Færsluflokkur: Fjármál

Niðurskurður - eða halli?

... draumsýn að halda að flokkurinn lifi af enn frekari niðurskurð, að kröfu Alþjóðgjaldeyrissjóðsins

segir Lilja.

En... er það ekki AGS sem leyfir ríkisstjórn að reka ríkissjóð með 15-20% halla, sem á svo að fara minnkandi stig af stigi, samkvæmt áætlun stjórnvalda og AGS?

Er Lilja að segja að VG sé ófær um að stjórna öðruvísi en með áframhaldandi 15-20% halla á ríkissjóði?


mbl.is Draumsýn að flokkurinn lifi af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myntkörfulán voru góð

Ég hef hugsað nokkuð fram og tilbaka um mál málanna, “erlend” lán, “myntkörfulán”. Niðurstaða mín er að svona lán séu í eðli sínu sniðug, þó svo þau hafi reynst flestum landsmönnum erfið og óheppileg á seinustu árum.

Það er synd að þessi lán skuli vera bönnuð. Þetta er í raun og veru stórsniðugt fyrirbæri, ef menn kunna að meta og gera ráð fyrir áhættu. Fyrir t.d. sjómenn, sem upp að vissu marki eru með gengistryggð laun, sem og launþega hér á landi sem þiggja laun t.d. frá erlendum fyrirtækjum sem miðast við fasta upphæð í erlendri mynt, þá væri þetta skynsamlegur kostur.

Ef mig vantaði lán í dag myndi ég helst af öllu vilja fá svona lán. Ef ég væri með svona lán á bakinu, sem ég ætti eftir að borga af í 35 ár, myndi ég líklega frekar vilja halda því óbreyttu, heldur en að þurfa að skuldbreyta því yfir í íslenskt verðtryggt lán næstu 35 árin.

Meira HÉR


Að þjappa saman þjóð - 17. júní boðskapur Forsetans

Á þjóðhátíðardaginn birtist viðtal við Forseta Íslands í Morgunblaðinu, blaði æ færri landsmanna. Ég hef ekki sjálfur lesið viðtalið, aðeins fréttir af því sem hr. Ólafur Ragnar sagði um Icesave málið, og þá ákvörðun sína að neita að staðfesta lögin um ríkisábyrgð á Icesave láninu um áramótin síðustu. Ólafur virðist núna hálfu ári seinna mjög ánægður með þessa ákvörðun sína og telur að í kjölfarið hafi samstaða þjóðarinnar eflst, en Ólafur segir:

Í öðru lagi tel ég – sem að vísu er erfitt að mæla – að við þjóðar-atkvæðagreiðsluna um Icesave hafi þjóðin öðlast styrk. Samstaða hennar og sjálfsöryggi hafi eflst, sem var nauðsynlegt í kjölfar hrunsins og þess áfalls, sem við urðum öll fyrir, bæði sem einstaklingar og þjóð. Þótt ekki sé hægt að mæla þetta eins og hin efnahagslegu áhrif er ég eindregið þeirrar skoðunar að í þeirri endurreisn í víðri merkingu, sem brýnt var fyrir þjóðina að ná, hafi þjóðaratkvæðagreiðslan verið mikilvægur áfangi. Hún hafi endurskapað sjálfstraust þjóðarinnar og þar með gert okkur betur í stakk búin til að takast á við erfiðleikana, sem enn blasa við og krefjast lausna.

