vondan málstað og fela skort á alvöru rökum. Þetta sést víðar þar sem bókstafstrúarmenn eru eða hafa verið við völd.

En sumir myndu kannski bara segja að það sé "hefð" í bandarískum stjórnmálum að vitna í Guðs orð, og hefðir skuli virða.

Bandaríkin eru náttúrulega að mörgu leyti stórskrítin. Ég var um daginn að afla mér upplýsinga um leikrit á fjölunum í New York. Sú 'Off-Broadway' sýning sem fær næst-bestu einkunn lesenda á vef New York Times (þ.e. þeirra lesenda og leikhúsgesta sem gefa sýningum einkunnir á vefnum) er einleikur þar sem leikari segir sögu Davíðs konungs, en texti sýningarinnar er allur tekinn orðrétt úr gamla testamentinu!  Þetta segir einn gesturinn:

I don't usually write endorsements, but today I cannot help myself! Recently I had the joy of attending a performance of King David, a musical described as a heart-warming musical celebration of faith for the entire family. I am happy to say that the description perfectly fits the event!
Let me tell you why I recommend that you go see this. First of all, the script is actual word-for-word Scripture. David Sanborn, the gifted and talented actor who performs this one-man play, has memorized vast portions of 1st and 2nd Samuel as well as a number of the Psalms.

 Only in America...

 

Öfgatrúarleiðtogar

Hættulegir öfgatrúarmenn. Sem betur fer farnir frá völdum.


mbl.is Rumsfeld vitnaði í Biblíuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að byrja í nýrri vinnu

Ég hef unnið á nokkrum vinnustöðum um ævina. Aldrei hef ég byrjað í nýrri vinnu með því að sækja messu, raunar aldrei sótt messu sem hluti af vinnu, eða með vinnufélögum.

Mér þykir því mjög sérstök umræða á fjölda bloggsíðna, þar sem fólk hefur miklar skoðanir á því að fjórir þingmenn mættu ekki til messu sem var haldin fyrir setningu Alþingis. Ýmsum þykir þeir vera að vanvirða bæði þing og þjóð og jafnvel sjá á eftir að kosið viðkomandi!

Var messuhaldið partur af vinnu þeirra? Fynndist fólki eðlilegt að allt starfsfólk HB Granda ætti að mæta til messu í upphafi vertíðar, ella verið litið hornauga?

Athyglin sem þetta vakti sýnir að umræðan er þörf. Hefðir geta um margt verið ágætar en eru aldrei yfir gagnrýni hafnar og hlýtur að mega rökræða.


Ættu RKÍ og SÁÁ að opna vændishús?

gleðikonurÞetta er ekki eins galin hugmynd og gæti hljómað í fyrstu. Vændi getur verið mjög arðbært og RKÍ og SÁÁ gera samfélaginu margt gott, og gætu gert enn meira fyrir meira fé. Vændi veldur vissulega samfélaginu tjóni, en það er hvort eð er til staðar í samfélaginu og er þá ekki betra að ábyrgur aðili hafi slíkan rekstur á höndum? Félögin geta svo sett hluta af ágóðanum í að hjálpa fórnarlömbum vændis.

Með svipuðum rökum reka RKÍ, SÁÁ, Landsbjörg og Háskóli Íslands spilakassabúllur. Þær valda sannanlega mörgum tjóni og í raun erfitt að sjá nokkra þörf fyrir þeim og hvort þau veita einhverjum raunverulega ánægju.

Í fréttum í vikunni mátti lesa um nýlega doktorsritgerð Daníels Þórs Ólasonar um spilafíkn á Íslandi. Þar kemur fram um um 3 milljarðar króna fara um spilakassa á ári hverju. Líka kom fram að á árinu 2007 höfðu 11% landsmanna spilað í spilakassa, sem þýðir að um 90% landmanna nota ekki spilakassa. Hvað þýðir þetta? Jú, allir þeir sem einhvern tímann á árinu 2007 prófuðu spilakassa settu að meðaltali um 100.000 krónur í kassa.

Ekki kom fram hversu margir af þessum 11% landsmanna spila í spilakössum að staðaldri, en væntanlega er það ekki nema hluti þeirra. Það þýðir að þeir sem stunda spilakassabúllur að staðaldri setja umtalsvert meira en hundrað þúsund krónur í spilakassa á ári hverju. Kannski nær 200.000 krónum, að meðaltali fyrir "reglulega" notendur? Af þessum 11% eru um 15% taldir eiga við spilafíkn að stríða, eða um 1.6% landsmanna.

Með öðrum orðum, mikill meirihluti landsmanna fer aldrei inn á spilakassabúllur, en þeir sem á annað borð fara á slíka staði eyða að meðaltali að minnsta kosti hundrað þúsund krónum þar. Spilakassar eru þannig aukaskattur á þá sem standast ekki freistinguna að nota þá. 

Er þetta eðlileg og heiðvirð fjáröflun fyrir góðgerðarstofnanir?


100% heimska - gervivísindi og peningaplokk

Veit ekki með ykkur, ég gat ekki annað en brosað að viðtali við knattspyrnukappa úr KR í Fréttablaðinu sem nota sk. "Lifewave" plástra. Þar má lesa eftirfarandi:

Þetta er í rauninni bara vísindi og ekkert annað. Þetta byggir á gömlu austurlensku fræðunum um nálastungupunkta og orkubrautir líkamans. Með því að setja plástrana á ákveðna punkta er verið að örva rafsegulsvið líkamans. Þetta er ný tækni og plástrarnir koma í staðinn fyrir nálarnar.

Þetta er lokað kerfi. Það eru engin efni, krem eða lyf sem fara inn í líkamann sjálfan heldur eingöngu tíðni. Þessi tíðni verður til við sambland sykurs, súrefnis og blöndu af amínósýrum sem eru inni í plástrinum. Það er í raun og veru bara hómópata-remedíur. Þetta eru náttúruleg efni.

Þessi speki vellur upp úr fyrirliða KR og kynningarfulltrúa Lifewave-plástrana. Af tillitsemi við þá nafngreini ég þá ekki hér. Á vefnum má enn fremur lesa að plástrarnir byggja að auki á nanótækni.

Ef það reynist arða af vitglóru í þessu skal ég borða borðstofuborðið mitt.

Lifwave


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband