Djúpivogur, Húsavík, Þingeyri - forræði yfir auðlind?

Ein helstu rök ESB-andstæðinga eru þau að ef við göngum í ESB missum við sjálfsákvörðunarrétt, verðum ósjálfstæð. Allra hættulegast er að við missum forræði yfir auðlindum okkar, sem ESB ásælist, að sögn andstæðinganna.

Ég get vissulega skilið að það væri vont fyrir lítið íslenskt sveitarfélag ef eitthvert stórt útlenskt fyrirtæki kæmi og keypti allan kvóta byggðarlagsins og hyrfi svo á brott, svo störf legðust niður. Er það þetta sem andstæðingar ESB aðildar óttast?

En hverju breytir það fyrir íbúa á DjúpavogiHúsavík og Þingeyri hvort sá sem hirðir kvótann og leggur niður störf í plássinu sé útlenskur eða alíslenskur? 

Hefur fólkið sem starfar í þessum byggðalögum forræði yfir sinni auðlind?  Okkar auðlind? 



mbl.is „Við erum ekki að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég skal hlusta"

- en mér er alveg sama hvað þið segið.

Ég er alveg til í að koma til móts við þau svo lengi sem ég fæ mínu framgengt.

 

Svona nokkurn veginn voru orð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra Íslands, þegar hann tók við undirskriftum 53 þúsund kjósenda.

Hvar lærir maður svona samskipti?

gunnar_bragi_vidtal_0 

 


Til hvers er biskupinn að vísa??

„Átök um trúarbrögð eru í fréttum og allskyns bókstafstrú og trúarofstæki sækja á að maður tali nú ekki um ofstækisfullt guðleysi. ...þegar leitast er við að þvinga hið trúarlega undir yfirborðið og þagga niður, eins og mjög er iðkað á Vesturlöndum, líka hér á Íslandi, þá fer ýmiskonar ofstæki að bæra á sér á ólíklegustu stöðum undir lítt geðþekkum formerkjum,“

 Hvað nákvæmlega er biskupinn að meina??

Ég kannast við fréttir héðan og þaðan utan úr heimi um blóðug átök milli ólíkra trúarhópa, um ofstækisfulla múslima sem hótuðu skopmyndateiknurum og um klikkaða fúndamentalista í Flórida sem brenndu Kóraninn. En ég bara man ekki eftir neinum fréttum um „ofstækisfullt guðleysi“.

Og hvað á Karl við, þegar hann talar um að verið sé að „þvinga hið trúarlega undir yfirborðið“ á Vesturlöndum? Er einhvers staðar á Vesturlöndum ekki fullt trúfrelsi?? Má fólk ekki byggja og sækja kirkjur, moskur og önnur bænahús eins og það lystir?

Ég skil ekkert hvað Karl er að fara. Getur einhver útskýrt það??

== o == o == o == 

unholy_trinity3

Myndin fengin að láni héðan

 

 


mbl.is Guðleysið líka ofstækisfullt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrálátur misskilningur

Hann er þrálátur þessi misskilningur að fólk borgi sóknargjöld til trúfélaga. Það borgar enginn sóknargjald beint til trúfélags. Trúfélög fá sóknargjöld greidd úr ríkissjóði.

Þessi stutta frétt úr Fréttablaðinu ætti því með rétta að segja: Ríkissjóður greiðir sóknargjöld til Krossins fyrir 30% fleiri félaga nú heldur en 1999.

Þannig fékk sértrúarsöfnuðurinn Krossinn 4.3 milljón króna framlag úr ríkissjóði árið 2013 í gegnum sóknargjaldakerfið. 

Screen shot 2014-04-07 at 10.32.47 PM


Fréttablaðið hljóp 1. apríl

Þessi frétt tók heila fjóra dálka í Fréttablaðinu í gær, 2. apríl:

Screen shot 2014-04-03 at 11.13.13 PM 

Eitthvað fannst mér þetta skrýtin frétt, svo ég prófaði að gúggla og finna eitthvað meira um þetta í dönskum miðlum. Og fréttina fann ég, í 'Kristeligt Dagblad'. Nema hvað, fréttin sem hafði birst deginum áður, 1. apríl, hafði verið merkt þann 2. apríl sem "Aprilsnar" - aprílgabb. Svo það lítur út fyrir að Fréttablaðið hafið hlaupið 1. apríl, og látið gabbast. Ætti að kenna blaðamönnum að tvítékka vafasamar fréttir sem þeir finna á netinu.

Hér fyrir neðan er texti fréttarinnar, sem líka má enn lesa í þessum skrifuðum orðum á vef visir.is án þess að blaðið hafi birt leiðréttingu. Menn geta svo haft skiptar skoðanir á þessum "húmor", að búa til gabbfrétt um heimtufrekju austur-Evrópubúa sem lifa sníkjulífi á heiðvirðum Dönum og þjóðkirkju þeirra, allt í boði Evrópusambandsins. Þetta er kannski einhver útgáfa af kristilegum húmor í boði Kristilega dagblaðsins danska.

 

Danskir prestar í vinnuferðir til A-Evrópu
 Evrópusambandsborgarar eiga rétt á þjónustu dönsku þjóðkirkjunnar í heimalandi sínu hafi þeir starfað í Danmörku í einn mánuð eða lengur.

Evrópusambandsborgarar eiga rétt á þjónustu dönsku þjóðkirkjunnar í heimalandi sínu hafi þeir starfað í Danmörku í einn mánuð eða lengur. Danskir prestar eru þess vegna á faraldsfæti, að því er segir á fréttavef Kristilega dagblaðsins í Danmörku.

Þar kemur fram að það séu einkum Austur-Evrópubúar sem biðja um þessa þjónustu en hana fá þeir sér að kostnaðarlausu. Þjónustan felur í sér skírn, hjónavígslu og útför í heimalandinu. 

Haft er eftir formanni danska kirkjuráðsins, Anders Gadegaard, að prestum sem reglulega pakka niður í ferðatösku og halda til Austur-Evrópu fjölgi stöðugt. Hann bendir þó á að mikill hluti "nýja evrópska safnaðarins" tali ekki ensku þannig að innan tíðar verði nauðsynlegt að ráða farandpresta með sérþekkingu á slavneskum málum. 

Morten Messerschmidt, fulltrúi Danska þjóðarflokksins á Evrópuþinginu, segir þessa þróun hroðalega. Enn einu sinni komi í ljós slæmar afleiðingar stækkunar Evrópusambandsins til austurs og regluverks sambandsins.Hann segir það ekki eðlilegt að Danir hafi yfirvald yfir kirkjum sínum. Hann tekur það fram að Evrópusambandið sé orðið alltof valdamikið og hvetur Dani til þess að krefjast þess að fá erlenda presta til Danmerkur. 

 


Verið að fóðra hrægamma

Þeim mun meira sem ég hugsa um þessa stóru millifærslu þeim mun glórulausari finnst mér hún. Það á í alvöru að skuldsetja ríkissjóð aukalega um 70-100 milljarða til að gefa sumu fólki peninga, sem þarf ekki á þeim að halda, einhvern auka 10 þúsund kall á mánuði. (Meira ef þú ert ríkur og býrð í stóru húsi, minna ef þú ert blankur, ekkert ef þú ert virkilega skítblankur.)


Ef lánin hafa hækkað "of mikið", hafa þá ekki kröfur lánadrottnana hækkað nákvæmlega jafn mikið "of mikið"? (Þið munið, debet og kredit, skuld eins er krafa annars). En nei nei, lánadrottnar borga ekki krónu í þessari aðgerð. Bankar, fjármálastofnanir, "hrægammar" eru ekki að borga þetta, heldur skattgreiðendur, aðallega næsta kynslóð. Í raun má segja að við séum að styrkja "hrægamma", ríkissjóður tekur sig til og greiðir þeim (bönkum) hluta af kröfum þeirra í húsnæðisskuldum. Í staðinn fyrir að skjóta hrægamma er verið að fóðra þá.


Þannig virkar þetta, eins og í Matador. Bankinn vinnur alltaf.

 

vulture_young 

 


Svigrúmið "þurfi að VERÐA til"

 ... eins er rétt að geta þess að það getur vel verið að ríkið klári að gera þetta upp fyrr ef menn ljúka málum í tengslum við afnám hafta og til verður þetta svigrúm sem mér heyrist menn almennt vera orðna sammála um að þurfi að verða til. Þá verður hægt að klára þetta ennþá hraðar og kostnaðurinn verður ennþá lægri,“

sagði Sigmundur Davíð.

Þetta er sem sagt 300 milljarða svigrúmið sem að sögn SDG var þegar til - fyrir kosningar. 

 

„það er ekki lengur deilt um að þetta svigrúm sé til staðar. Umræðan er orðin auðveldari fyrir vikið. “

sagt í apríl 2013

Út á þetta bjuggu Framsóknarmenn til 300 milljarða kosningaloforð sem átti að vera "ókeypis" og unnu kosningarnar. 


mbl.is „Stærstu efndir Íslandssögunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostar 10 þúsund að hlusta á svikarann

Sigurður Kárason, sem nýverið var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir alvarleg fjársvik mun halda fyrirlestur um sannfæringartækni í Háskólabíó. Það er fyrirtækið Ysland, í eigu Jóns Gunnars Geirdals, sem heldur viðburðinn í Háskólabíói. Miðasala hefst á morgun, en miðarnir munu kosta milli 6.900 og 9.900 að sögn Jóns Gunnars. Þetta er gjafverð miðað við annan viðburð sem við erum að skipuleggja, fyrirlestur svikarans Jordan Belfort, en sá var líka miklu umsvifameiri svikari.
 
Í tilkynningu frá Yslandi kemur fram að Sigurður hafi byggt upp „eina öflugustu og ábatasömustu svikamyllu í sögu Íslands“. Söguna um hrun hans þekkja þó flestir, en hann var eins og áður sagði dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa af fólki með svikum og prettum á annað hundrað milljónir dollara.
 
Nú miðlar Sigurður Kárason aðferðum sínum og þekkingu til að gera öðrum kleift að öðlast velgengni í starfi jafnt sem einkalífi.
 
sk 
 
Íslenskur svikahrappur
 
 
belfort 
 
Útlenskur svikahrappur
 

Íslensk orðræða

Hverskonar drög að geðbilunarruglandi er það sem hrjáir þetta ESB fársjúka kratastóð, sem þessa dagana safnast saman á Austurvelli til að opinbera andlega fátækt sína, ofstæki og illkvittni? Þetta einkennilega fólk minnir einna helst á holdsveikisjúklinga fortíðarinnar, sem sagðir voru gjarnir á að ota fram kaunum sínum að vegfarendum á fjölförnum stöðum.

 

Svo mælti tæplega sextug íslensk húsmóðir, Anna Valvesdóttir, í kommenti við frétt DV af mótmælafundi á Austurvelli og ræðu Evu Maríu Jónsdóttur. Anna er sjálfsagt vænsta kona, en ekki er beint hægt að segja að hún reyni að skilja sjónarmið þeirra sem eru ósammála henni, þótt í þeim hópi séu eflaust ættingjar og vinir og samferðafólk.

Anna fékk fimm læk fyrir kommentið.

 

Er þetta leið til að tala saman

 

- - - o - o o o - o - - -  

alftir3 


Hlustað á raddir 49 þúsund manns - eða ritstjórann?

Nú hefur spyrst út að ritstjórinn í Hádegismóum, fyrrverandi forsætisráðherrann, seðlabankastjórinn og borgarstjórinn, heldur prívatfundi með báðum leiðtogum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíd og Bjarna Ben, sitt í hvoru lagi. Í sjálfu sér ekkert hægt að amast við því hverjum þeir snæða með hádegismat eða sitja með á síðkvöldum við arineld í sumarbústað. Menn kjósa sér sína vini og ráðgjafa.

En maður spyr sig, hvort hlusta leiðtogarnir meira á raddir 49.000 manns - eða ritstjórann önuglynda?

Vonandi gleyma ekki kjörnir leiðtogar þjóðarinnar því fyrir hvern þeir starfa. 

 

tveir 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband