Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Meðvituð stefna Kaupþings að leika á kerfið?

Horfði á Kaupþingsmyndbandið umtalaða. Get svo sem fáu bætt við það sem aðrir hafa sagt, auðvitað var þetta fyrst og fremst hugsað sem svona "pepp", svipað og þegar fyrirtæki drífa starfsmenn í flúðasiglingar til að efla liðsandann. (Auðvitað hafa flúðasiglingar ekki þótt nógu "kúl" fyrir stjórnendateymið í Kaupþing, vafalaust hafa þau farið í fallhlífastökk í Nepal í staðinn, eða eitthvað álíka. Myndbandið umrædda var víst frumsýnt á starfsmannafundi í Nice á frönsku rívíerunni.)

En eins og Berlingske bendir á er þetta vissulega "tragikomiskt" á að horfa núna eftir á, yfir rjúkandi rústum bankans.

Eina setningu hnaut ég sérstaklega um í sjálfbyrgingslegum texta myndbandsins:

We think we can continue to grow the same way we always have by outwitting bureaucracy

Sem sagt, það að "leika á kerfið" - FME, Seðlabanka og aðra eftirlitsaðila - var meðvituð stefna bankans, 'part of the game'.

Akkúrat þegar þessi texti er lesinn birtist myndskeið úr kvikmyndinni Matrix, þar sem vondi kallinn 'Agent Smith' margfaldast með ógnarhraða. Smith margfaldaðist náttúrulega ekki í alvörunni í myndinni, myndin fjallaði um sýndarveruleika. Eins og sá heimur sem Kaupþing lifði í. Skondin tenging.

Og bankastjórinn fyrrverandi telur sig alls ekki skulda þjóðinni neina afsökunarbeiðni. Sjáum nú til hvað hann segir að ári liðnu eða svo þegar frekari rannsóknir á hruninu liggja fyrir...

Agent Smith

Svona margfaldaðist Kaupþing, að eigin sögn.


mbl.is Gamalt Kaupþingsmyndskeið vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigandi RÚV kvartar undan bjórauglýsingum

Ekkert Grolsch léttöl fæst út í búð og hefur ekki fengist lengi. Þetta er staðfest í frétt í Fréttablaðinu í morgun og á visir.is. Eins og ég skrifaði um í nýlegri færslu er þetta öl auglýst grimmt í þætti á Rás 2 Ríkisútvarpsins, Litlu hafmeyjunni, sem sérstaklega virðist ætlað að höfða til ungs fólks.

Framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, sem flytur inn ölið og áfengan bjór undir sama nafni og í nákvæmlega eins umbúðum, segir í fréttinni í morgun að léttölið eigi að vera til í búðunum en "það gæti verið uppselt", bætir svo við "Grolsch-léttöl hefur ekki verið til í mjög langan tíma [!] og síðan bjuggum við til léttöl og eigum von á meiru".

Þetta gæti ekki verið skýrara... eða þannig. Hvenær var Grolsch léttöl síðast til? Er það hvergi til í heiminum nema á Íslandi, þar sem Ölgerðarmenn bjuggu til nokkrar flöskur?

Það er svo sem ekki nema von að framkvæmdastjóranum verði orða vant, ölgerðarmenn og heildsalar hafa stundað þennan leik árum saman án þess að mikið sé fett útí það fingur, að auglýsa bjór og klína svo léttölsstimpli á auglýsinguna, þó svo allir átti sig á hvaða hugrenningar auglýsingarnar eigi að vekja.

Látum vera að Ölgerðin reyni öll trix í bókinni til að selja vöru sína sem mest. En að RÚV skuli gagnrýnislaust taka þátt í slíkum leik er dapurt.

RÚV hefur undanfarið hamrað á því í auglýsingum að við öll 330.000 Íslendingar séum eigendur Ríkisútvarpsins. Ég undirritaður eigandi RÚV vill mótmæla því að bjór sé auglýstur í útvarpinu og sérstaklega finnst mér miður að það sé gert í útvarpsþáttum fyrir unglinga.

Ég á jafn mikið í RÚV og þú, Audi-Palli!


XO hafa rétt fyrir sér - trú á að aðskilja frá stjórnmálum

Vondir menn, eins og Donald Rumsfeld klárlega er í mínum huga, geta auðveldlega beitt trú til að styðja vondan málstað og fela skort á alvöru rökum. Þetta sést víðar þar sem bókstafstrúarmenn eru eða hafa verið við völd.

En sumir myndu kannski bara segja að það sé "hefð" í bandarískum stjórnmálum að vitna í Guðs orð, og hefðir skuli virða.

Bandaríkin eru náttúrulega að mörgu leyti stórskrítin. Ég var um daginn að afla mér upplýsinga um leikrit á fjölunum í New York. Sú 'Off-Broadway' sýning sem fær næst-bestu einkunn lesenda á vef New York Times (þ.e. þeirra lesenda og leikhúsgesta sem gefa sýningum einkunnir á vefnum) er einleikur þar sem leikari segir sögu Davíðs konungs, en texti sýningarinnar er allur tekinn orðrétt úr gamla testamentinu!  Þetta segir einn gesturinn:

I don't usually write endorsements, but today I cannot help myself! Recently I had the joy of attending a performance of King David, a musical described as a heart-warming musical celebration of faith for the entire family. I am happy to say that the description perfectly fits the event!
Let me tell you why I recommend that you go see this. First of all, the script is actual word-for-word Scripture. David Sanborn, the gifted and talented actor who performs this one-man play, has memorized vast portions of 1st and 2nd Samuel as well as a number of the Psalms.

 Only in America...

 

Öfgatrúarleiðtogar

Hættulegir öfgatrúarmenn. Sem betur fer farnir frá völdum.


mbl.is Rumsfeld vitnaði í Biblíuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að byrja í nýrri vinnu

Ég hef unnið á nokkrum vinnustöðum um ævina. Aldrei hef ég byrjað í nýrri vinnu með því að sækja messu, raunar aldrei sótt messu sem hluti af vinnu, eða með vinnufélögum.

Mér þykir því mjög sérstök umræða á fjölda bloggsíðna, þar sem fólk hefur miklar skoðanir á því að fjórir þingmenn mættu ekki til messu sem var haldin fyrir setningu Alþingis. Ýmsum þykir þeir vera að vanvirða bæði þing og þjóð og jafnvel sjá á eftir að kosið viðkomandi!

Var messuhaldið partur af vinnu þeirra? Fynndist fólki eðlilegt að allt starfsfólk HB Granda ætti að mæta til messu í upphafi vertíðar, ella verið litið hornauga?

Athyglin sem þetta vakti sýnir að umræðan er þörf. Hefðir geta um margt verið ágætar en eru aldrei yfir gagnrýni hafnar og hlýtur að mega rökræða.


Ættu RKÍ og SÁÁ að opna vændishús?

gleðikonurÞetta er ekki eins galin hugmynd og gæti hljómað í fyrstu. Vændi getur verið mjög arðbært og RKÍ og SÁÁ gera samfélaginu margt gott, og gætu gert enn meira fyrir meira fé. Vændi veldur vissulega samfélaginu tjóni, en það er hvort eð er til staðar í samfélaginu og er þá ekki betra að ábyrgur aðili hafi slíkan rekstur á höndum? Félögin geta svo sett hluta af ágóðanum í að hjálpa fórnarlömbum vændis.

Með svipuðum rökum reka RKÍ, SÁÁ, Landsbjörg og Háskóli Íslands spilakassabúllur. Þær valda sannanlega mörgum tjóni og í raun erfitt að sjá nokkra þörf fyrir þeim og hvort þau veita einhverjum raunverulega ánægju.

Í fréttum í vikunni mátti lesa um nýlega doktorsritgerð Daníels Þórs Ólasonar um spilafíkn á Íslandi. Þar kemur fram um um 3 milljarðar króna fara um spilakassa á ári hverju. Líka kom fram að á árinu 2007 höfðu 11% landsmanna spilað í spilakassa, sem þýðir að um 90% landmanna nota ekki spilakassa. Hvað þýðir þetta? Jú, allir þeir sem einhvern tímann á árinu 2007 prófuðu spilakassa settu að meðaltali um 100.000 krónur í kassa.

Ekki kom fram hversu margir af þessum 11% landsmanna spila í spilakössum að staðaldri, en væntanlega er það ekki nema hluti þeirra. Það þýðir að þeir sem stunda spilakassabúllur að staðaldri setja umtalsvert meira en hundrað þúsund krónur í spilakassa á ári hverju. Kannski nær 200.000 krónum, að meðaltali fyrir "reglulega" notendur? Af þessum 11% eru um 15% taldir eiga við spilafíkn að stríða, eða um 1.6% landsmanna.

Með öðrum orðum, mikill meirihluti landsmanna fer aldrei inn á spilakassabúllur, en þeir sem á annað borð fara á slíka staði eyða að meðaltali að minnsta kosti hundrað þúsund krónum þar. Spilakassar eru þannig aukaskattur á þá sem standast ekki freistinguna að nota þá. 

Er þetta eðlileg og heiðvirð fjáröflun fyrir góðgerðarstofnanir?


Lesefni fyrir ráðherra, FME og alla aðra

Ég leyfi mér að vona að viðskipta- og fjármálaráðherrar og nýr forstjóri FME hafi lesið greinargóðar færslu Gunnars Axels Axelssonar um BYR sparisjóð. Hann ritar mjög fína færslu í gær.

Þetta hljómar allt hálf ótrúlegt. Gunnar Axel hefur vakið máls á þessum um alllanga hríð. Menn hljóta að leggja við hlustir,ekki síst samflokksmenn Gunnars, sem setið hafa í stjórn landsins í rúm tvö ár, en Gunnar Axel er formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Er þetta mál bara eitt af mörgum á lista yfir alla skrýtna fjármálagjörninga sem yfirvöld þurfa að fara yfir? Var þetta allt löglegt og eðlilegt sem fram fór í BYR?  Hafa einhverjir andmælt skrifum Gunnars Axels.

ræningjar


Um styrki til stjórnmálaflokka - ólík sjónarmið

Eftirfarandi er tilvitnun í umsögn SUS frá 2006 um frumvarpið sem þá var til meðferðar fyrir Alþingi:

Með takmörkun á framlagi einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka er reist hindrun við því að nýjar hugmyndir og nýtt fólk hljóti hljómgrunn. Réttur almennings til þess að tjá skoðun sína og styðja í opinberri umræðu er fótum troðin [sic] með slíkum hindrunum enda er það mikilvægur réttur borgara að geta stutt hugsjón sína og lífsskoðun, hvort sem er með fjárframlögum, sjálfboðastarfi eða hverjum öðrum þeim hætti sem hver og einn kýs.

Ljóst er að á þessum tíma voru a.m.k margir hinna yngri flokksfélaga á þeirri skoðun að það ætti alls ekki að takmarka hámarksupphæð styrkja til stjórnmálaflokka. Þeir hinir sömu hefðu vafalaust ekkert séð aðfinnsluvert við styrkina rausnarlegu frá FL og LÍ, heldur þvert á móti dæmi um frábæran árangur í fjáröflun. Eru einhverjir þessara ungu manna og kvenna í framboði nú?


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband