Færsluflokkur: Kjaramál
20.5.2018 | 10:43
Sjálfstæðismenn fara illa með opinbert fé
Launakjör bæjarstjórans í Kópavogi eru skýrt dæmi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með opinbert fé. Kjósum flokka sem bera meiri virðingu fyrir sköttunum sem við greiðum.
Segir laun Ármanns óhófleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2014 | 10:12
Djúpivogur, Húsavík, Þingeyri - forræði yfir auðlind?
Ein helstu rök ESB-andstæðinga eru þau að ef við göngum í ESB missum við sjálfsákvörðunarrétt, verðum ósjálfstæð. Allra hættulegast er að við missum forræði yfir auðlindum okkar, sem ESB ásælist, að sögn andstæðinganna.
Ég get vissulega skilið að það væri vont fyrir lítið íslenskt sveitarfélag ef eitthvert stórt útlenskt fyrirtæki kæmi og keypti allan kvóta byggðarlagsins og hyrfi svo á brott, svo störf legðust niður. Er það þetta sem andstæðingar ESB aðildar óttast?
En hverju breytir það fyrir íbúa á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri hvort sá sem hirðir kvótann og leggur niður störf í plássinu sé útlenskur eða alíslenskur?
Hefur fólkið sem starfar í þessum byggðalögum forræði yfir sinni auðlind? Okkar auðlind?
Við erum ekki að gefast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2014 | 20:13
Verið að fóðra hrægamma
Þeim mun meira sem ég hugsa um þessa stóru millifærslu þeim mun glórulausari finnst mér hún. Það á í alvöru að skuldsetja ríkissjóð aukalega um 70-100 milljarða til að gefa sumu fólki peninga, sem þarf ekki á þeim að halda, einhvern auka 10 þúsund kall á mánuði. (Meira ef þú ert ríkur og býrð í stóru húsi, minna ef þú ert blankur, ekkert ef þú ert virkilega skítblankur.)
Ef lánin hafa hækkað "of mikið", hafa þá ekki kröfur lánadrottnana hækkað nákvæmlega jafn mikið "of mikið"? (Þið munið, debet og kredit, skuld eins er krafa annars). En nei nei, lánadrottnar borga ekki krónu í þessari aðgerð. Bankar, fjármálastofnanir, "hrægammar" eru ekki að borga þetta, heldur skattgreiðendur, aðallega næsta kynslóð. Í raun má segja að við séum að styrkja "hrægamma", ríkissjóður tekur sig til og greiðir þeim (bönkum) hluta af kröfum þeirra í húsnæðisskuldum. Í staðinn fyrir að skjóta hrægamma er verið að fóðra þá.
Þannig virkar þetta, eins og í Matador. Bankinn vinnur alltaf.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2014 | 00:45
Svigrúmið "þurfi að VERÐA til"
... eins er rétt að geta þess að það getur vel verið að ríkið klári að gera þetta upp fyrr ef menn ljúka málum í tengslum við afnám hafta og til verður þetta svigrúm sem mér heyrist menn almennt vera orðna sammála um að þurfi að verða til. Þá verður hægt að klára þetta ennþá hraðar og kostnaðurinn verður ennþá lægri,
sagði Sigmundur Davíð.
Þetta er sem sagt 300 milljarða svigrúmið sem að sögn SDG var þegar til - fyrir kosningar.
það er ekki lengur deilt um að þetta svigrúm sé til staðar. Umræðan er orðin auðveldari fyrir vikið.
sagt í apríl 2013.
Út á þetta bjuggu Framsóknarmenn til 300 milljarða kosningaloforð sem átti að vera "ókeypis" og unnu kosningarnar.
Stærstu efndir Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2014 | 09:29
Gagnslaus samanburður
Þessari mynd hef ég séð marga dreifa á Facebook, en hún á sýna hversu mikið dýrari verðtryggð húsnæðislán eru á Íslandi, heldur en óverðtryggð lán í Noregi. Svipaðar tölur hafa áður sést.
(smellið á mynd til að stækka)
Það eru ýmsir gallar við myndina og í mínum huga óljóst hvort hún í raun og veru segir eitthvað af viti. Væntanlega á myndin að segja okkur að Íslendingur greiði margfalt meira af sínu húsnæðisláni en Norðmaður, 466 milljónir króna, á meðan Norðmaðurinn greiði einungis 51 milljón íslenskar krónur af jafnháu láni. Sá samanburður stenst ekki.
Í fyrsta lagi: Í Noregi eru ekki veitt lán í íslenskum krónum. Svo það er einfaldlega rangt að Norðmaður sem tekur lán með þeim kjörum sem notuð eru til útreiknings í myndinni myndi greiða, t.d. eftir 5 ár 140.000 íslenskar krónur. Hann myndi greiða tilbaka upphæð í norskum krónum.