Þetta fyrsta er líkast til rétt hjá Ólafi, að hann hafi þjappað saman a.m.k. hluta þjóðarinnar. Ákvörðun hans og málflutningur vakti vonir hjá mörgum að þetta mál væri eintómt óréttlæti gagnvart Íslendingum og að við gætum bara ráðið því sjálf hvort við borgum þessa skuld eða ekki. Kröfur Breta og Hollendinga væru frekja nýlenduþjóða gagnvart lítilli varnarlausri þjóð. Málflutningur Ólafs Ragnars hefur gefið byr undir báða vængi þeim sem telja núverandi ríkisstjórn hafa framið landráð með að reyna að ljúka samningum um Icesave málið. Einn þeirra er kjaftfor bloggari sem vildi refsa núverandi forsætisráðherra með sama hætti og Mussolini. Ólafur Ragnar er nú hans helsta hetja og eftir viðtalið skrifaði bloggarinn:

Vonandi hefur enginn Íslendingur gleymt glæsilegri framgöngu hans í Icesave-málinu. Það var fyrir þjóðhollustu hans og traustan skilning á Stjórnarskránni, sem almenningur fekk tækifæri til að sýna afstöðu sína til Icesave-klafans. Þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 mun lifa í minni þjóðarinnar svo lengi sem Ísland verður byggt.

Jú, það er líkast til rétt hjá Ólafi að hann hafi náð að þjappa saman í það minnsta vænum hluta þjóðarinnar. En hann hefur þjappað þjóðinni saman um rangan og illa ígrundaðan málstað, málstað byggðan á tilfinningasemi, þjóðernishroka og eigingirni.

Það er ekkert göfugt við það eitt og sér að þjappa saman þjóð, allra síst þegar róið er á þaulreynd og gruggug mið þjóðernispopúlisma. Stjórnmálafræðiprófessorinn fyrrverandi veit allt um hvernig slík samþjöppun þjóða og þjóðarbrota hefur reynst í okkar heimsálfu.

... meira HÉR


Bankar reknir með 8 milljarða tapi á mánuði?!

Ansi ítarlegt og gott viðtal birtist við bankaráðgjafann sænska Mats Josefsson í Fréttablaðinu fyrir helgi, nánar tiltekið fimmtudaginn síðasta 25. júní, eftir Jón Aðalstein Bergsveinsson. Þetta er fróðleg lesning og Mats er ekkert feiminn að gagnrýna bæði núverandi og fyrrverandi stjórnvöld fyrir seinagang. Þarna segir m.a.:

Frá upphafi hefur legið fyrir að unnið verði eftir hugmynd um að sett verði á fót eignaumsýslufélag á vegum ríkisins sem veiti bönkunum ráðgjöf vegna mikilvægra fyrirtækja sem eiga í miklum rekstrarerfiðleikum. Þá hafi verið stefnt að því að eignarhaldsfélag verði sett á laggirnar sem haldi utan um hlut ríkisins í bönkunum. [...]

Mats reiknar með að félagið geti litið dagsins ljós á næstu vikum: "Ég skil ekki hvers vegna þetta hefur tekið svona langan tíma. [...] Síðastliðnar tvær til þrjár vikur hafa verið stigin jákvæð skref. Þetta eru stór og mikilvæg skref í rétta átt."

"Í mínum augum er það samt ráðgáta hvers vegna fjármálaráðuneytið vann ekki hraðar í málinu."

Ofangreint er svo sem ekki nýtt. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru komin í fangið á bönkum eða bíða svara frá bönkunum um örlög sín, og alls óvíst hvaða stefnu bankarnir skulu fylgja.

En það var þó þetta sem mér fannst mest sláandi:

Mats Josefsson segir varasamt að reka bankana í núverandi mynd. Misvægi á eignastöðu þeirra gömlu og nýju sem myndaðist við uppskiptingu þeirra valdi því að þeir séu reknir með miklu tapi í hverjum mánuði. Spurður hvort tap þeirra þriggja liggi nálægt átta milljörðum króna á mánuði segir hann það ekki fjarri lagi.

"Þetta verður að stöðva. Það er ekki flókið enda verður annað hvort að auka tekjur eða draga úr útgjöldum. Það var nauðsynlegt að gera þetta þegar ríkið tók bankana yfir en var ekki gert," og bætir við að enn sé ekki búið að ákveða í þaula hvernig bankakerfi muni verða hér í framtíðinni.

Ég tek heils hugar undir orð Mats. 

Það kostar um 13-14 milljarða að klára tónlistarhúsið, en samkvæmt ofangreindu tapast sú upphæð í rekstri bankanna þriggja á 6 vikum. 8 milljarða tap  er um 25.000 krónur á hvern Íslending - á mánuði - kornabörn jafnt sem atvinnulausa. Á þetta að rúlla svona áfram út árið? Þetta er væntanlega aðallega munur á inn- og útvöxtum, sparifjáreigendur liggja með sitt fé í bönkunum (enginn á lengur hlutabréf!) og fengu himinháa innlánsvexti allt haustið og framan af árinu sem hafa þó snöggtum lækkað, en enginn þiggur ný útlán hjá bönkunum á enn hærri útlánsvöxtum.

Hvar lendir svo tapið? Þetta eru jú ríkisbankar!

peningar

Peningar okkar halda áfram að flögra í burtu.


Vann veðmál

Kom heim í morgun eftir rúmlega viku fjarveru. Veðjaði við sjálfan mig að ríkisstjórn Íslands myndi ekki kynna neinar stórtækar eða róttækar sparnaðartillögur meðan ég væri í burtu. Það reyndist rétt. Ég vann veðmálið og keypti þessa líka fínu rauðvínsflösku í fríhöfninni í verðlaun.

Hafði Davíð rétt fyrir sér?

... þegar hann mælti með því síðasta haust, að hér yrði mynduð þjóðstjórn?

Ríkisstjórnin hefur vissulega mörg risavaxin verkefni, eitt er að ná tökum á fjármálum ríkisins, og ná hallanum niður í það sem lánadrottnar okkar samþykkja, þeir sem komu okkur til bjargar þegar allar bjargir voru bannaðar. En voða lítið fréttist af slíkum verkum. Samt hefur þetta legið fyrir síðan fyrir áramót.

Utanríkismál: búið að selja nokkrar sendiráðsbyggingar í útlöndum. Ekki búið að fækka sendiherrum eða sendiráðum.

Menntamál: verið að "ræða" og spá í möguleika á að sameina háskóla.

Heilbrigðismál: Búið að ráð almannatengslafulltrúa á LHS.

Félagsmál: ?

Þórólfur Matthíasson benti á að tíminn væri að renna út til að ná fram verulegum niðurskurði á þessu ári, mjög örðugt er að hreyfa við tekjuskatti á miðju ári (sem myndi aldrei skila miklu hvort eð er) og uppsagnir ríkisstarfsmanna skila mjög litlu á þessu ári, því laun þarf að greiða út uppsagnarfrest í 3, 6 eða 12 mánuði.

Þora menn og konur ekki að takast á við þetta risavaxna verkefni? Höfum við eitthvað val?


mbl.is Horfur um efnahagsbata verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svör frá Kreditkortum vegna 193% hækkunarinnar

Í framhaldi af færslu frá 31.3. sl.

Ég hringdi í Kreditkort og talaði við almennilegan þjónustufulltrúa, sem benti mér á að ef ég afþakka mánaðarlegu pappírsyfirlitin borga ég "aðeins" 200 kr skuldfærslugjald, í stað 393 kr (sem er samt hærra en 180 kr gjaldið sem ég borgaði fyrir að fá pappírsyfirlit í júní 2008). Sendi svohljóðandi póst til fyrirtækisins:

Góðan dag,

Ég hringdi í þjónustufulltrúa ykkar rétt í þessu og kom á framfæri athugasemdum útaf seinstu reikningum. Hún var mjög almennileg og breytti stillingu á aðalkorti mínu [...]

Engu að síður vil ég gera alvarlega athugasemd við 193% hækkun á skuldfærslugjaldinu, úr 135 kr, sem það var um mitt síðasta ár, upp í 393 kr. Þetta er langt umfram nokkrar vísitölur og ég vildi gjarnan heyra skýringar á svo ríflegri hækkun. (Hefur sá kostnaður sem þetta gjald á að dekka, þrefaldast á skömmum tíma?)

  Fékk svo fáeinum dögum seinna eftirfarandi svar:

Hækkun á gjaldskrá til korthafa okkar er tilkomin vegna hækkunar á aðkeyptri þjónustu til Kreditkorts við tölvuvinnslu, uppgjör og færsluhirðingu frá seljendum. Þetta er sem sagt gjöld sem hafa hækkað til okkar og við verðum því miður að hækka verðin.

hmmm... ég veit ekki. Hafa þessir umræddu kostnaðarliðir hjá fyrirtækinu þrefaldast síðan í jún 2008?  Finnst líklegra að aðalástæðan sé snarminnkuð velta vegna miklu minni innkaupa, sérstaklega erlendis, Kreditkort hafi þess vegna þurft að "stilla" tekjustraumana...


193% gjaldskrárhækkun hjá Kreditkort hf. - á 8 mánuðum!

Var að fá í pósti greiðslukortayfirlit frá Kreditkort hf. Tók eftir því að liðurinn "skuldfærslugjald" var kominn upp í 396 kr. Eitthvað minnti mig að þessi tala hefði verið mun lægri fyrir ekki svo löngu síðan. Ég fletti í heimilisbókhaldinu og mikið rétt, þetta gjald hefur margfaldast á stuttum tíma.

Í júní 2008 var gjaldið 135 kr, en hækkaði um haustið í 180 kr, eða um 33%. Þetta 180 kr gjald entist fyrirtækinu hins vegar ekki lengi, því nú í mars er gjaldið hækkað í 396 kr, eða um 120%, til viðbótar við 33% hækkunina nokkrum mánuðum áður.

Samtals er hækkunin því frá júní '08 og þar til nú í mars 193%. Rétt tæp þreföldun, geri aðrir betur. Ég ætla að hafa samband við fyrirtækið í fyrramálið og leita skýringa og hvet aðra viðskiptavini til að gera hið sama.

Eigendur Kreditkort hf. eru bankar og sparisjóðir, fremstir á lista á heimasíðu félagsins eru ríkisbankarnir "Nýji Glitnir banki hf." [sic] og NBI hf.

Kannski ég ætti að beina spurningu minni líka til fjármálaráðherra?


Hópur til stuðnings Gylfa Magnússyni á Facebook

Við viljum Gylfa Magnússon áfram ráðherra eftir kosningar

gylfi_magnussin_hagfraedingurÞessi hópur hefur einfalt og skýrt markmið. Við þurfum áfram gegnheilan, traustan og greindan viðskiptaráðherra á næsta kjörtímabili, í þessu mikilvæga ráðuneyti sem mun hafa yfirstjórn yfir mest allri bankastarfsemi í landinu næstu misserin. Um þetta getum við verið sammála, jafnvel þó við styðjum og kjósum mismunandi flokka.



Byr í Undralandi

Það blæs ekki byrlega fyrir sparisjóðnum BYR. Búið að eyða þvílíkt í flotta auglýsingaherferð með einum vinsælasta söngvara landsins, sem gengur út á fólk sýni ráðdeild og sparsemi - fjárhagslega heilsu. Væntanlega á undirliggjandi boðskapurinn að vera að BYR sé ábyrg stofnun.

En ekki sýndi bankastjórinn mikil merki um slíka heilsu þegar hann reyndi í Kastljósi í gærkvöldi af veikum mætti að skýra af hverju greiddur var út í apríl 2008 arður fyrir árið 2007 sem var tæplega helmingi hærri en hagnaður þess árs.

aliceSkildi einhver hvað maðurinn var að fara? Þetta var pínlegt. Maðurinn nefndi tvær ástæður, önnur var sú að þetta væri löglegt, en hin var sú að stofnfjáreigendur höfðu bætt við svo miklu stofnfé, sem þeir inntu af hendi nokkrum mánuðum áður en stór hluti fjárins var svo aftur greiddur út sem "arður"!

Minnti mig á Lísu í Undralandi. Eða góðan þátt í 'Já Ráðherra'. Svona öfugmælaorðræða, þar sem svarað er út í hött.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband