SUS hætt að mótmæla birtingu álagningarskráa?

Aldrei þessu vant heyrist ekki bofs í ungum Sjálfstæðismönnum út af birtingu álagningarskráa. Hér áður fyrr mættu ungliðarnir galvaskir og mótmæltu á Skattstofunni og kom jafnvel til handalögmála þegar hugsjónahetjurnar ungu reyndu að stöðva menn frá því að skoða skrárnar.

Þegar leitað er á netinu sést að að það var reyndar lítið um mótbárur í fyrra, en 2007 var skrafað og skrifað um birtingu skattupplýsinganna, meðal annars má lesa hugleiðingar bloggarans Stefáns Friðriks í bloggkrækju við frétt frá 2007 um skattakónginn Hreiðar Már: "Hættum að snuðra í einkamálum annarra". Í fréttinni frá 2007 kom fram að Hreiðar Már hafi greitt á árinu 2006 rétt um 400 milljónir í skatta, og þá væntanlega haldið eftir í eigin vasa eftir skatta nálægt 600 milljónum. Nú tveimur árum síðar var Hreiðar Már enn á ný skattakóngur, en greiddi þó "ekki nema" 157 milljónir í skatta á síðasta ári, sem þýðir að meðaltekjur á mánuði voru um 35 milljónir.

Aðrir tekjuháir einstaklingar á árinu 2008 eru nefndir í þessari frétt, þar sem fram kemur að á árinu 2008 voru yfir 270 manns í fjármálakerfinu með yfir eina milljón á mánuði, þar af voru 73 einstaklingar með meiri en þrjár milljónir á mánuði. Við getum gefið okkur að líklega um 90% af þessum einstaklingum voru að vinna hjá fyrirtækjum sem fóru á hausinn á því sama ári og fjölmargir þessa einstaklinga voru eflaust með enn hærri tekjur á árunum 2007 og 2008.

Það er gott að SUS hafi nú vit á því að þegja og blaðra ekki um að "þetta komi okkur ekkert við".

Þetta kemur okkur við. Þetta kom okkur líka við 2007 og 2008. Eins og komið hefur í ljós var íslenska bankakerfið ein stór spilaborg, ósjálfbær lánabólumylla. Þessi ofurlaun voru greidd með sýndarhagnaði og lánsfé. Þegar bankarnir hrundu tóku þeir með sér Seðlabanka Íslands í fallinu og íslenska ríkið og allt íslenskt samfélag er stórlaskað eftir. Allir þurfa að líða fyrir hrun bankanna og íslensks hagkerfis, ekki síst þeir sem minnst hafa á milli handanna.

Hvert fóru allir peningarnir? Spurningin brennur á vörum okkar, sem og fjölmargra breskra og hollenskra sparifjáreigenda.

Hluti fjárins fór í að greiða hópi fólks fáránleg laun, upp undir 100-föld lágmarkslaun.

Þeir sem eiga heima í skúffu tekjublöð Frjálsar verslunar frá síðustu árum geta dundað sér við að leggja saman heildartekjur launahæstu bankastjóra og bankaeigenda 2004-2008. Niðurstaðan er væntanlega fleiri tugir ef ekki hundruð milljarða launagreiðslur til 100 launahæstu útrásar- og bankamanna.

Áttu þau skilið þessi laun? Svari hver fyrir sig.

Voru þessar launagreiðslur bara einkamál á milli viðkomandi launþega og fyrirtækja? 


Kaupþing bakkar - rýnum nú í efnisatriðin

Samkvæmt hádegisfréttum ætlar Nýja Kaupþing ekki að fylgja eftir lögbannsbeiðni sinni með staðfestingarmáli gegn Ríkisútvarpinu. RÚV bíður samt eftir grænu ljósi frá Sýslumanni.

Vissulega má færa fyrir því góð rök að Kaupþing hafi verið í erfiðir stöðu í málinu, eins og bloggarinn AK-72 gerir ágætlega grein fyrir í fínni færslu.

En nú getum við hætt að einblína um of á lögbannsbeiðnina og fjölmiðla menn geta einhent sér í að skoða upplýsingar og greina hvað þær þýða. 

Kaupþingsklíkan" hefur viljað halda því á lofti að kaupþing hafi verið langbesti bankinn, meira "pro" og allt fram að hruni hans töldu margir að þessi banki ætti sér mögulega viðreisnar von. Ítarlegri greining mun kannski varpa skýrara ljósi á það. Einn talsmaður klíkunnar, hinn dugmikli Pressu-bloggarinn Ólafur Arnarson leiðir að því líkum að leki lánabókar Kaupþings hafi verið smjörklípa til að beina athyglinni frá gjaldþroti Björgólds Guðmundssonar! Trúi hver sem vil.

Ætli tilfellið sé að Kaupþing hafi verið bestir í því að byggja spilaborg samkvæmt hinu stórhættulega og algjörlega ósjálfbæra "íslenska bankamódeli"? Ég mæli með því að menn lesi hvað erlendir fjölmiðlar hafi um málið að segja. Þetta má lesa í Svenska Dagbladet:

AVSLÖJAD AV DOKUMENT

Kaupthings korthus

Topphemliga dokument som läckt ut blottar den riskfyllda lånekarusellen i den isländska banken Kaupthing strax innan den kraschade. Banken hade lånat ut tiotals miljarder kronor till bankens egna stor­ägare och deras vänner – ofta utan säkerhet. Pengarna gick bland annat till köp av privatjet och hus i Frankrike

Den isländska staten tog den 9 oktober förra året över det då konkurshotade Kaupthing. Svenska Riksbanken fick i samband med kollapsen rycka in med ett nödlån på 5 miljarder kronor för att rädda pengar som svenska sparare placerat hos Kaupthing.

Kaupthing hade liksom de andra isländska bankerna expanderat våldsamt under 2000-talet och kraschen fick hela Islands ekonomi på fall. Nu avslöjar nya dokument detaljer om de affärer som bidrog till undergången. Det är sajten Wikileaks som fått händerna på ett topphemligt internt memorandum daterat den 25 september förra året. I det 209 sidor långa dokumentet redogörs för alla med lån på mer än 45 miljoner euro hos Kaupthing. Listan, som omfattar 205 kunder och som SvD Näringsliv tagit del av, avslöjar en systematisk och omfattande kreditgivning till personer och företag med starka band till Kaupthing och dess huvudägare. Bara de tio största låntagarna var skyldiga 65 miljarder kronor.

De största lånen var till bolag kontrollerade av bröderna Agust och Lydur Gudmundsson och deras finanskoncern Exista. Exista var vid den här tiden största aktieägare i Kaupthing och ägde också en stor post i finska Sampo, i sin tur stor ägare i Nordea.

Totalt uppgick Kaupthings kreditexponering mot brödernas företagssfär till 1425 miljoner euro, över 14,5 miljarder kronor till dagens kurs. 8 miljarder var lån direkt till Exista, varav 7 miljarder var lån utan säkerheter, enligt dokumenten.

Bröderna Gudmundssons privata investmentbolag Bakkabraedur hade därutöver lån på sammanlagt 3,9 miljarder kronor. Pengarna tycks ha finansierat brödernas privatliv. Av dokumenten framgår att Kaupthing i Luxemburg beviljat lån till Lydur Gudmundsson för köp av en fastighet i Storbritannien för motsvarande 155 miljoner kronor, till ett flygplan för 165 miljoner kronor och till Agust Gudmundsson för köp av fastigheter i Frankrike för över 90 miljoner kronor. Kaupthing skriver själv att säkerheter på minst 450 miljoner kronor saknas.

 

 Sumarhöll

Sumarhöll Bakkabróður. Fyrir lánsfé frá Kaupþing?

 


mbl.is Forsætisráðherra segir lögbann fráleitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En af hverju var SJÓVÁ knésett?

Viðvaningsleg fréttamennska Stöðvar 2 gefur þeim sem um var fjallað tækifæri til að svara fyrir sig enda sjálfsagt. Stöð 2 verður einfaldlega að vanda sig betur. Fréttin þessi var víst byggð á frásögn eins manns sem raunar hafði ekki gögn undir höndum og ekki virtist fréttin staðfest af öðrum aðila. Hljómar meira eins og orðrómur eða kjaftasaga. Ekkert meira hefur heyrst frá fréttastofunni um þessa tilteknu frétt.

Við megum ekki falla í þann pytt að trúa öllu upp á "þessa menn".

En aftur að grein nafna míns Karls Wernerssonar. Hann talar um Milestone sem fjölskyldufyrirtæki. Ég sé ekki alveg hvaða máli það skiptir, er þá minni ástæða fyrir aðra að forvitnast um málefni þess félags?

Karl spyr margra spurninga í grein sinni en gefur fá svör. Það er staðreynd að tryggingafélagið Sjóvá fór á hausinn. Af hverju gerðist það? Ekki snarminnkaði sala trygginga og ekki jókst heldur tjón sem bæta þurfti? Nei það var eitthvað annað sem kom til sem venjulegt fólk á erfitt að skilja. Svo það er engin furða þó fólk spyrji sig hvað í ósköpunum eigendur fyrirtækisins voru að bralla.

Hrun Sjóvár kostar skattgreiðendur í beinhörðum peningum 14 milljarða. Þó við séum orðin sljó á háar tölur er þetta há upphæð. Nemur sem samsvarar 43 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Þetta er meira en kostar að reka Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í eitt ár. Þannig varðar hrun "fjölskyldufyrirtækis" Karls allar fjölskyldur í landinu.

Í þessu ljósi skil ég svo sem vel þá stefnu Milestone "að taka ekki nema að takmörkuðu leyti þátt í fjölmiðlaumfjöllun um félagið". 

Ég myndi sjálfur ganga með hauspoka, ef ég hefði bakað samferðamönnum annan eins skuldabagga.

Einkaþota Karls Wernerssonar

Einkaþota Karls Wernerssonar


mbl.is Að andæfa lyginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'Karlar sem hata konur' og stóra millifærslumálið

***WARNING: THIS POST MAY CONTAIN A SPOILER***

 

Sérkennilegt þetta tiltekna mál. Stöð 2 kemur með þessa svaka hasarfrétt, þrír stórlaxar nafngreindir, aflandseyjar, hundruð reikninga, og margar risa-millifærslur.

Stórlaxarnir bregðast hinir verstu við, sárir og svekktir, þetta sé allt haugalygi og standi ekki steinn yfir steini. Hóta málaferlum og allt hvað eina.

Fréttin sú arna raunar mjög ónákvæm eins og hún birtist á visir.is, lítið um konkret upplýsingar og í raun ekkert sagt hver nákvæmlega gerði hvað. Eins og einhver einn heimildamaður hafi sagt frá eða sýnt upplýsingar, en ekki látið neitt efni í té.

Eitthvað virðist svo frekar hafa fjarað undan þessari frétt, skiptastjóri Samson kannaðist ekki við millifærslurnar eða FME. Forsvarsmenn Straums neita sömuleiðis öllu.

Ég las í vor sænsku spennusöguna Karlar sem hata konur, hörkufínn reyfari. Á eftir að sjá myndina sem nú er sýnd. Nú vil ég ekki spilla fyrir þeim sem eiga eftir að fara í bíó eða lesa bókina, en get þó greint frá einu atriði sem ekki spillir fyrir spennunni. Í upphafi bókarinnar er önnur söguhetjan, viðskiptablaðamaður, í mikilli kreppu, því hann var mataður á röngum fölsuðum upplýsingum um meinta spillingu mikils viðskiptajöfurs, sá kærði hann fyrir meiðyrði og blaðamaðurinn skíttapaði málinu og trúverðugleika sínum.

Þetta eru  bara svona sakleysislegar hugrenningar... en stundum er raunveruleikinn lygilegri en skáldskapur.

2504262197

 


mbl.is Yfirlýsing frá Karli Wernerssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðufjölmiðillinn Viðskiptablaðið

Forsíða Viðskiptablaðsins Viðskiptablaðið er lesið fyrst og fremst af fólki í viðskiptalífinu,  forsvarsmönnum og stjórnendum fyrirtækja, bankafólki og fræðingum ýmiskonar sem hafa gagn og áhuga á viðskiptafréttum og hagtölum. Fólki sem í könnunum undanfarin ár hefur með miklum meirihluta stutt aðild að ESB, ef frá eru taldir forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja.

Því mætti ætla að lesendur blaðsins hafi glaðst yfir ákvörðun Alþingis um að sækja um aðild að ESB, og að blaðið myndi hella sér af fullum krafti í umræðu og analýsu á möguleg áhrif aðildar á viðskiptalífið - meginviðfangsefni blaðsins.

En blaðið hefur greinilega líka áhuga á pólitík og birtir í liðinni viku forsíðumynd þar sem þingmenn VG eru sýndir í skrúfstykki, íklæddir fangabúningum með hlekki um háls og fætur.

Er þetta það sem ritstjórarnir halda að lesendur blaðsins í viðskiptalífinu hafi mestan áhuga á í vikunni eftir að Ísland sótti um ESB aðild?

Ekki getur það verið að nein flokkspólitísk slagsíða sé á ritstjórn Viðskiptablaðsins??

Hvað ætli ritstjórninni finnist um afstöðu nánast allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í málinu? Svona faglega séð, með hagsmuni og áhugasvið viðskiptalífsins að leiðarljósi?

Væri ekki forvitnilegt að sjá Viðskiptablaðið rýna í hvernig standi á því að sá flokkur, sem er í miklum og góðum tengslum við viðskiptalíf og atvinnurekstur, skuli taka afstöðu í þessu máli sem virðist ganga í berhögg við flesta hagsmunaaðila í viðskiptalífinu, sem ætla mætti að kjósi þann flokk umfram aðra?

 


Hvað er niðurlægjandi?

Auðvitað hefði verið betra ef íslenska ríkið hefði sjálft getað séð um að greiða breskum sparifjáreigendum lágmarkstrygginguna úr Tryggingasjóðnum eftir fall Landsbankans. En tryggingasjóðurinn var jú nánast galtómur miðað við skuldbindingarnar sem skyndilega féllu á hann, og ríkið átti rétt svo gjaldeyri til að flytja helstu nauðsynjar til landsins. Þess vegna var það, að breska ríkið þurfti sjálft að sjá um framkvæmdina á þessu. Svo sannarlega gott mál fyrir sparifjáreigendurna sem ella sætu enn án þess að hafa nokkuð fengið.

Ef við föllumst á að að ábyrgðin hafi fyrst og fremst verið á herðum hins íslenska tryggingasjóðs (og ríkissins sem á að tryggja tryggingasjóðnum aukafé ef þarf) þá er það væntanlega að vissu leyti eðlilegt að umsýslukostnaður vegna endrugreiðslna lendi á íslenska tryggingasjóðnum og ríki. En það má vissulega ræða hvort upphæðin á umsömdum fastur kostnaður sé eðlileg. Hún hljómar nokkuð rífleg, en höfum í huga að 33 pund voru fyrir ekki svo löngu síðan helmingi lægri upphæð en 6.700 kr. Um þetta atriði eins og um IceSave samninginn allan má svo segja að það er vont að þurfa að semja eftirá.

Margt annað í þessu máli er hins vegar mun meira niðurlægjandi en þetta atriði.

Það var til dæmis ákaflega niðurlægjandi að 300.000 breskir sparifjáreigendur vissu lengi vel ekki hvort þeir höfðu tapað alfarið sínu sparifé, sem þeir höfðu treyst íslenskum banka fyrir.