Hversu há er sú upphæð í íslenskum krónum? Við vitum það ekki, því við vitum ekki hvaða gengi verður eftir fimm ár. En ef við reiknum með að verðbólga á Íslandi sé 8%* eins og gert er í útreikningum myndarinnar (og að verðbólga í Noregi sé um 2%), þá myndi íslenska krónan veikjast gagnvart þeirri norsku um ca. 27% á næstu fimm árum. Þá væri Norðmaðurinn að greiða eftir fimm ár upphæð sem samsvarar ekki 140.000 ISK eftir fimm ár, heldur upphæð sem væri nær 180.000 ISK. Eftir 10 ár myndi Norðmaðurinn greiða upphæð í norskum krónum sem myndi samsvara ca. 250.000 íslenskum krónum, en ekki 138.000 kr eins og myndin segir, og svo koll af kolli.
Með sama hætti má reikna út að eftir 40 ár væri Norðmaðurinn að greiða a.m.k. 12-falt hærri upphæðir í íslenskum krónum heldur en fram kemur á myndinni miðað við framreiknað íslenskt gengi, samkvæmt forsendum myndarinnar sjálfrar.
Vissulega greiðir Norðmaðurinn lægri upphæðir, en það er fyrst og fremst vegna þess að hann greiður lægri raunvexti af sínu láni.
*(Rétt að taka fram líka að það er rangt eins og sagt er á myndinni að meðalverðbólga á Íslandi sl. 10 ár hafi verið 8%, rétt tala er nær 6%.)
Ég vil taka fram að ég er alls enginn talsmaður verðtryggðra lán og mæli ekki með þeim við nokkurn mann.
Einn helsti galli við vertryggð lán er að þau eru mjög flókin. Svona samanburður eins og sést á myndinni skýrir hins vegar ekki neitt og er í raun bara villandi.
Kjaramál | Breytt 4.3.2014 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2014 | 08:40
Um vexti - fræðsla fyrir Framsókn 1
Eru 40 ára verðtryggð lán óhagstæðari en 25 ára verðtryggð lán?
Nei, ef lánin bera sömu vexti er annað ekki óhagstæðara en hitt.
Búum til einfalt dæmi. Ef þú færð 1 milljón að láni í eitt ár með einn gjalddaga, á 5% vöxtum, greiðir þú eina milljón og fimmtíu þúsund tilbaka ári seinna. Heildarkostnaður lánsins er 50.000 kr.
Ef þú færð eina milljón að láni í 10 ár, með tíu jöfnum afborgunum þar sem allir vextir borgast jafnóðum, 5% af höfuðstól hverju sinni, eru vaxtagreiðslur í heildina 275.000 kr.
Er síðara lánið óhagstæðara en hið fyrra?
Nei. Lánin eru nákvæmlega jafn hagstæð. Í síðara tilvikinu ert þú að fá MEIRA að láni. Þú færð eina milljón lánaða í eitt ár, en að því ári liðnu færðu 900.000 kr. lánaðar í annað ár, svo færðu 800.000 kr. lánaðar þriðja árið og svo koll af kolli.
Þú borgar sama verð, en þú ert ekki að fá sömu vöru, þú ert að fá meira lánað, þú færð hverja krónu lánaða að meðaltali í fimm sinnum lengri tíma. Fyrir hverja lánaða krónu er greitt jafn mikið í vexti, á hverju ári.
Með sama hætti er 40 ára lán húsnæðislán, hvort sem það er verðtryggt eða ekki, ekki óhagstæðara en 25 ára lán á sömu vaxtakjörum. Þetta ættu meira að segja Framsóknarmenn að skilja.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2013 | 11:17
Sjálfstætt félag??
Þjóðkirkjan heldur því statt og stöðugt fram að hún sé sjálfstætt félag.
Það er er erfitt að lesa út úr þessari frétt að verið sé að fjalla um sjálfstætt félag.
Hvaða annað "sjálfstæða" félag er með svona ítarlegar reglur um alls konar atriði í starfi og rekstri félagasins þar sem reglurnar eru ákvarðaðar af Alþingi með sérstökum landslögum?
Ekki setur Alþingi sérstök lög um hvernig Knattspyrnufélagið Þóttur kýs sér formann og hvað formaðurinn má sitja lengi? En reyndar er formannsembætti í Þrótti ekki sérstakt ríkisembætti.
Kirkjuþing fái aukin völd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2013 | 13:41
SEX lönd utan ESB nota Evru sem gjaldmiðil
Það hefur almennt verið um það talað hér á landi að Ísland gæti ekki skipt út íslenskri krónu sem opinberum gjaldmiðli og tekið upp Evru í staðinn, sem opinberan gjaldmiðil, lögeyri Íslands.