Það var niðurlægjandi að bankinn sá skyldi draga mannorð Íslands í svaðið, enda hafði  markaðssetning IceSave reikninganna byggst á tengslum við Ísland, myndir af hinu hreina fallega Íslandi, m.ö.o. gerði IceSave beinlínis út á gott mannorð Íslands og rústaði því svo þegar myllan sem reist var á sandi féll um koll.

Það var svo sannarlega niðurlægjandi.

 

Annars vil ég benda lesundum á seinustu færslu um atriði sem skipta mun meira máli en þetta í IceSave umræðunni.


mbl.is Niðurlægjandi ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að líta fram hjá aðalatriðunum

Enn og aftur verður maður óneitanlega fyrir vonbrigðum með þjóðmálaumræðu, bæði fjölmiðla, bloggara og ekki síst þingmenn. Lögfræðingarnir Eiríkur Tómasson, Ragnar H. Hall og Hörður Felix Harðarson hafa komið með mjög skýr og frambærileg rök fyrir því að mikilvæg ákvæði í IceSave samningum séu okkur alltof óhagstæð. Hér er um mjög mikla hagsmuni að ræða, sem geta skipt þjóðarbúið tugum milljarða. Ég bendi sérstaklega á grein Harðar Felix Harðarsonar Ragnars H Hall í Morgunblaðinu sl. miðvikudag 22. júlí, "Hvernig getur þetta gerst?" Hana má lesa alla í þessari bloggfærslu. Í þeirri grein eru sett fram þrjú einföld dæmi. Samkvæmt greininni er úthlutað samkvæmt þriðja dæminu, eftir því sem samningarnir um IceSave kveða á um.

Ef þetta er satt og rétt er það stórmál og það er mín skoðun eftir lestur þessara greina að sú reikniaðferð sé ósanngjörn og óeðlileg

Þetta mál snýst ekki um að að tryggingasjóðurinn íslensku skuli hafa forgang, þannig að lægri innistæður gangi fyrir hærri innistæðum. Málið snýst um það, að ef t.d. 60% næst úr búinu upp í innistæðukröfur, þá fái allir 60%. Allir fá hins vegar að lágmarki fyrstu 20.300 evrur bættar. Það á ekki að þýða að fyrst skuli öllum greitt tryggingarupphæðin, svo fá allir greitt 60% af rest. Þannig væri verið að greiða fjölmörgum meira en 60%.

Sé það rétt að IceSave samningarnir eru með þessu móti er það að mínu mati með öllu óásættanlegt. (Þetta er betur skýrt í grein Ragnars og Harðar.)

Ég beið því spenntur eftir fréttum af málstofunni í HÍ í gær. Það hlyti að koma fram, í það minnsta hvort þetta væri rétt túlkun hjá Eiríki, Herði Felix og Ragnari, að úthluta skuli úr búinu með þessum hætti. Þá vildi ég líka fá að heyra hvort fulltrúar ríkisstjórnar teldu það eðlilegt ef svo er.

Hvorugt af þessu hef ég séð í fréttum. Þykir mér það miður.

Hins vegar eyða þingmenn og bloggarar miklu púðri í að þrasa um að Ragnar hafi dylgjað um að Íslendingar þurfi að standa straum af 2 milljarða "lögfræðikostnaði" Breta. Fjármálaráðherra "harmar" að þurfa að leiðrétta þennan mikla misskilning. Við þurfum alls ekki að borga neinn lögfræðikostnað, heldur umsýslukostnað við að endurgreiða breskum innistæðueigendum, bréfaskriftir við þá o.s.fr. Í samningnum við Hollendinga er sambærileg klausa um að við greiðum fasta upphæð, 1.3 milljarða ISK fyrir sams konar umsýslu vegna endurgreiðslu til Hollendinga.

OK - vissulega kostar það sitt að endurgreiða 350.000 manns peninga. Mér finnst þó sjálfum vel í lagt að það kosti að meðaltali um 10.000 kr á hvern innistæðueiganda! Bankinn átti væntanlega tölvuskrá með póstföngum og netföngum, og nákvæmar tölum um innistæðu þegar lokað var. Ég ímynda mér að það hefði þurft að senda öllum eitt einfalt eyðublað eða tölvupóst, biðja fólk um að gefa upp reikningsnúmer fyrir innágreiðslu eða að fá ávísun í pósti. Kostar þetta virkilega 10 þúsund kr á haus?! Fyrst svo er, er þetta væntanlega eitthvað flóknara, eitthvað sem kannski lögfræðingar og aðrir fræðingar þurfa að greiða úr. Er kannski hluti umsýslukostnaðarins lögfræðikostnaður...?

Þess vegna finnst mér sjálfum ofureðlilegt að Ragnari H. blöskri þessi upphæð og minnist á hana í erindi sínu á málstofunni. Þessi umsýslukostnaður sem íslenska ríkið greiðir nemur um 10.000 kr á hvert mannsbarn hér á landi, 40.000 kr á fjögurra manna fjölskyldu. Við eigum því fulla heimtingu að vita hvort þetta sé eðlilegur kostnaður og það má alveg ræða hvort það sé eðlilegt að Ísland borgi svo háan kostnað. Spurningar um slíkt eru ekki dylgjur.

En nóg um það. Því "umsýslu-lögfræði"-kostnaðurinn er ekki stóra málið í þessu, heldur hitt, hvort það sé rétt sem Ragnar H. og félagar skrifuðu um IceSave samninginn, og ef það er rétt hvort það sé eðlilegt.

Það er aðalatriðið í máli Ragnars, sem fjölmiðlar eiga að spyrja um og reyna að upplýsa. Ekki að eyða púðri í eitthvert þras um orðanotkun. Um bullubloggara sem geta ekki rætt málið á öðrum forsendum en að vera með eða á móti öðru hvoru "liðinu" segi ég sem minnst, en leitt þykir mér að þingmenn sitji fastir í slíkum hjólförum. 


mbl.is Ekki minnst á lögfræðikostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að selja kökuna og borða hana...?

Forvitnileg frétt. Heppilegt fyrir núverandi 'Bókabúð Máls og Menningar' (í eigu hins "ríkisrekna" Penna) að finna hentugt húsnæði í 50 metra fjarlægð, þó svo húsnæðið nýja sé víst um helmingi minna. SPRON-húsið er vel staðsett og verður gaman að fá aukið líf upp á Skólavörðustíg.

Samkvæmt þessari frétt á hin "nýja" bókabúð Bókmenntafélagsins Mál og Menning að heita Mál og Menning, því þeir mega ekki kalla búðina "Bókabúð Máls og Menningar", það nafn hafi verið selt með rekstrinum fyrir sex árum síðan. Þetta hljómar í fljótu bragði undarlegt. Munu neytendur auðveldlega gera greinarmun á bókabúð sem kallar sig Mál og Menning, og annarri bókabúð sem heitir Bókabúð Máls og menningar? Svari hver fyrir sig.

Svo hliðstætt dæmi sé búið til, mætti Kaupás selja matvöruverslanirnar Nóatún ásamt heiti búðanna, en opna svo nýja verslun undir nafninu Matvöruverslunin Nóatún.

Hvað ætli Penninn hafi á sínum tíma greitt mikið fyrir vörumerkið 'Bókabúð Máls og Menningar'? Líklegt ða hluti verðsins sem greitt var 2003 hafi verið fyrir hið gamalgróna heiti verslunarinnar og viðskiptavild tengda heitinu.  Held að Penninn ætti að skoða vel sinn rétt í þessu máli. Segi ég sem einn eigandi ríkisbókakeðjunnar Pennans, þ.e. sem skattgreiðandi. 


mbl.is „Hrein og klár viðskipti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða Moggans veikist

... með svona hjákátlegum fréttaskýringum.