Engu að síður þá eru sex sjálfstæð ríki sem eiga ekki aðild að Evrópusambandinu en nota Evru sem sinn gjaldmiðil.
Þetta eru ríkin:
- Andorra
- Kosóvó
- Mónakó
- San Marínó
- Svartfjallaland
- Vatíkanið
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.11.2013 | 20:24
Þingmaður vill lækka laun kvenna í Sinfó
Ungur þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill lækka laun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Samkvæmt frétt RÚV lýsti þingmaðurinn furðu sinni á launum kvenna í hljómsveitinni.
Þingmaðurinn telur að konurnar í Sinfó eigi að vera svo ánægðar með að fá tækifæri til að spila með sveitinni og geta sett það á ferilskrá sína, að þær þurfi alls ekki há laun.
Ég held að það væri heiður að spila í einni flottustu sinfóníu heims og það væri dýrmætt fyrir frekari frama í tónlistinni.
Þingmaðurinn, sem er af karlkyni, talaði ekkert um laun karlmanna í Sinfóníuhljómsveitinni, svo væntanlega vekja þau enga furðu í huga hans. Þingmaðurinn telur sem sé ekki að það þurfi að lækka laun karlmanna í Sinfóníhljómsveitinni, bara laun kvenna.
Sjaldan hefur karlremba opinberast með jafn skýrum hætti úr ræðustól Alþingis.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2013 | 21:04
Meinlegur misskilningur séra Sigríðar
Séra Sigríður Guðmarsdóttir mætti í útvarpsviðtal í gærmorgun til að gagnrýna hugmynd sem vakið hefur athygli, um að stofna nýtt trúfélag, Læknavísindakirkjuna, í þeim tilgangi að láta sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu renna til heilbrigðisþjónustu.
Sigríður fann margt að þessari hugmynd og sagði hana bæði neyðarlega og einfeldningslega. Henni tókst að færa rök fyrir því að hugmyndin gerði lítið úr lífsskoðunarfélaginu Siðmennt.
Ég held að séra Sigríður hafi viljandi verið að misskilja hugmyndina. Hugmyndin er ekki komin fram vegna þess að fólk finni hjá sér einlæga þörf á nýju trúfélagi. Hugmyndin er komin fram vegna þess að margt fólk finnur ekki þörf fyrir trúfélög, fyrir sig og sitt líf. Þess vegna finnst fólki ekki að ríkið eigi að fjármagna trúfélög eins og hverja aðra almannaþjónustu með því að greiða sóknargjöld til trúfélaga án þess að innheimta slík gjöld sérstaklega frá þeim sem skráðir eru í félögin.
Fólki finnst asnalegt og það fyrirkomulag að ríkisjóður greiði sóknargjöld til allra mögulegra trúfélaga, beint úr ríkissjóði eins og hver önnur ríkisútgjöld. (Ríkið innheimtir ekki sérstaklega þessi gjöld frá þeim sem eru í trúfélögum gagnstætt við það sem oft er haldið fram heldur er þetta fé tekið af almennum tekjum ríkissjóðs.)
Trúfélög eru í eðli sínu ekki almannaþjónusta sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eiga að fjármagna . Í trúfrjálsu landi á ríkisvaldið ekki að leitast við að styrkja trúfélög, sem eru grundvölluð á trúarkenningum sem alls ekki allir fallast á. Það breytir engu þó svo lögin heimili nú lífsskoðunarfélögum að fá sambærilega viðurkenningu og skráð trúfélög. Það breytir heldur engu þó svo margt í starf trúfélaga geti talist gott og þarft starf. Margs konar félög vinna gott starf, hjálparsveitir, góðgerðafélög, kórar og íþróttafélög, án þess að ríkið haldi þeim uppi og greiði félagsgjöld fyrir meðlimi félaganna beint úr ríkissjóði. Svona félög, líkt og trúfélög og lífsskoðunarfélög, eru frjáls félagasamtök sem ríkið á ekki að fjármagna.
Hugmyndin um Læknavísindakirkjuna snýst um það að fólk vill ekki að almennir skattar sem við greiðum í ríkissjóð fari í að greiða sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar, Votta Jehóva, Krossins, o.fl. trúfélaga, eins og gert er í dag.
Ef ríkið og ríkisstofnunin Þjóðkirkjan ætla að fela sig á bakvið þann útúrsnúning að ríkið innheimti sóknargjöld, þá eiga þeir sem ekki eru í trúfélagi að fá að sleppa því að greiða þann "skatt" - eða - fá að ráðstafa þessu "innheimta" gjaldi til hvaða (trú)félags sem er, jafnvel trúfélags sem er stofnað utan um trú og traust á læknavísindum og heilbrigðisþjónustu.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)