Auðvitað er staða varaformannsins síður en svo sterk, en það er útaf allt öðru. Þó svo einhverjir þingmenn kunna að hafa verið í fýlu í gær útí hana trúi ég því ekki að þessi atkvæðagreiðsla hafi veikt stöðu hennar, alla vega ekki í augum kjósenda flokksins, sem ég hygg að kunni að meta þingmenn sem fylgja sannfæringu sinni.

Ekki eru allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins á móti Evrópusambandsaðildarumsókn?

Takið ykkur tak, Moggi, og nýtið þann mannskap sem ekki er í fríi til að skrifa alvöru fréttir og fréttaskýringar.

kráka í vörn

Í vörn fyrir sitt lið


mbl.is Staða Þorgerðar Katrínar veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðnaðarbærinn Akureyri, EFTA og ESB

Ég var staddur á Akureyri síðustu helgi á safnadeginum og brá mér í Iðnaðarsafnið þar í bæ. Bráðskemmtilegt safn með fjölda muna og segir merkilega sögu íslensks iðnaðar og ekki síst sögu Akureyrar sem iðnaðarbæjar á síðustu öld. Þegar iðnaðurinn stóð í sem mestum blóma var þar fjöldi fyrirtækja sem framleiddi úlpur, jakkaföt, gallabuxur, gæruskinnsfatnað, kuldaskó, sælgæti, húsgögn, eldhúsinnréttingar, málningu, þvottaefni, dömubindi, matvæli, skip, veiðarfæri og margt fleira.

Jakkaföt og gallabuxur frá Akureyri.Á safninu er rifjuð upp saga þessara fyrirtækja, sagt frá fjölda starfsfólks og lifitíma þeirra. Maður tekur eftir að ótrúleg mörg lögðu upp laupana á árunum 1981-87. Þetta gerist skömmu eftir að Ísland gekk með í EFTA og varð að leggja af allra handa verndartolla á innfluttar vörur. Þær voru ódýrari og mörg íslensku fyrirtækin urðu undir í þeirri auknu samkeppni.

Væntanlega hefur EFTA aðildin haft marga kosti í för sér, svo sem betra aðgengi og lægri tolla fyrir okkar útflutningsvörur. M.ö.o. þá hefur þurft að vega og meta kosti og galla aðildar, og þar sem hagsmunir vógust á, að verja stærri hagsmuni umfram smærri.

Þannig má segja að stórum hluta af merkum iðnaði fyrir norðan hafi verið fórnað fyrir aðra viðskiptahagsmuni okkar, alla vega verður maður að ætla að stjórnmálamenn þess tíma hafi unnið slíkt hagsmunamat af bestu getu.

Með nákvæmlega sama hætti snýst möguleg innganga í ESB að miklu leyti um hagsmuni. Það liggur í augum uppi að landbúnaður mun eiga erfiðari uppdráttar, líkt og iðnaðurinn á Akureyri fyrir þremur áratugum. Um það verður að ræða opinskátt. Kostir þess að vera með verða að vega upp slíka ókosti til að aðild sé fýsileg.

Innganga í ESB snýst ekki um grundvallarbreytingu á Íslandi, hér verður flest með líkum hætti og áður, ekki síst daglegt líf, líkt og Danmörk er enn í aðalatriðum sama Danmörk. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur lýsti þessu í Speglinum í dag og sagði frá vini sínum á Möltu, sá hafði lýst fyrir honum hvernig bæði ESB-sinnar og andstæðingar höfðu haft uppi stór orð um áhrif ESB aðildar og miklar breytingar á öllu samfélagi sem aðildin myndi hafa í för með sér, til hins verra eða betra allt eftir því hver talaði. Malta gekk í ESB árið 2004 og raunin var sú að landið er í öllum aðalatriðum hið sama.


mbl.is Yfirlýsing forsætisráðherra um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband